Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 184
Skirnir] Púðursamsæri Guy Fawkes 1605. 177
einn sarasærismanna, Thomas Percy, ekki seinn að festa
leigu á kjallaranum. Úr því gekk allt eins og í sögu. Kol-
um og kurlviði var komið íyrir í þinghússkjallaranum, og
púðurtunnum innan um eldsneytið. Hefði nú allt farið að
vonum, ef einn samsærismanna hefði ekki ritað Mounteagle
lávarði bréfið, sein getið hefir verið um, svo að allt komst
upp. Var álitið, að það væri Francis nokkur Tresham, sem
lézt í fangelsinu áður en dómur gengi. 5. nóvember höfðu
nokkrir samsærismanna komið saman í Dunchurcii og lát-
izt ætla þar á dýraveiðar, en þó verið þar í þeim erinda-
gerðum, að handsama Elizabet konungsdóttur. En að morgni
sama dags hafði samsærisfréttin flogið um London, og
auðvitað lika til þeirra samsærismanna, sem ekki hafði
enn komizt upp um, og flýðu þá um morguninn fimm
þeirra út til Dunchurch. Það var ekki heldur seinna vænna,
því að daginn eftir, 6. nóv., var Guy Fawkes píndur til
sagna og ljóstaði hann upp nöfnum samsærismanna og
allri fyrirætlan þeirra. Reyndu flóttamennirnir í Dunchurch,
er allt var farið svona út uin þúfur, að safna að sér ka-
þólskum mönnum tii varnar og jafnvel að koma af stað
kaþólskri uppreisn í Wales. En það mistókst allt, svo að
þeir náðu ekki saman nema um 100 manns, og flýðu þeir
með þeim til Holbeach 6. nóv. og bjuggust þar fyrir. Var
nú gerð atlaga að þeim og vörðust þeir frækilega, en þá
reyndist tilviljunin gamansöm, sem oftar, og var þó gamanið
ekki græzkulaust. Það kviknaði í púðri, sem í húsinu var,
er þeir vörðust úr, og flaug mikill hluti þess í loft upp.
Vörðust þeir enn um stund og féllu þá sumir, en hinir
voru gripnir. Aðrir samsærismenn höfðu allir verið hand-
samaðir í Lundúnum.
9. nóv. setti konungur þingið, þótt ekki tæki það til
starfa fyrri en 21. jan. 1606. í ræðu sinni við það tækifæri
kvaðst konungur viss um, að það væru ekki kaþólskir
menn á Englandi sem heild, sem valdir væru að glæpnum,
heldur einstakir, örfáir ofstækisfullir menn. Og þetta var
satt, eins og síðar verður á vikið.
27. janúar 1606 voru þeir átta aðalmennirnir, sem
12