Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 210
Skirnir]
Mennlamál Sovjet-Rússlands.
203
hafi aflað sér á dögum auðvaldsins. Auðvitað megi segja,
að fyrsta skrefið sé að læra að vera kommúnisti, og sumir
haldi, að þeir geti það með því að læra kennslubækur og
kynna sér flugrit kommúnista. En þeir fari villir vegarins.
»Ef nema skal kommunismus aðeins á þann hátt að lesa
bækur og flugrit kommúnista, þá getum vér á svipstundu
alið upp heilan her af digurmæltum skrumurum og hávaða-
mönnum. En þeir menn myndu aðeins verða oss til tjóns,
því að þeir yrðu vafalaust ófærir til þess að færa sér þekk-
ing sína í nyt og starfa á þann hátt, sem krafizt yrði af
þeim«. Þvi næst brýnir hann fyrir áheyröndum sinum, að
þeir verði að afla sér þekkingar á öllu því, sem »nýtilegt«
hafi verið í hinni gömlu skólaþekkingu. Það hafi Karl Marx
gert. Kenningar hans séu »ávöxtur allrar mannlegrar reynslu«.
»Það er hinn mesti misskilningur, að nægilegt sé að læra
vígorð kommúnista«, án þess að hafa kynnt sér þann þekk-
ingar-grundvöll, sem kenningar þeirra eru sprottnar upp
úr. En hvað var þá nýtilegt í hinum gömlu vísindum, hinum
gömlu skólum? Því er vandsvarað, enda talar Lenin fremur
óákveðnum orðum um það. Hann segir, að gömlu skólarnir
hafi lofað að gagnmennta unglingana, miðla þeim hlutlausri,
víðtækri þekkingu. En það hafi verið hin mesta lygi. »Hvert
orð sem talað var í þessum skólum var miðað við hags-
muni borgaranna«. Börn bænda og verkalýðs hafi alls enga
menntun fengið, heldur verið þjálfuð til þess eins að veita
yfirstjettunum auðsveipa þjónustu. Þess vegna hafi gömlu skól-
unum verið sparkað úr vegi, en nýjir skólar eigi að koma í
staðinn, sem veiti unglingunum »sanna kommúnistamennt-
un«. Hann heldur síðan áfram að tala óljósum orðum um
þau nytsamlegu fræði, sem þó hafi verið kennd í gömlu skól-
unum, segir, að »öreigamenningin« muni eigi falla af hinm-
um ofan. »Hún verður eigi sköpuð af mönnum, sem þykjast
vera sérfræðingar um öreigamenning. Slíkt er heimskuhjal.
Öreigamenning hlýtur að vera lögbundin framþróun þeirrar
þekkingar, sem mannkynið hefir aflað sér undir oki auð-
valdsins, á tímum skrifstofuvaldsins og lénsvaldsins«. Allar