Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 145
138
Misseristalið og tildrög þess.
[Skirnir
og þá hve langt er liðið á tunglmánuðinn, því að útlit
tunglsins breytist dag frá degi. Sérstaklega taka menn eftir
því, er hið nýja tungl, nýið, sést fyrst. Það voru sjálfkjörin
tímamót. Flestar þjóðir, sem farið hafa eftir tunglmánuðum,
láta þá byrja með nýinu, kveikingunni. Um Rómverja er
það kunnugt, að þeir létu hrópa það um borg og bý, er
nýja tunglið sást, og er þaðan komið nafnið á upphafi mán-
aðanna, kalendæ (sbr. calo, ég kalla). Tunglmánuðurinn
nær þá frá kveikingu hins nýja tungls til næsta nýs.
Daganöfnin á Norðurlöndum eru skyld daganöfnum
Breta og Þjóðverja, og einnig mætti búast við því, að
tunglmánaðanöfn Engilsaxa og Norðurlandabúa væru svip-
uð, að minnsta kosti sum. Vér skulum því athuga, hvort
íslenzku mánaðanöfnin eru nokkuð skyld hinum engilsax-
nesku nöfnum.
Snorri Sturluson telur upp í skáldskaparmálum Eddu
mánuðina í þessari röð: Haustmánuður, gormánuður, frermán-
uður, hrútmánuðir, þorri, gói, einmánuðir, gaukmánuður og
sáðtíð, eggtíð og stekktið, sólmánuður og selmánuður, hey-
annir og síðast kornskurðarmánuður. Gera má ráð fyrir, þótt
Snorri segi það eigi beinlínis, að þetta eigi að vera upptalning
á íslenzku mánuðunum; það er vert að geta þess, að sú
skifting ársins í haust, vetur, vor og sumar, sem Edda getur
um, rétt áður en mánuðirnir eru taldir, á lítið eða ekkert
skylt við venjulegt íslenzkt misseratal.
Af mánaðanöfnum Snorra þekkjast aðeirs 5 úr öðrum
fornritum, sem sé, heyannir, gormánuður, þorri, gói og ein-
mánuður. Hinir koma hvergi fyrir svo að ég hafi orðið þess
var, og þó hefði verið nóg ástæða til að minnast þeirra,
að minnsta kosti í rímbókunum. Það er því auðsætt, að
nöfn þessi hafa verið mjög lítið notuð, auk þess eru þau
vel skiljanleg og dregin af veðráttufari, störfum eða ein-
hverju öðru, sem var sérkennilegt við þann mánuð. Nöín
þessi munu því eigi vera forn, og engar líkur til þess, að
þau hafi verið nöfn á fornum tunglmánuðum.
Af þeim 5 mánaðanöfnum, sem þá eru eftir, er hey-
annir alþekkt orð og merkir heyvinnutímann. í lagamálinu