Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 67
60
Framtiðarhorfur Austurríkis.
[Skirnir
höfðu, voru sýknaðir, með því að dómendur litu svo á,
að hér hefði verið um sjálfsvörn að ræða. Dómurinn var
kveðinn upp 14. júlí 1927.
Fregn þessi barst þegar út meðal lýðsins og olli
ákafri æsingu. Að morgni næsta dags, 15. júlí, neituðu
menn að fara til vinnu sinnar og hópuðust saman á stræt-
um úti. Dóminum átti að mótmæla með harðsnúinni kröfu-
göngu, því að alþýðumenn töldu hann hlutdrægan og
ranglátan.
Ég var á leið til háskólans þennan morgun, eins og
ég var vanur, og tók ég í fyrstu ekki eftir neinu nýstár-
legu. En er ég kom niður á Hring, þ. e. götuna, sem lykur
um miðhluta borgarinnar, varð ég var við, að menn þyrpt-
ust saman. Þegar ég loks kom að háskólanum, heyrði ég
fyrstu skotin dynja frá kröfugöngumönnum og sá riddara-
lögreglu þeysa inn í þyrpinguna. Lögreglan reyndi fyrst að
stilla til friðar með brugðnum sverðum. En er fleiri skot
kváðu við, þá drógu lögreglumenn upp skammbyssur og
skothríðin skall á frá báðum hliðum.
Ennþá leit út fyrir, að hægt væri að afstýra meiri
manndrápum. En stærri og stærri hópar verkamanna yfir-
gáfu vinnu sína, og þegar þeir fréttu, að skothríð væri
hafin í miðhluta borgarinnar, þá gripu allir til vopna þeirra,
sem voru fyrir höndum, og varð brátt ógerningur að hefta
uppþotið, enda komst það samstundis í algleyming.
Ofsi múgsins beindist fyrst og fremst gegn dómhöll-
inni, því að menn héldu, að þar hefði málið verið til með-
ferðar og að dómarar þeir, sem sýknað hefðu morðingjana,
héldu sig þar enn. (En um málið hafði verið fjallað í
höll hæstaréttar).
Árás var gerð á dómhöllina, en dyrnar voru sterkar,
svo að ekki tókst að brjóta þær upp. í dómhöllinni voru
20 lögregluþjónar lokaðir inni til þess að verja húsið. Nú
heppnaðist nokkrum djörfum mönnum úr liði árásarmanna
að komast inn um glugga. Þeir kveiktu óðar í húsinu og
að stundarfjórðungi liðnum stóð þessi risahöll í björtu báli.
Múgurinn varnaði brunaliðinu, sein kallað hafði verið til