Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 14
Skirnir]
Finnur Jónsson sjötugur.
7
sem hann á eftir að halda kröftum sínum, verði norræn-
um fræðum til einhvers ávinnings.
Mig langar ekki til þess að gjöra dýrling úr Finni Jóns-
syni. Ég þekki hann nóg til þess að vita, að hann kýs sér
annað sálufélag en að komast í Heilagra manna sögur. Hann
hefur sjálfsagt sína bresti eins og aðrir menn, þó að ekki
væri nema úthverfan á kostum hans. Hann er ekki galla-
laus. En ég þori að fullyrða, að hann sé lastalaus. Það
mun leitun á hreinna manni. Að visu má segja, að ekki
hafi verið villugjarnt á æfiferli hans. Hann kaus sér ungur
það starf, sem hann hefur síðan unnið og unnað af alhug.
Hann komst beint í þá einu stöðu, sem hann mun hafa
kosið sér. Hann kvæntist ungur góðri konu og hefur lifað
með henni hollu og hamingusömu heimilislífi. Hann hefur
í ríkum mæli hlotið virðingu og viðurkenningu fyrir æfi-
starf sitt. En enginn vegur er svo beinn, að ekki verði
hlaupið þar út undan sér, ef menn hafa skap til þess.
»Hann er hreinlyndur sem hvítabjörn«, skrifar Valtýr Guð-
mundsson um hann í Eimr. 1898. Og hver sem kynnzt
hefur hjálpsemi hans, umhyggju fyrir lærisveinum sínum
og drengskap í hvívetna, veit, að hann á líka yl bjarnarins.
Hanr. er og manna hispurslausastur og frábitinn öllum hé-
góma. Vegtyllur hafa sótt á hann, en hann ekki eftir þeim.
Mér er t. d. kunnugt um, að hann hefur neitað þeirri virð-
ingu að vera rektor Hafnar-háskóla.
Þegar ég var að tala um, hversu greið hefði verið
braut Finns Jónssonar, sleppti ég einu atriði viljandi. Að
einu leyti hefur hann staðið í hinni erfiðustu stöðu. Hann
er íslendingur og ann íslandi. En hann hefur verið dansk-
ur embættismaður, maður, sem mikið bar á og oft var
leitað til, og hann hefur aldrei borið við að draga sig
í hlé né sparað að segja skoðun sína. Hann hefur haft
mikinn ræktarhug til Danmerkur, sem von er til, og talið
Islandi fyrir beztu, að sambúðin héldist og færi laglega,
þó að hann hafi glaðzt yfir auknu sjálfstæði íslendinga.
Um þessi efni hefur hann talað við Dani á dönsku og ís-
lendinga á íslenzku. Hann hefur talað tvær tungur. En