Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 168
Skirnir]
Jótland og Jótar.
161
Jóhannes V. Jensen skilur sumt í fari Jóta allra manna
bezt. —
Jacob Knudsen, annar józkur höfundur, hefir og oft
tekið þóttann til meðferðar.
Ekki minnkar þóttinn er sunnar dregur á Jótlandi, ef
trúa má sögu þeirri, er lögð er í munn kunnum stjórn-
málaforingja einum suðurjózkum (ekki H. P. Hanssen). Hon-
um á að hafa sagzt svo frá: »Mig dreymdi, að ég væri
kominn til himnaríkis. Þar sátu við borð guð faðir, Jesús
Kristur, heilagur andi og fleiri. Þegar ég kom inn úr dyr-
unum, stóð guð faðir upp, sneri sér að Jesú Kristi og sagði:
»Stattu upp drengur og lofaðu K. S. að setjast«.
í blöðunum má nálega dag hvern sjá vott þess, hve
Jótar meta sjálfa sig mikils, er vinnumaður eða vinnukona
auglýsir eftir vist og setur svo í svigum: Jóti. Það ber al-
drei við, að t. d. Fjónbúi setji slíka sviga sér til meðmæla.
IV.
Sérkenni íbúa hvers héraðs koma skýrast í Ijós hjá
bændunum. Þeir eru fastast tengdir við jörðina, og því
skal líta nokkru gjörr á álit józkra bænda á sjálfum sér.
í fornöld og framan af miðöldum voru danskir bændur hin-
ir virðulegustu, en svo kom niðurlægingin. En þeir hófu sig
aftur: 1788, 1849 og 1901, jafnt í einstaklingsefnum, stétt-
armálum og stjórnmálum. Innst inni hefir víst þótti þeirra
aldrei brostið.
Fyrrum var, og er ef til vill enn, nokkur tortryggni í
garð manna af öðrum státtum. Sérstaklega litu menn óvin-
gjarnlega og með nokkurri fyrirlitningu á menn, sem voru
af bændum komnir (farandsalar, smáiðnaðarmenn í stöðv-
arþorpunum o.s.frv.) en fóru að taka munninn fullan og
segja »jeg« þegar þeir töluðu um sjálfa sig. (Öðru máli
skifti um þá, sem ekki voru í bændastétt, svo sem prestar
og djáknar). Hið rétta fornafn 1. persónu var A.
Annað merki einkennir Jóta, sem finnur til þess að
hann er bóndi og vill sýna það. Það er svarta brjósthlífin.
Þó er hún ekki skylda. Það var Jens Busk þjóðþingsmað-
11