Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 48
Skímir]
Henrik Ibsen.
41
aldrei komizt að neinni niðurstöðu um það«. Og líkt og frú
Inger hugsaði Ibsen nú: »Vei hverjum þeim, sem ber mikið
ætlunarverk fyrir brjósti«.
Og nú byrja raunaárin fyrir Ibsen, er hann flytur til
Kristianíu. Hann fær að vísu »Svanhildar«, konu þeir'rar,
er hann ann, og varð honum svo trúr förunautur í fátækt
hans og basli. En ekki gat hann lifað ástinni einni saman,
og var ekki hætt við að hún veslaðist upp í örbirgðinni?
Og hver var skáldköllun hans? Átti hann að verða eins-
konar stofuskáld eða hatramt ádeiluskáld, er segði þjóð
sinni til syndanna? Upp af slíkum hugsunum er »Gaman-
leikur ástarinnar« sprottinn.
»Kærlighedens komedie«, sem Ibsen nefndi í fyrsta
uppkasti sínu »Svanhildi« og hann tók að hugsa um, um það
bil sem hann kvæntist, er einskonar vorsöngur ástarinnar,
sem þó er gagnsýrður af þeim slæma ugg, að ástin drag-
ist smámsaman upp í löngum trúlofunum og togstreitu
daglega lífsins í hjónabandinu.
Ibsen íklæðist þar gervi hins unga skálds, Falks, og
leikurinn hefst á lofsöng hans til vorsins og hinnar ungu,
frjálsbornu ástar, er vill lifa og njóta. En uggurinn kemur
bráðlega í ljós, er hann lítur Strámann prest og konu hans,
er gengur með þrettánda barnið, Styver og ungfrú Skære,
sem eru að trénast upp í trúlofunarstandi sínu og hinn
unga félaga sinn, Lind, er gefur hugsjón sína um að gjör-
ast trúboði jafnskjótt upp á bátinn og hann trúlofast. Falk
vill ekki láta fara eins fyrir sér og ást sinni og biður Svan-
hildi, sem hann er ástfanginn af, að unna sér frjálsrar
ástar.
Meginhugsunin í leikriti þessu er hin sama og i öðrum
leikritum Ibsens á þessu skeiði, að skaparinn hafi falið
einhverja hugsjón í hvers manns brjósti, er hann ætli hon-
um að rækja sem hina eiginlegu köllun sína. En svo komi
þjóðfélagið og vilji klína sínu sniði á manninn, svo að
hann verði eins og annað fólk. Því segir Falk við Svanhildi:
— Vorherres gjerning verden plagierer,
den skaber Dem pány — i eget billed;