Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 204
Skírnir]
Menntamál Sovjet-Rússlands.
197
Þessir, sem standa þarna fyrir framan mig, eru fáeinir
af hinum svonefndu „Bez prizomie" (munaðarlausu börn-
um). Það eru til nokkrar miljónir slíkra barna, sem bylt-
ingin eða hungursneyðin hefir svift foreldra forsjá og lifa
nú eingöngu af ólöglegu athæfi. Allir sjúkdómar ofsækja
þau — berklaveiki, franzós, skyrbjúgur. Þau eru sokkin
niður í siðleysi allrar tegundar.
Sovjet-stjórnin hefir unnið mörg stórvirki á sviði heil-
brigðismála, en hún virðist ekki hafa ráðið neinar bætur á
þessu sorglega vandamáli. Þvert á móti, hún virðist vera
staðföst í þeirri trú, að meinið sé ólæknandi. Að vísu
hafa stjórnarvöldin reynt að laða þessa litlu útlaga til aft-
urhvarfs með fortölum og með því að koma þeim fyrir á
Þetrunarhælum. En dyr þeirra hæla eru samt sem áður
látnar opnar öllum þeim, sem ekki hafa tilhneigingu til
þess að hverfa aftur til dygðugs lífernis. Slíkt er vitanlega
fráleit aðferð. Þessir litlu vesælingar hverfa næstum
því allir aftur til þess að leita nýrra æfintýra.«
• Milljónir rússneskra barna, — sumír nefna tvær milljónir,
aðrir fimm, — eru þannig fordæmd til þess að lifa sem
glæpamenn eða deyja úr hungri og sjúkdómum. Það er
eina von þeirra, sem með völdin fara, að sultur og
pestir vinni sem fyrst á þeim. Enda stráfalla þessir
aumingjar, svo að líklegt er talið, að þeir hverfi bráðlega
úr sögunni. En ýlfur útburðanna á Rússlandi vekur miklu
fleiri hugsanir, heldur en hinar snjöllustu ræður byltingar-
foringjanna. Lenin hafði lengi prédikað fylgismönnum sínum
að horfa aldrei í kostnaðinn, hvað sem í skurðinn gengi,
heldur halda augunum fast á takmarkinu. Kostnaðurinn
hefir og orðið í meira lagi, svo að hann mun aldrei verða
tölum talinn. En takmarkið, framtíðarríki Bolsjevíka, er enn
í sömu fjarlægð sem í upphafi, enda er það ekki af þess-
um heimi.
4.
Nú verður nokkuð að minnast á það, hvað Lenin og
•aðrir foringjar Bolsjevíka ætluðust til að kennt yrði í