Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 174
168
Ritfregnir.
[Skimir
reglum. Þá eru þær á eilífu öldukviki. Það eru kröfur lífsins (í
atvinnu, hernaði, samkvæmisháttum o. s. frv.), er sníða þeim stakk-
inn að mestu, skapa þær og breyta þeim. Þær eru alt í senn:.
afspringur lífsbaráttunnar, undirbúningur undir hana og liður í henni.
Nú vitum við um glímuna, að hún er samruni úr hryggspennu og
lausatökum. Og þá liggur óneitanlega uæst að leita að orsökunum
tii þess samruna. Hvar var sá leikvöllur, þar sem þessar faug-
bragðategundir héldust í hendur, þannig að úr einni sló í aðra?
Hverjar voru þær fangraunir, þar sem aflinu og bragðfiminni var
látið frjálst að heyja hildi um aðstöðuna og átökin.? Það þarf nú
víst ekki að fletta neinum blöðum um það, að flestar fangbragða-
viðureignir manna, þar sem um líf og dauða var að tefla, voru
sjaldnast annaðhvort hryggspenna e ð a lausatök, heldur hvort-
tveggja, hvað af öðru. Menn runnust á og leituðu sór f a n g -
s t a ð a r sem bezt mátti verða. Af því stafar líklega frá upphafi
vega heitið f a n g . Sterkari manninum kom það betur að ná hrygg-
spennunni; en hinurn, sem mýkri var og síður átti aflinu að treysta,.
var um að gera að forðast að láta lykja sig svo örmum, að hann
gæti ekki notið bragðfimi sinnar. Viðureignin mun þannig löngum
hafa byrjað sem lausatök, en snúist upp í hryggspennu, eða orðið'
bil beggja — glíma, eða eitthvað í þá áttina. Eftirmynd af þessum
heljarglímum lífsbaráttunnar finnum við einmitt í knattleikunum.
AUar knattleikafrásagnir fornbókmentanna bera það ótvírætt með
sór, að fangbrögð voru einhver ríkasti þátturinn 1 leikaðferðinni
(sbr. íþr. Fornm. 213—222). Þar er skipað til leiks öldungis á
sama hátt og í bændaglímu; tveir og tveir eigast við, þeir sem
jafnsterkastir eru; þeim lendir saman í fang eða sviftingar, sem
eru sannnefndar »glímur« í eldri merkingu þess orðs (snögg við-
brögð, brögð). Það liggur beint við, að þær viðureignir í leikn-
um breyttust og þróuðust einmitt í glímuáttina. Þar er sá gróðrar-
reiturinn, sem líklegast er að glíman hafi sprottið upp úr, smátt
og smátt. Við þekkjum því miður ekki knattleikinn forna svo
nákvæmlega, að við vitum hvernig fangbrögðunum var fyrir komið
l leikaðferðinni; vísast að þeim hafi verið markað þar reglubundnara
svið en okkur virðist; hitt vltum við, að undlr þeim var sigurinn
einatt kominn. Er það tilviljun ein, áð sórstök glímumót koma
1/tið við sögu á meðan úti knattleikarnir stóðu í blóma? En síðar
(á 13. og 14. öld), er þeir eru sama sem horfnir úr 6Ögunni, fara
þjóðleikar íslendinga mestmegnis fram inni í húsum, og þá sjaldan
sagnaritararnir lofa okkur að gægjast inn í stofuna, þá sjáum við-