Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 209
202
Menntamál Sovjet-Rússlands.
[Skirnir
einhverju atriði: »Þetta eru borgaralegir hleypidómar; þér
megið ekki kenna oss á þann veg.« Og kennarinn verður
að hlýða, — eí hann hirðir um að halda embætti og lífi.
Allir háskólakennarar eru svo gersamlega á valdi kom-
múnistastúdenta, að sagt er, að það komi jafnvel fram við
einkunnagjafir. Rétttrúaðir stúdentar eru vissir með að fá
sæmilegar einkunnir, hvernig sem frammistaða þeirra er.
Af þessu leiðir, að margir háskólakennarar verða hinir
örgustu hræsnarar. Kennari spurði t. d. stúdent, hvað hann
mundi gera, ef kommúnistar misstu völdin. »Ég mundi reyna
að styðja þá«, svaraði pilturinn. »Svona máttu ekki svara«,
mælti kennarinn, »þú átt að svara, að slíkt geti aldrei
komið fyrir«. Sama spurning var borin fyrir í nnan stúdent.
»Ég mundi fara að gráta«, svaraði hann. »Það er nú ekki
nóg«, sagði kennarinn, — og drengnum var nokkru síðar
vikið burt úr háskólanum.--------
Svo sem fyr var sagt, var það upphaflega áform hinna
æstustu Bolsjevíka, að láta allar — eða að minnsta
kosti meginþorra hinna gömlu, »borgaralegu« vísindagreina
hverfa úr sögunni. Þeir Lenin og Trotski snerust brátt
á móti öllu því óvitahjali. En þó voru báðir sammála um,
að sterkt taumhald þyrfti að hafa á öllum fræðslumálum
og jafn fjandsamlegir voru þeir kenningarfrelsi, hvort held-
ur í æðri eða lægri skólum, sem kirkjuhöfðingjar miðalda,
er ríki þeirra var sem mest. Það er engin furða, þótt Bolsje-
víkar tali háðulega um »borgaralegt« frelsi. Bæði heimspeki-
kenningar þeirra og stjórnar-aðferðir eru ávöxtur hins stæk-
asta afturhalds, sem komið hefir fram í Evrópu síðan á
miðöldum.
Lenin hefir útlistað rækilega, hvernig Bolsjevíkar eigi
að haga fræðslumálum sínum, i ræðu sem hann hélt á
þingi ungra kommunista (komsomols) árið 1919. Hann segir
þar, að nauðsyn beri til að gerbreyta öllum hinum gömlu
fræðsluaðferðum, þvi aðeins sé nokkur von til að hið nýja
þjóðfélag geti orðið til. En hitt sé fásinna, að ætla sér að
varpa útbyrðis öllum þeim þekkingarforða, sem mannkynið