Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 153
146
Hreint mál.
[Skirnir
En er það ekki ofmælt, að íslenzkan sé hrein?
Gjörum ráð fyrir, að vér hefðum fyrir ekki mörgum ár-
um komið á myndarlegt heimili hérna í Reykjavík. Oss er
boðið inn í stássstofuna. Þar eru fyrir gluggum fileraðar
og bróderaðar gardínur, svo að varla sér í gluggapóstana,
á gólfinu eru brusselarteppi og mublurnar eftir því: pluss-
klæddur sófi með kúnstbróderuðum púðum. í einu horninu
er /e/2«stóll og skammel hjá, og við hliðina er standlampi
með silkis/cer/m'; í öðru horni er etasjer með ýmiskonar
nipsi. Á borðinu er uisitkorlaskál. Á sjiffonieranum eru
blómsturvasar og innrammaðar myndir af familiunni. Á
veggjunum eru skilirí, flest landsksaósmyndir. Fyrir dyrum
hanga portierar úr þykku damaski.
Vér förum úr einu verelsi í annað. í borðstofunni er
panel að neðan og betrekk að ofan. Stór rósetta í miðju
lofti. Þar hangir ballansilampi með stórum kúppul og be-
hollara. Á buffeinu er pentudúkur og standa þar ýmsir
munir, sem vér könnumst við, svo sem plattmanasía, kar-
afla, salt/car. í skúffunum er ýmislegt dekkutau, servíettur
o. fl. Við hliðina á buffeinu er anre//erborð með kaffis/e//z.
Dívan er í stofuhorninu og blómsturstativ út við gluggann.
Úti í eldhúsinu, öðru nafni kokkhúsinu, er maskínan
með gasapparati og stendur á því kastarhola. Seint yrði
að telja upp öll eldhússgögnin: Þar er vigt og hakkamask-
ína, dörslag og eggjapískari, sigti, propptrekkjari, visku-
stykki, karklútar, uppvöskunarburstar, skrúbbur, kústar og
fœgiskúffa. í spísskamersinu gefur þó fyrst á að líta. Uppi
í rekknum og á hillum er leirtauið. Þarna eru ýmiskonar
krásir og polegg: hakkað kjöt, kjötfars, medisterpylsur, fri-
kasse, ragú, karbonaði, buff, bollur, saft, sultutau á asíettu,
kex í boxi, s/ra«sykur, export, púlver, hálfsigtim\ö\, salat,
norma/brauð, margarín og p/o/c/cfiskur.
í kokkhúsinu er sigtað, pískað, plokkað, hakkað, kokk-
að, speðað, skrœlt, pússað og skrúbbað.
Niðri í þvottahúsinu er tauið þvegið; þar er vaska-
bretti o. fl. Síðan er tauið glattað og rullað, stífað og
strauað. S/razzjárnin eru í settum.