Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 89
82
Plágan mikla.
[Skírnir
að gefa hálfvætt silfurs til Hóla, til að búa Guðmundar-
skrín. — Eigi vitum vér nú um heiinildir síra Gottskálks
fyrir annál sínum, en ætla má, að hann hafi haft fyrir sér
heithréf Norðlendinga á Grenjaðarstöðum, 25. des. 1402,
og á Munkaþverá, 16. janúar 1403. Bréf þessi eru sem sé
til í afriti síra Gottskálks, og í raun og veru segir hann
ekkert í annálnum, sem ekki verður dregið af bréfunum.
En þar sem Björn á Skarðsá geíur um upphæð silfurgjafar
til Guðmundarskríns, verður það ekki til heitbréfanna rakið,
og líklega er þar um sögusögn eina að ræða.
Af frásögn Nýja annáls verður það ráðið, að fleiri heit-
bréf hafi gerð verið í Plágunni en þau tvö, sem nú þekkj-
ast og fyr var getið, því að eigi ber hér saman heitunum.
Má ætla, að heit þau, sem annállinn nefnir, hafi verið gerð
fyrir sunnan land í upphafi Plágunnar, haustið 1402, en
ekki verður nú neitt sannað framar um það, hvar eða af
hverjum þau hafi verið gerð.
Um sjálft sóttarfarið segja heimildir ekkert greinilega
annað en það, að sóttin var ákaflega bráð, einkum í fyrstu,
svo að menn lágu dauðir innan þriggja nátta. Má hér minna
á hina feiknlegu sögu Vatnsfjarðarannáls um andlát Ála
prests Svarthöfðasonar og þeirra félaga, sem fyr er drepið
á. Ætla má, að Áli hafi dvalið einn eða tvo daga við
skipið Einars. En svo fast svarf að þeim félögum pestnæmið,
að þeir komust aðeins örskammt burtu frá kaupstaðnum,
og önduðust þar, átta saman, á Botnsdal. Af atburði þess-
um verður það ráðið, að pestin hafi verið í illkynjaðasta
lagi. Meðgöngutími veikinnar er venjulega talinn 3—4 dag-
ar, en mjög skæð pest brýzt þó stundum út á skemmra
tima, jafnvel eftir tæpan sólarhring frá því er maður tók
hana. Slík bráða-pest veldur einskonar lungnabólgu, og er
oft nefnd lungnapest. Og af því hve Plágan var bráð,
verður það ráðið, að hún hafi raunar lungnapest verið. I
þessu atriði svipar Plágunni mjög til Svarta dauða í Noregi
1348, sem að vísu var lungnapest. Er til merk frásögn um
sóttarfarið í Svarta dauða í Lögmannsannál, eftir síra Einar
Hafliðason. En síra Einar var, sem kunnugt er, einn hinn