Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 37
30
Samþróun likama og sálar.
ISkírnir
fyrir tilstilli sömu magnkirtla hefur kerfi þetta átt dásam-
legan þátt í andlegum og líkamlegum þroska mannsins. —
Og allir kannast við það, að eðlishvatir þær, sem tengdar
eru sjálfum starfsþáttum frjókerfisins, tímgunarhvötin og
móðurhvötin, geta gjörbreytzt svo fyrir tengdir við æðri
heilasvið, að þær snúizt upp í tvær hinar fjölþættustu og
göfugustu kenndir mannlegrar sálar, ástina og móðurástina.
Að þessu leyti er frjókerfið gjörólíkt bæði meltingar-
kerfinu og hreyfikerfinu. Meliingarkerfið er enn á stigi hreinna
eðlishvata, — það er þvi hið þroskaminnsta og frum-
stæðasta starfskerfi mannsins. Hefur það og sennilega
eigi átt mikinn beinlínis þátt í heilaþróun lífveranna. —
Hreyfikerfið þar á mót vex von bráðar upp úr eðlishvöt-
um sínum og gjörizt viljaháð kerfi. Er enginn vafi á því,
að þetta kerfi hefur átt allmikinn þátt í heilaþroskun manns-
ins, með því að mynda afleiddar, samhæfðar stnrfsdeildir,
en til þeirra svara og þroskaðri og víðtækari heilasvið en
ella. Hefur raun borið vitni um, að hjá öpum er heila-
petti handarinnar þegar skift í höfuðsvið með mörgum
undirdeildum. Og hvað eru þó störf apahandarinnar í
samanburði við störf mannshandarinnar!
í doktorsriti mínu hef ég aðeins gjört grein fyrir sam-
hæfingu starfsdeilda og eðlishvata hjá þessum þrem starfs-
kerfum. — En þegar ég var gengin úr skugga um, að öll
þessi kerfi væru gjörð úr fleiri eða færri starfsþáttum, er
hvor um sig ætti sitt líkamlega einstaklingseðli og sína
eðlishvöt, þá fannst mér afar sennilegt, að allur líkami
vor væri byggður á svipaðan hátt. En nú þarf að sýna
fram á, hvort svo sé eða eigi um skynvit vor og um heila
vorn o: þá hluta hans, sem eigi eru tengdir starfsdeildum
hinna þriggja umræddu kerfa. — Því að þar sýna rannsóknir
lífeðlisfræðinga, að hver starfsdeild á sinn heila
þátt — er líkams-heila-deild. — Er það ætlun mín, ef
unnt verður, að fullgjöra það sem ég þegar á hálfgjört í
þessa átt.
Þá er og enn ógert, að sýna fram á, fyrir hvaða þróun-