Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 220
Skirnir]
Hugvekja.
213
Nú eru komin önnur ílát, er hafa sína kosti og samsvara
betur nútíma kröfum, en þeir fáu askar, sem eftir eru, munu
nú flestir komnir í forngripa og skrautgripa tölu. Því veldur
mest formfegurð þeirra og þvi hafa þeir orðið fyrirmyndir
nýrra aska, er fengið hafa ný embætti, svo sem að vera
skrautgripir, tóbaksílát o. s. frv. Þessi saga endurtekst á
öllum sviðum menningarinnar. Sérstök þörf skapar sérstakt
form eða snið. Þörfin breytist, en formið varir og verður
til þess að fullnægja nýjum þörfum. Tiltekinn bragarháttur
er sérstakt form, sem nýtt efni, nýjar hugsanir, ný orð eru
feld í eftir þörfum hverrar aldar. Dróttkvætt var fyrst
háttur á konunga- og höfðingjakvæðum, en síðar voru
undir þeim hætti kveðnar drápur um Krist og helga menn,
auk allra lausavísnanna. Eða tökum alla rímnahættina. Ekk-
ert sýnir betur ástríðu þjóðar vorrar i því að glíma víð
formið og gera það svo fjölbreytt sem unt er. Og þó
að mikið af óþolandi hnoði hafi verið kveðið undir dýr-
ustu háttunum, þá hefir það alt sýnt hlýðni við hugsjón
formsins, skapað form og varðveitt, þangað til snillingarnir
komu og rendu gulli í hið hugvitsamlega mót. Form, hátt-
ur, lag hvers hlutar eða verks er geymanlegt, því að ein
kynslóð getur tekið það eftir annari. Þó að skipið fúni,
getur form þess eða lag færst yfir á nýtt skip, öld eftir
öld. Þó að kvæði gleymist, getur háttur þess geymst á
nýju kvæði. Og það þarf ekki einu sinni lil, að skip
geymi skipslagið eða kvæói háttinn. Svo nákvæmar reglur
má semja um lögun skips eða hátt kvæðis, að smíða megi
eftir þeim skipið eða yrkja kvæðið, þó að frummyndirnar
séu týndar og tröllum gefnar. Aðferð við hvert verk er
einskonar form eða lag eða háttur þess. Vér tölum um
göngulag, reiðlag, sláttulag, eða alment um vinnulag. Og
ef vér lítum á lög þjóðfélagsins, þá sjáum vér, að hér ber
enn að sama brunni. Þau eru ekki annað en reglur, sem
ákveða form fyrir breytni vora í tilteknum efnum.
Það er mikilsvert að gera sér ljóst, að formið, háttur-
inn, lagið á hverjum hlut eða verki er í eðli sínu geym-
anlegt, þó að efnið sundrist. Af öllum þeim mat, sem etinn