Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 150
Skirnir |
Misseristalið og tildrög þess.
143
þrítugnættuni mánuði og tunglmánuði munar eigi nema 4
dögum á 8 mánuðum; um svo lítinn mun mundu menn
eigi hafa hirt þá, enda varla tekið eftir honum. Ég hygg,
að þrítugnættu mánuðurnir hafi verið fundnir á þenna hátt
hér norður frá, alveg óháðir hinum rómversku mánuðum,
enda varla unnt að finna skynsamlegar ástæður fyrir því,
að menn hefðu hér tekið upp á því, að breyta öllum róm-
V' rsku mánuðunum í þrítugnátta mánuði.
Það er fyrst þegar skipulag komst á allvíðlent ríki, að
þörfin fyrir fastákveðið tímatal verður knýjandi, því að
menn gátu eigi ella mælt sér mót til þingfunda og annars
löngu fyrirfram. Sennilega hefir þessvegna eigi komizt fast
skipulag á misseristalið hér fyr en með þeim lögum, sem
Úlfljótur hafði út hingað. Og efniviðurinn i misseratalinu
hefir þá sennilega verið, annarsvegar viknatal sumarsins
og hinsvegar vetrarmánuðirnir þrítugnættir. Ef til vill hefir
verið eftir að ákveða lengd tveggja missera, en það hefir
verið fremur auðgert, því að hún varð að standa á heil-
um vikum. Tvö misseri urðu því 52 vikur, en þegar þeim
tíma var skift i þrítugnátta mánuði urðu 4 dagar umfram.
Þar af koma aukanæturnar.
Ýmislegt í misseratalinu verður skiljanlegra á þenna
hátt. Aukanæturnar máttu eigi koma inn á milli mánað-
anna, sem þekktir voru að fornu fari; þær voru því settar
sem lengst frá þeim, eða á miðju sumri. En þar sem aldrei
var talið í mánuðum um mitt sumarið, gætir þessara auka-
nátta ekki nema í reikningi, enda eru þær eigi nefndar
með nafni í neinu gömlu rími, sem ég liefi séð. Sumariö
varð, vegna viknatalsins, ávalt að koma sama vikudaginn,
og til þess var kjörinn, auðvitað, fimmtudagurinn — þórs-
dagurinn — sem allar germanskar þjóðir höfðu miklar
mætur á og sennilega hafa talið heillavænlegan fyrir upp-
haf athafnatímans. Sumarkoman var eigi nema að nokkru
leyti miðuð við veðráttuna, því að sumarkoman var í gamla
stíl fyrir miðjan apríl (9.—15.) og eru þá oft vetrarharð-
indi hér norður frá, en i suðlægari löndum, Þýzkalandi og
Englandi, þar sem hlýindin koma fyr, töldu menn sumar-