Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 164
Skirnir]
Jótland og Jótar.
157
víðu heiðaflákarnir á Miðjótlandi, með tíðbrá og móreykjar-
mekki; sandhólaásinn frá Skaga til Blaavandshuk; flæði-
löndin á Suðurjótlandi, rauðdröfnótt af stórgripum, og aust-
urströndin sunnan til, hlý og hlésæl eins og eydanskur
aldingarður.
* *
Svo sem ýms héruð Jótlands eru mjög ólík, svo er og
þegar að er gáð nokkur munur á fólkinu, bæði að ásýnd
og innræti. Kemur þetta heim við það, að þeir, er rann-
sakað hafa alþýðumálið, þykjast geta fært líkur fyrir því,
að sjálfstæðir og sérkennilegir kynflokkar hafi búið hver í
sínu héraðinu. í þessum hluta Danmerkur er fortíðin ekki
fjær en svo, að enn má finna vegi frá steinöld í heiðakjarr-
inu, og getur því menningar-arfur fólksins verið rammforn.
Þrátt fyrir slík blæbrigði er þó hvergi hreinna kyn á
Norðurlöndum en á Jótlandi, nema það sé í Svíþjóð. Það
á Jótland því að þakka, að það hefir verið tiltölulega af-
skekkt og örðugt aðkomu. í fornöld, þegar hafið og fljótin
voru þjóðbraut, en iandið torfærur, voru dönsku eyjarnar
mest undirorpnar árásum og innflutningi: af Vindum, af
þýzkum þjóðum, frá Hansastöðunum. Og mest mæddi þetta
á Kaupmannahöfn, er lá í þjóðbraut fyrir verzlun og sam-
göngur.
Jótlandi var ekki eins hætt. Að vestan, þeim megin
sem sambandið hefði átt að vera við stóru löndin í Vestur-
og Suður-Evrópu, var það óárennilegt eins og rándýr, er
setur upp kryppuna. Hafnirnar voru fáar, og sjaldan náðu
verzlunarskip lengra en til hinna syðri hafna, aðallega til
Rípa, en þaðan lá verzlunarleiðin austur um landið. Með
þeim hætti urðu dönsku eyjarnar í fornöld hinn þiggjandi
og þolandi hluti landsins.
Jótland varð aftur á móti veitandi og orkandi. Margir
herfræðingar halda, að Jótland um langt skeið á víkinga-
öldinni hafi verið víggirtar herstöðvar beggja megin Lima-
fjarðar, að norðan og sunnan. í þessum héruðum höfðu
hraustustu og hugprúðustu víkingar og foringjar þeirra
komið sér fyrir með konum og heimamönnum, til þess að