Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 211
204
Menntamál Sovjet-Rússlands.
[Skirnir
þær leiðir stefndu í eina og sömu átt, til alræðisvalds ör-
eiganna og til Karls Marx!!! (Lenin: Konnnunistisk Bildning
och uppfostran. Sth. 1925).
Það er engan veginn Ijóst, hvað Lenin telur nýtt eða
ónýtt í hinum fornu skólafræðum. En víst er það, að um
eitt skeið tóku nokkrir ungir vísindamenn sig saman um
að gera endurskoðun á náttúruvísindunum »í anda Karls
Marx«. Þetta var þeim mun nauðsynlegra, sem Bolsjevíkar
ætluðu sér að setja náttúruvísindin i stað trúarbragðanna
og þess vegna varð að gjalda varhuga við, að engar
»idealistiskar« hugsjónir væru þar á slangri. »Hreinsun«
reynslu-vísindanna var þá talin alveg nauðsynlegur undir-
búningur, áður en byrjað væri að leggja undirstöður
að öreigamenningunni. Það er sagt, að Trotski einn hafi
varað fylgismenn sína við þessu tiltæki, en þó var hann
alls ekki fjarri þeirri hugsun, að stjórnarvöldin ættu að
hafa umsjón með reynsluvísindunum ekki síður en öðrum
fræðigreinum. Ókunnugt er mér um, hve langt þessar til-
raunir hafa verið reknar, — hvort hinir ungu vísindamenn
Bolsjevíka hafa gefizt upp við þær, eða þeim er haldið
áfram enn í dag. —
Auðvitað svifti Sovjet-stjórnin háskólana allri sjálf-
stjórn, gerbreytti kennslu-áætlunum þeirra, rak burt alla
tortryggilega kennara o. s. frv. En er hún hafði hreinsað
til á þann hátt, sem henni sýndist, tók hún að greiða götu
vinnulýðsins að háskólunum. Bolsjevíkar hafa drepið nið-
ur, rekið úr landi eða þrælkúgað alla hina borgaralegu
miðstétt, sem vitanlega hafði verið bezt menntuð allra
stétta hins gamla þjóðfélags. Nú hyggjast Bolsjevík-
ar að koma sér upp nýrri menntastétt, sem þeir geti
treyst til fulls, enda er þeim það hin mesta nauðsyn. Þeir
hafa því stofnað eins konar menntaskóla handa verka-
lýðnum. Inntökuskilyrðin eru þau ein, að nemandinn á
að vera læs, skrifandi og kunna fjórar höfuðgreinar
reiknings. Námsgreinarnar eru rússnesk tunga og bók-
menntir, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, landafræði og
menningarsaga. Ennfremur er þeim veitt tilsögn í kenning-