Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 57
50
Henrik Ibsen.
(Skirnir
urlanda, nema heima í Noregi, þar sem bæði Vinje og aðr-
ir gerðu gabb bæði að Ibsen og Brandi.
Þetta varð til þess, að Ibsen tók að teikna »skugga-
myndina« af Iöndum sínum, steigurmennið og gortarann,
sem stelst undan öllum skuldbindingum sínum og stöðugt
»beygir hjá«, í stað þess að halda beint að markinu. Úr
þessu varð fjörugasta, fyndnasta og djúpsæjasta leikrit Ib-
sens, Pétur Gautur.
Vetrarríki, stormar og dimmviðri varpa þungum blæ
yfir »Brand«; en yfir »Pétri Gaut« er tindrandi sól og sum-
ar, fyrst heima í átthögum, þá á veraldarhafinu og í ná-
grenninu við Kairó, allt þangað til hann kemur heim aftur,
verður skipreika og fer að gera upp reikninginn við sjálf-
an sig í hinuin kolbrunnu furumóum átthaga sinna.
Það, sem maður helzt festir hugann við í »Pétri Gaut«,
er barátta hans við Beyginn mikla, sem gerir hann að
mannræfli; viðskilnaður hans við Sólveigu og móður sína;
munurinn á honum og inanninum, sem hjó af sér fingurinn,
til þess að þurfa ekki að fara að heiman í herþjónustu, og
svo reikningsskilin síðast, í 5. þætti.
Pétur er að eðlisfari ágætt mannsefni, en hann var
sonur Jóns Gauts, sein svallaði og drakk, og Ásu gömlu,
er reyndi að gleyma andstreymi lífsins með ævintýrum.
Og Pétur hneigðist til hvors tveggja, að drekka og drekkja
áhyggjum sínuin í allskonar hugarvingli. Hann dreymdi
jafnvel um að verða keisari. Og er hann fær ekki að dansa
við Sólveigu í brúðkaupinu á Heggstöðum, drekkur hann
sig fullan, rænir brúðurinni og stekkur með hana til fjalls,
gamnar sér við stúlkurnar í seljunum og dreymir, að hann
’eigi að ganga að eiga dóttur Dofra kóngs. Upp úr þessum
hugarórum vaknar hann sem útlagi. Þá kemur Beygurinn
yfir hann og kennir honum að »beygja hjá«. Og þetta
gjörir hann einmitt, þegar Sólveig kemur til hans, þar sem
hann er að byggja kofann sinn; þá svíkur hann hana og
stelst á burt.
Þessi kafli er eitthvað það fegursta, sem Ibsen hefur ort,
og því stenzt ég ekki mátið að tilfæra nokkuð úr honum.