Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 186
Skírnir]
Púðursamsæri Guy Fawkes 1605.
179
próf yfir honum fyrir leyndarráðinu, og skal nú sagt nokkuð
gerr frá honum.
Garnet var Englendingur, en óljóst er, hvenær hann er
fæddur. Skólafræðslu naut hann í Winchester og 1575 tók
hann prestsvígslu og gerðist Jesúíti. Svo sem kunnugt er,
hafði enska þingið 1584 bannað öllum Jesúítum og öllum
kaþólskum prestum landsvist. Þrátt fyrir þetta bann fór
Garnet 1586 til Englands og sýndi þar með hugrekki og
trú á hið góða málefni sitt. Hér þarf ekki að lýsa herferð
Philips Spánarkonungs á hendur Elízabet (Armadan mikla),
þó að tveir irskir biskupar legðu þar á ráðin, bæði af
því, að ekki er sannað, að Garnet ætti þar hlut að máli,
og að ekki verður séð, að írum bæri skylda til að sýna
Englakonungi neina hollustu, en eftirtektarvert er það,
að sama ár, sem Spánarfloti kemur til Englands, var
Garnet gerður að yfirmanni enskra Jesúíta (provincial).
Eftir að Garnet kom til Englands er margt, sem bendir til
þess, að kaþólskar tilraunir til að losna undan oki mót-
mælenda magnist, sem ekki er nema lofsvert, en hinsvegar
er nú beitt aðferðum, sem engum góðum kaþólskum manni
eða mótmælanda geta fallið í geð. Á árunum 1588—1592
reyndi Patrick nokkur Cullen að staðaldri að ráða Elíza-
bet bana, og var það að undirlagi Jesúítans Hall, sem
lika nefndist Oldcorne og var nákominn séra Garnet; var
hann síðar handsamaður. Um sama leyti birtist rit með
fyrirsögninni »Philopater«, sem mælti slíku athæfi bót, og
var það eftir enskan Jesúíta, séra Creswell, er hafðist við
á Spáni. Hafði Cullen fengið hjá Hall aflausn fyrirfram
og yfirlýsingu þess efnis, að athæfi hans væri lofsvert.
1594 komu þeir Williams og York til Englands til að
ráða drottningu bana; voru þeir með sama hætti og
sömu aflausn sendir til Englands af Jesúítanum Hall, og
°S fylgdi þeim lofrit, sem Parson, enskur Jesúíti, yfirmaður
brezka Jesúítaskólans í Róm, hafði samið, undir dulnefninu
Doleman. Árið 1597 kom Squire nokkur frá Spáni til að
ráða drottningu bana á eitri. Var sú ferð gerð að undir-
lagi ensks Jesúíta, er hét Walpole og átti heima á Spáni.
12*