Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 226
Skírnir]
Hngvekja.
219
nauðsynleg hverri þjóð til menningarþroska. Það er vegna
þess, að betur sjá augu en auga, ein þjóðin hefir komið
auga á þetta, önnur á hitt, og kynningin og samanburður-
inn á innlendu og útlendu vekur til umhugsunar um verk-
efnin, sem heima bíða. En þó að margir hlutir geti átt
jafnvel við hvar sem er, þá eru þó hinir ef til vill fleiri,
sem þarf að smíða upp, svo að þeir svari þörfunum heima
iyrir, eða hugsa upp nýja. Það er óskiljanlegt, hvernig
menn geta komizt inn á þær villigötur, að leggja nokkurn
hlut algerlega undir vald erlendrar tízku, því að það er
sama og að afsala sér skynsemi og sjálfstæði og gerast
api annara, láta hengja á sig tilbúnar flíkur, hvernig sem
þær fara, í stað þess að sníða sér stakkinn eftir vexti. En
um leið og menn verða þannig fífl tízkunnar, syndga þeir
einmitt á móti því boðorðinu, að leitast við að skapa varan-
lega hluti. Tízkan þekkist á því, að hún á sér skamman
aldur, og hvað verður úr sjálfstæðum smekk þess, sem
verður að telja það fagurt og sæmilegt í dag, sem hann
taldi ljótt og ósæmilegt í gær?
Tízkan kemur nú ekki einungis fram í breytingum á
hlutunum, heldur og í því, hvaða hluti menn nota. Allt af
koma nýjar og nýjar tegundir af vörum á markaðinn, er
menn nota um skeið, í stað þess, sem áður var, og
hverfa svo fyrir öðrum nýjum. Það er nú athugavert, að
menn skifta oft um það, sem er gamalreynt og reynzt
hefir vel, án þess að hafa neina tryggingu fyrir því, að
hið nýja sé eins gott. Það eru ekki allir eins skynsamir og
gamall skipstjóri einn. Honum var skipað svo fyrir, að hafa
tómt hveitibrauð á skipinu í langferð. Hann hafði áður
allt af haft rúgbrauð og tók allmikið af því með sér til
vara. Þegar hásetarnir fóru að fá skyrbjúg af hveitibrauðs-
átinu, kom karl með rúgbrauðið og bjargaði þeim.
Vér íslendingar eigum eftir að gera upp reikninginn
um það, hve skynsamlega vér höfum farið að ráði voru
síðustu áratugina með breytingar þær, sem vér höfum gert
eftir útlendnm fyrirmyndum á mataræði, húsagerð, klæðn-
aði o. fl., og vita, hvort ek.ki væri ástæða til að endur-