Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 38
Skirnir]
Samþróun likama og sáiar.
31
arlögmál magnkirtlakerfi hafi myndast hjá hryggdýrum —
og blómplöntum, — og hvers vegna aðeins finnist snefill af
slíku kerfi hjá lindýrum og blómlausum jurtum.
Ég hefi að vísu aðallega — og því nær einvörðungu
athugað samhæfni eðlishvata og starfsþátta i bók minni.
En þó hef ég líka sýnt fram á það, að rússneski lífeðlis-
fræðingurinn Pawlow fann — án þess að gera sér það
fyllilega ljóst — merkilegt sálarfræðislögmál, er hann
var að rannsaka meltingarstarfsemi hjá tilraunahundum
sínum. Hef ég rakið rök til þess, að hér er um algilt Iög-
mál að ræða. Hef ég dregið fram ýms alkunn dæmi, er
sýna og sanna að lögmál þetta gildir einnig fyrir hreyfi-
kerfið og frjókerfið. Hefði ég sýnt enn betur fram á þýð-
ingu þessa lögmáls fyrir hinar víðtæku kenndir, er eiga sér
rætur í frjókerfinu, ef slíkt hefði eigi leitt of langt burt frá
aðalmarkmiði bókarinnar.
Ég hef kallað lögmál þetta »lögmálið um val-
megin og' virkjanþrótt hugsana og skynjana«.
Skal ég nefna hér dæmi, er allir þekkja, til þess að gefa
hugmynd um í hverju lögmál þetta er fólgið. Ef vér hugs-
um um mat, sem oss þykir lostætur, þá streymir vatnið
fram i munninn á okkur. Og það er meira en vatnið
eitt, sem streymir fram. Samferða því eru þau sérstæðu
meltingarefni, er eiga við þá og þá fæðuna, er um er
hugsað.— og virkjar þá hugsunin ein viðeigandi
meltingarkirtla. Ef vér hugsum okkur hreyfingu, —
þá virkjast ósjálfrátt einmitt þær starfsdeildir — þeir vöðv-
ar og þær taugar hreýfikerfis, er að hreyfingunni starfa,
ef vér framkvæmum hana — o. s. frv. Og ef vér finn-
um ilni af ljúffengri steik, þá föruin vér óðar að framleiða
þá meltingarvökva, er með þarf til þess að melta hana.
— Ef vér sjáum mann hrasa á götunni fram undan okkur, —
þá virkjast og sömu starfsdeildir í okkar eigin líkama,
og þær er störfuðu að hrasan mannsins. — Og okkur ligg-
nr við að hrasa, o. s. frv. —
Lögmál þetta sýnir oss tvennt viðvíkjandi likama vor-