Skírnir - 01.01.1918, Page 191
Skírnir] ísland 1917. 185:'
jólin gerði góða hláku, er náði um mestan hluta lands og var víðast
komin jörð um áramót.
Fjárheimtur um hauatið voru með lakara móti, hamlaði veður
fjallleitum og urðu afróttir aldrei smalaðir til fulls.
Garðrækt var rekin með meira móti víða um land, en seint
sett í garða. Spruttu rófur víðast betur en í meðallagi, en kartöflur
tæplega svo. Margir urðu naumt fyrir að ná upp úr görðum áður
er. frostið kom í október og urðu mest brögð að því í Þingeyjar-
sýslu og Múlasýslum. Kartöflusýki gerði allmikið tjón í Vestmanna-
eyjum.
Fiskiveiðar urðu ekki stundaðar á árinu með eins góðum árangri
og verið hefir undanfarin ár sökum gæftaleysis og þó aðallega sökum
skorts á kolum, salti og steinolíu, og hins afarháa verðs á þessum
vörum. Sunnanlands urðu mörg skip að hætta fiskiveiðum í apríl,
því bæði var þá skortur á kolum, salti og olíu, og útgerð skipanna
mjög dýr, og þótti ekki sýnt að hún mundi bera sig. Voru og
margir, er þótti ráðlegra að geyma nokkuð af þessum vörum til
síldveiðarinnar, en síidveiðin brást að miklu leyti sökum ógæfta
mestan hluta síldveiðatímans. Varð af því tjón mikið, bæði fyrir
útgerð skipanna og hinn mikla fjölda fólks, er hafði ráðið sig til
síldarvinnu. Um haustið voru fiskiveiðar nær ekkert reknar. Um
haustið leyfði stjórnin sölu 10 botnvörpuveiðagufuskipa úr Iieykjavík
til Frakklands, og keypti franska stjórnin öll sklpiti. Var kaupverð'
þeirra um á1/^ miljón króna og fókk landsstjórnin mikinn hluta
þess að láni, og er ákveðið að fónu skuli varið til fiskiskipakaupa
að ófriðnum loknum.
Aukaþinginu, er kom saman 11. des. 1916, var slitið 13. janúar,
Voru lögin um breyting á lögum nr. 17, 3. október 1903, um aðra
skipun á æðstu umboðsstjórn ísiands, er samþykt voru af þinginu
29. des. staðfest af konungi 2. janúar og 4. s. m. voru skipaðir
íáðherrar íslands: Björn Kristjánsson bankastjóri, Jón Magnússon
bæjarfógeti og Sigurður Jónsson bóndi á Yztafelli. Var Jóni Magnús-
syni falið forsæti ráðuneytisins og varð hann dóms- og kirkjumála-
ráðherra, Björn Kristjánsson fjármálaráðherra og Sigurður Jónsson
atvinnu- og samgöngumálaráðherra. Aukaþingið samþykti ] 3 lög
°g 10 þingsályktanir. Helztu lög þingsitts voru til tryggingar slgl-
ingum og aðflutningum til landsins. Var stjórninni veitt heimild
til að kaupa eimskip eftir þörfum til vöruflutninga milli íslands
og útlanda, og að taka ián í því skyni, eftir því sem þörf krefði.
Eun fremur var stjórniuni lieimilað að kaupa eimskip til strandferða.