Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 165
158
Jótland og Jótar.
[Skírnir
halda með vorinu í víking til Englands, og ber enska þjóðin
hér og þar svip af þeim. Sérstaklega er það fólkið rétt
fyrir sunnan Limafjörðinn, er líkist þeim hluta Englendinga,
sem mótazt hafa af dönsku og normandisku kyni. Þar má
sjá kotbónda í léreftsbuxum, með hendurnar krepptar af
striti, en ljóst, lafandi yfirskeggið, langt og beinabert and-
litið og rólegt og festulegt fasið minnir á ættumgóðan
Englending.
Hinir józku hermenn og æfintýramenn veittu ekki nor-
rænu blóði aðeins til Englands og Normandí, heldur og til
stranda Miðjarðarhafsins, jafnvel til Afríku. Johannes V.
Jensen heldur því fram í hinum stórfelldu hugsmíðum
sínum, að nánar tiltekið hafi hreyfingin átt upptök sín í
Himmerlandi. Þaðan hafi komið hinir ólmu Cimbrar, er fóru
með ránum um frumskóga Þýzkalands, börðust við Róm-
verja og dreifðust um Suðurevrópu. Og til þeirra ætti að
rekja það, sem gotneskt er á Spáni. Jafnvel Kristófer Co-
lumbus, hinn mikli víkingur og æfintýramaður, ætti að vera
af norrænni ætt, og spönsku landvinningamennirnir að vera
blóminn af hinu gotneska kyni í landinu.
II.
Jótar eru hermenn, og með því að aðallinn fekk aldrei
þau völd á Jótlandi, sem hann fekk á Sjálandi, þá er það
skiljanlegt, að sjálfstæðistilfinningin stóð hátt hjá józkum
bændum. Knútur helgi fekk að kenna á því, er hann hafði
móðgað Vendilbúa og varð að flýja suður Jótland (í stað
þess að halda flota sínum til Englands), en bændur eltu
hann og náðu honum á Fjóni og drápu hann við altarið í
St. Albanskirkju í Óðinsvé. Og sjálfstæðisviljinn kom í ljós
í hinum tíðu józku bændauppreisnum á miðöldum, er Krist-
ófer af Bayern loks tókst að bæla niður með orustunui
við St. Jörgensbjerg, og höfðu þó bændur áður komið fram
blóðugri hefnd á sumum þeim, er verið höfðu þeim verstir.
í greifastríðinu áttu józkir bændur síðast sjálfstæðan
þátt, og fylgdu þá hinum alþýðlega konungi Kristjáni öðr-
um. Mættu þeir undir forustu Clements skipara riddaraliði