Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 147
140
Misseristalið og tildrög þess.
[Skirnir
í Bókarbót eru ennfremur nefndir þessir mánuðir: Ýlir
(frermán. Sn Ed.) og mörsugur (hrútmán. Sn. Ed.). Nafnið
mörsugur virðist auðskilið og er tæpast mjög fornt. Ýlir
er hinsvegar torskildara. í æsku heyrði ég þá skýringu, að
þá heyrðist fyrst í ýlustráunum; getur verið, að skýring þessi
sé úr bókum höfð, þótt ég hafi eigi rekizt á hana, en eigi
þykir mér hún sennileg. Þá felli ég mig betur við skýr-
ingu, sem ég hefi fyrst séð hjá Gísla Brynjólfssyni, að Ýlir
sé sama orðið sem hið engilsaxneska mánaðarnafn Giuli,
sem Beda nefnir. Ýlir og fyrri Giuli voru nokkurn veginn
á sama tíma. Ýlir væri þá fornt heiti á tunglmánuði.
Rímbegla nefnir ennþá einn íslenzkan mánuð, jólmánuð
(Alfræði ísl. II, bls. 169), og kom hann næst á eftir Ýli.
Nafnið í þessari mynd þarf eigi að vera fornt, getur verið
dregið af jólum í kristnum sið, sem voru í þessum mán-
uði. En flestir munu sammála um það, að jól og Giuli hjá
Beda sé sama orðið. Beda leíðir nafnið af sólhvörfunum,
og þá ætti orðið jól að vera skylt hjól og hvel, en ann-
ars eru ýmsar skýringar á uppruna þessara orða. En hvað
um það, sennilegast er, að jól hafi fyrrum eins og Giuli
verið heiti á tunglmánuði.
Nafnið tvímánuður hefir verið skýrt á ýmsa vegu.
Jón Sigurðsson hélt því fram, að íslenzka árið hefði byrjað
á miðju sumri og tvímánuður hefði dregið nafnið af því, að
hann var annar mánuður í því ári. Skýring þessi mun
naumast rétt. Miklu þykir mér sennilegri skýring Páls lög-
manns Vídalíns í Fornyrðum lögbókar, að tvímánuður héti
svo, af því að þá væru tveir mánuðir til vetrar, þetta væri
í samræmi við skýringuna á einmánuði, og þessari skýringu
heldur Bilfinger fram í Das altn. Jahr.
Ef það er viðurkennt, að jól og jafnvel ýlir séu af sömu
rót runnin og Giuli eða Geola, mætti búast við því, að fleiri
engilsaxnesk mánaðanöfn hefðu þekkst hér norðurfrá. Og
mér þykir sennilegast, að Líða-mánuðir Engilsaxa hafi
þekkst hér og komi nafnið fram í »leið«. Leiðin eða leiðar-
þingið var haldið hér eftir mitt sumar og í síðasta lagi
snemma í tvímánuði. Líða-mánuðirnir voru 2 fstundum 3)