Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 236
Ritfregnir
Prestafélagsritið 9. ár. Rv. 1927.
Um níu undanfarin ár hefur Prestafélag íslands gefið út ársrit
ailstórt (9—12 arkir) Það er einkum ætlað prestum, en er lesið af
fjölmörgum öðrum. í því hafa birtzt ritgerðir um ýms trúarefni og
kirkjumúl. Prestafélagið er sjálft hlutlaust i trúardeilum hér á landi,
en þó hefur hin nýrri stefna yfirleitt verið ríkjandi i ritinu, enda er
ritstjóri þess Sig. P. Sívertsen.einn helzti forvígismaðr hennar hjer
á landi. — Þessar eru helztar ritgerðir í 9. árg.:
Dr. Jón Helgason biskup skrifar um Guðbrand Hólabiskup og
Magnús Jónsson prófessor um séra Jón Þorsteinsson píslaruott.
Voru 300 ár liðin frá dauða þeirra í fyrra. Um Mahatma Gandhi
ritar séra Kjartan Helgason. Gandhi er indverskur aiþýðuforingi,
sem 'brezka heimsveldið hefur skolfið fyrir, því að bardagaaðferð
hans, andstöðuleysið, en þó óhlýðni við rangsleitnina, hefir reynzt
skætt vopn. Þeirri aðferð er lýst í smágrein á eftir, þýddri úr blaði
Gandhis, Unga Indlandi.
Trúarlif Pascals heitir grein eftir séra Ásmund Guðmundsson,
dósent. Er það bragðlaus ritgerð og leiðinlegur prédikunarblær yfir
henni, enda mun henni ætlað að vera til uppbyggingar. Pascal var
sinnisveikur siðustu árin og hneigðist þá mjög að kenningu Á-
gústinusar um náð og útvalningu, eftir geðþótta guðs. Þetta segir
Á. (i. um Pascal: »Allt sem Pascal var og vann, þakkaði hann
guði. Sjálfur átti hann ekkert, náð guðs ein veitti honum auð og
allsnægtir«; og er orðið náð notað hér í merkingu Ágústínusar um
óverðskuldaðan og óútreiknanlegan góðvilja guðs. Þetta er haft eftir
Pascal: »Trúin er gjöf guðs, er hjartað þiggur, skgnsemin nagar
það ekki«. Þetta viðhorf mannsins telur Á. G. vafalaust sérstaklega
kristilegt og manninum hollt til eilifs velfarnaðar. En mörgum öðr-
um þykir hitt horfa til meiri þroska, að samþýða trúna skynsemi
sinni, enda mun enginn í raun og veru trúa eða treysta neinu, sem
hann gerir sér ekki einhverja grein fyrir með skynsemi sinni. Enn-
fremur mun það hollara siðgæði voru að trúa þvi, að maðurinn sé
meira en spilltur og vanmáttugur aumingi, sem ekkert getur stutt
að andlegri velferð sinni. Þvi álit eg, að þessi ritsmíð Á. G., sem