Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 26
Skirnir]
Samþróun likama og sálar.
19
unin hefði leitt til einhverra samtengsla innan vébanda
kerfanna.
Ég byrjaði á þvi að kynna mér allar þær rannsóknir,
sem ég gat náð í, er lífeðlisfræðingarnir höfðu gjört við-
víkjandi meltingarkerfinu og starfsemi þess. Kerfi þetta
tekur þegar hjá einfrumungnum talsverðum þroska og heldur
sér þó gjörsamlega aðskilið frá öðrum kerfum hans. Og
hjá manninum er meltingarkerfið einna frumstæðast allra
starfskerfa; — sést þetta meðal annars á því, að oss er
alls eigi unnt að ná neinu valdi á störfum kerfis þessa.—
Oss er með engu móti sjálfrátt um, hvort vjer framleiðum
viðeigandi meltingarvökva við mat þann, er vér neytum
eða ekki. Og ekki ráðum vér frekar neinu um það, hvort
framleiðsla slíkra vökva er of eða van.
Hinn stórmerki rússneski lifeðlisfræðingur Pawlow og
lærisveinar hans hafa grundvallað þekkingu vora á störf-
um meltingarkerfis spendýra, — og gilda þar yfirleitt
sömu lögmál og um meltingu manna. En auk þess hafa
fjölmargir ágætir vísindamenn átt hér hlut að máli. Og
má svo heita, að meltingin frá upphafi til enda sé nú
þekkt orðin.
Ekki hafa lífeðlisfræðingar þeir, er hér hafa kosið sér
starfssvið, haft annað markmið en það, að kynnast
sjálfu meltingarstarfinu. — Menn hafa frá þvi end-
ur fyrir löngu talið hungur og. þorsta þær einu eðlishvatir,
er háðar væru meltingarkerfinu. En ekki er það fyr enn á
síðustu áratugum, að amerískur lífeðlisfræðingur, Cannon,
komst að því, að hungurkendin stafaði af samdrætti sjálfra
innýflavöðvanna. En um þorsta vissu menn lítið, hvaða líf-
færum eða hvaða stöðvum í meltingarkerfinu hann væri
háður, álitu hann oftast stafa af almennri vatnsþörf líkam-
ans. Og um eðlishvatir, er tengdar væru sjálfum »melt-
ingarfærunum«, o: starfsdeildum meltingarkirtlanna, höfðu
nienn enga hugmynd.
Er þar skemmst frá að segja, að þá er ég hafði kynnt
niér til hlítar rannsóknir þær, er gjörðar höfðu verið — þraut-
prófaðar og því viðurkenndar sem óhrekjandi og óyggjandi
2*