Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 157
150
Hreint mál.
[Skírnír
þreifað á, svo sem orð yfir heimspekileg hugtök og því-
umlíkt. Einmitt þar þarf hugsunin alls þess stuðnings, er
gagnsæ orð mega veita. Það er og segin saga, að mestu
moldviðrismenn heimspekinnar hafa jafnan mest veifað orð-
um, er klambrað hefur verið saman af grískum og latnesk-
um stofnum, í stað þess að hugsa á móðurmáli sínu. Mál
og hugsun þróast saman og lyftir hvort öðru. Þeir, sem
smiða sér orð úr efnivið móðurmálsins yfir þau hugtök,
sem ekki eru orð fyrir áður, þeir verða að skyggnast vel
um til þess að finna það sjónarmið, sem koma á fram í
orðinu. Það þarf miklu meira andlegt starf til þess, að
sníða hugsunum sínum sjálfur stakk eftir vexti, heldur en
til hins, að grípa orðin, sem koma tilbúin frá útlendri smiðju,
en því starfi fylgir aukið vald yfir hugsun og máli. En um
fjöldann allan af hugtökum, sem menn halda, að orð séu
ekki til yfir á islenzku, má hafa góð og gömul orð, með
því að beita þeim ögn öðru vísi en áður.
Tökum t. d. netto og brutto. Þau eru ítölsk. Netto
merkir hreinn og brutto óhreinn. Nú er netto alltaf þýtt
með hreinn á islenzku: hreinar tekjur, hreinn ágóði o. s.
frv., en yfir brutto hefur vantað orð, því að menn hafa
einhvernveginn ekki fengið sig til að segja: skitnar tekjur,
saurugur ágóði, óhreinn þungi o. s. frv. Það þurfti að finna
orð, er merkti sama og brutto, en væri ekki sjálft óhreint.
Slíkt orð er »vergur«; það merkir óhreinn, en hefur langa
hrið ekki verið notað. Nú er því rétt að taka það upp
fyrir brutto. Hreinn og vergur eru þá höfð í jafnóeiginlegri
merkingu í íslenzku og netto og brutto í ítölsku.
Sumir halda, að það spilli málinu að nota forn orð í
nýjum merkingum, en reynslan sýnir, að orð getur haft
einar tíu merkingar eða þaðan af fleiri, án þess að það
valdi neinum ruglingi. Merkingin sést hvert sinn af sam-
bandinu. Eins og með sömu hönd má taka margvíslegum
tökum, svo má og hafa sama orðið til að ná margvísleg-
um hugtökum. En það eru einmitt þessar margþættu merk-
ingar orðanna, er gefa hugsuninni fjölbreytni og fjör, undir-