Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 196
Skírnir]
Menntamál Sovjet-Rússlands.
189
ekki lengí að átta sig á eðli allrar andlegrar framleiðslu.
Um skáldgáfuna fluttu þeir t. d. þá kenningu, að það
væri hin mesta fásinna, að hún streymdi ósjálfrátt frá
leyndum lindurn sálarlífsins. Hún væri í raun og veru alls
ekki til, heldur væri allur skáldskapur háður lögmálum
líkamlegs og vélræns eðlis, sem reiknuð yrðu út og unnt
væri að stjórna að vild. Sama óðinn þuldu þeir um allar
aðrar listagáfur, hverrar tegundar sem væru. Af þessari
kenningu þeirra hafa sprottið hinir fáránlegustu ávextir, og
er því miður ekki hægt að ræða það furðulega tnál sem
skyldi í þessari stuttu ritgerð. »Áhlaupasveitir listabyltingar-
innar« hafa hamazt að hinni fornu list og bókmenntum
með öskrandi ofstæki, dæmt þær dauðar og ómerkar, en
hitt hefir misheppnazt hraklega, að skapa nýja orðlist, eða
nýja myndlist, sönghst og húsgerðarlist. Eitt kemur öllum
Bolsjevíkum saman um, að hinar nýju listir eigi að þjóna
stjórnmálastefnu þeirra, eins og þrællinn húsbóndanum,
eða eins og allar listir þjónuðu kirkjunni á miðöldum. En
kirkjan hafði þau frjómögn í sér, að dásamlegar listir uxu
upp í skjóli hennar, en tilraunir Bolsjevíka til þess að knýja
fram nýjar listir með valdboði hafa vitanlega orðið árangurs-
lausar, enda flestar þeirra svo ofboðslega afkáralegar, að
firnum sætir. Um kveðskap hefír t. d. þessi kenning verið
flutt: »Kvæði er ekki samgróin heild, heldur safn af mynd-
um, og má fjarlægja hverja þeirra, sem vill, en setja t. d.
tuttugu nýjar í staðinn. Heildar-útkoman verður því að
eins fögur, að hver eining sé fullkomin. Það á að vera
jafnauðvelt að lesa hverja góða bók aftur á bak sem
áfram« o. s. frv. Kveðskapur er ekkert annað en »orða-
blöndun (Woi'tchemie) og málsnilld ekkert annað en »orða-
blöndun hins vísindalega menntaða öreigalýðs«. Þeir
Demjan Bednji og Majakowski hafa orðið einna nafn-
frægastir af hirðskáldum Bolsjevíka, og er sagt að þeir
hafi haft allmikil áhrif á lýðinn meðan orrahríðin var
sem áköfust á árunum 1918—1920. í kvæðum þeirra ólm-
ast blint, vitstola hatur, svo að blóð drýpur af hverju orði.
Eg hefi lesið nokkur kvæði þeirra í þýzkum þýðingum.