Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 233
226 Smávegis. [Skirnir
2. Forníslenzka greinir 9 og e vel í sundur, sem miðislenzka
gerir engan mun á fremur en nýislenzka.
3. Fornmálið greinir 0 frá 9> sem bæði miðmál og nýmál gera
alls engan mun á. Miðislenzka ritar þar mest ó, en nýíslenzka ö,
sem tekið er upp úr þýzku, í stað þess að halda sér við 0, sem er
þar ið fornnorræna merki hljóðsins.
4. Forníslenzka greinir fyllilega 9 (=u-hljóðv.) frá á, sem mið-
íslenzka fellir saman öldungis einsog nýíslenzka.
5. Fornmálið táknar langt e með é, en þar hefir miðmálið tvi-
hljóðið ie, og nýmálið, síðan líklega um 1630, je i framburði.
6. Fornmálið hefir sk i miðmyndarendingu sagna, en þar hefir
miðmálið, í riti, mest z og nýmálið st.
7. Fornislenzka hafði í ákveðnum tilfellum ýmist ð eða þ í fram-
burði, bæði í þátíðarendingu veikra sagna og afleiðsluendingum kven-
kynsnafna, sem miðmál breytti, tilsvarslega, i d og t alveg á sama
hátt, sem nýmálið hefir þetta.
Þetta er nú ið helzta, er hér skiptir máli, en í íslendingasög-
um þeim, sem Saga-Bibliothek í Halle gefur út, er allt þetta sett i
einhvern undarlegan hrærigraut, svo sem nú skal sýnt.
Þar eru œ og æ greind nákvæmlega eftir fornmáli, en eigi 9
og e, heldur er þar háttur miðaldarhandrita látinn ráða. Sömuleiðis.
eru 0 og 9 greind í sundur að hætti fornaldarrita, en alls eigi 9 frá á,
lieldur ræður þar ritháttur eftirrita frá 14. öld. Frumritin að þessum
fornsögum eru vitanlega frá 12. öld; þau eru glötuð, en ritháttur
þeirrar tíðar er kunnur af öðrum bókuin.
Þar er é réttilega haft fyrir langt e, samkvæmt því sem verið
hefir í frumritunum, en aftur er z haft í miðmynd, alveg samkvæmt
miðíslenzkum eftirritum. Svo er líka ð haft í þátíðarendingum o. s.
frv. bæði fyrir ð og /j í forníslenzku. Þetta er þvert á móti bæði
fornmáli og miðmáli, sem og líka nýmálinu.
Þarna er þvi verið að elta rithátt nokkuð ungra eftirrita i sumu,.
en aftur í sumu verið að seilast langt aftur á bak og stafsetning þá
fyrnd í ýmsu, sem er engu rétthærra en hitt. Slík samræming á staf-
setningu fornaldarrita er villandi og vitlaus eða verra en ekkert frá
visindalegu sjónarmiði málssögunnar. Þetta er mikill skaði, því að
yfirleitt er hér að ræða um ágætar útgáfur. Sökin er hjá þeim mál-
fræðingum, er búið hafa ritin undir prentun fyrir útgefanda. Þar virð-
ist öllu vera skipt i tvo heiminga; í öðrum farið eftir rithætti frum-
ritatímans (fyrir miðju 13. aldar), en í hinum fylgt rækilega rithætti
eftirritatíðar (á síðari áratugum 13. aldar og 14. öld). Það eru forn-
íslenzka og miðislenzka, sem fá þarna sína ögnina hvor.
Nú mun einhver spyrja: »Hvernig vildir þú helzt hafa þetta?«
Þá myndi ég svara, að t. d. í Egilssögu, sem eflaust er frumrituð
um miðja 12. öld, væri réttast að grtina ? frá e o. s. frv. og fylgja