Skírnir - 01.01.1918, Side 167
iSklrnir] Eitfregnir. 161
Gnnnar Gnnnarsson: Smaa Sknespil. G. B. Ebhvn —
Eria. MCMXVII.
Þetta eru víst fyrstu leikritin, sem út koma eftir G. G. Hvort-
•tveggja eru einþættingar. Hið fyrra heitir Bræðurnir og segir
frá bræörum tveim, sem orðnir eru óvinir, sökum þess, að sá eldri
hefir, að ytra áliti, sýnt yngra bróður sínum alls konar fjandskap
— en alt hefir það verið í góðu skyni gert, til þess að ala hann
upp og stæla — bjarga honum. Er leikritið mest samtal bræðr-
anna, er sá eldrl liggur á banasænginni.
Það er skemst af að segja um þetta leikrit, þótt stutt só, að
það lýsir mjög víðtækri og nákvæmri sálþekkingu hjá höfundinum,
svo að það er því nær sem nýtt landnám, að fylgja honum gegnum
alla króka í sálum bræðranna — einkum hins eldra,“sem er miklu
fjölbreyttari og merkilegri sál. Er hér yfirleitt ljómandi laglega
af stað farið, þótt erfitt yrði sjálfsagt, að leika einþætting þenna,
þar sem svo lítið »gerist«. Það mundi krefjast ágætra leikenda —
og ágætra áhorfenda.
Síðara leikritið heitir S 1 e g i n n (Ramt) og fjallar um prest,
sem verður þess vís, að hann er hoidsveikur. Miklu virðist mór
minna í það varið, þótt afleiðingar ógæfu þessarrar só dregnar skörp-
um dráttum, er ást þeirra hjónanna og trú prestsins á guð brestur
sem vatnsbóla. En síðasta ógnun prestsins gegn guði finst mór t.
d. næsta ósmekkleg. Og enn hefi eg það út á þetta að setja, að
svo virðist, sem höf. hafi aldrei þekt þá »trú, sem fjöllin flytur«
og stenzt alt aðkast örlaganna. Allir trúaðir menn hjá honum virð-
ast brotna sem reyr, ef illa fer um hagi þeirra. En á hinn bóginn
— þetta er algengt, og höf. hefir auðvitað leyfi til að taka þá
hliðina til meðferðar, en það verður þreytandi til lengdar — sbr.
síra Sturlu í »Ströndlnni«. Og til eru þó þeir menn og konur,
sem geta sóð alt »frá Bjónarhæð eilífðatinnar«.
Jakob Jóh. Smári.
Sigfós Blöndal: Drotningia í Aigeirsborg og önnnr kvæði.
Bvík. Útgefandi Þorst. G/slason. 1917.
Höfundur kvæða þessarra er skáld — á því er enginn vafl.
Honum er sýnt um að draga upp glöggar og áhrifamiklar myndir,
sem festast í huga lesandans. Má þar til nefna aðalkvæðið, sem
uijög er auðugt að slíkum myndum og þrungið þeim anda og krafti,
sem lætur lesandann finna til með skáldinu og sjá það sama sem
hann sór. Fleiri ágætiskvæði má og nefna, svo sem D r a u m
11