Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 197
190
Menntamál Sovjet-Rússlands.
[Skírnir
Þau eru öll rímlaus, svo að óhætt ætti að vera að treysta
því, að efni þeirra sé ekki brjálað í þýðingunum, hvernig
sem þær kunna að hafa tekizt að öðru leyti. Hér fer á
eftir eitt kvæðisbrot eftir Demjan Bednji í íslenzkri þýðingu:
Upp! Upp! Þú þjóð, þú hefnir heimslífs kvala!
Vakna! Rís upp, og dreptu, dreptu, dreptu!
Dreptu nú alla, alla þjóðníðinga!
Ránvarginn, sem að rændi voru brauði!
Ránvarginn, sem að rændi voru brauði!
Öreigalýður! merðu hörðum hnefum
höfuðlygina sjálfa: guð á himnum!
Nú kveður þú upp örlögdóma aleinn!
Öreigalýður! frjáls ertu, frjáls!!!
Aldarlok eru nú, höfðingjar, aldarlok!
Rís upp lýður! Lýs sigri þinum!
Áfram! Sigur! Af stað, af stað!
Áfram! Lát skot fylgja skoti! .
En brátt tóku Bolsjevíkar að sjá sig um hönd og líta
þessi skáld fremur óhýru auga. Var þeíta i samræmi við
sameignarstefnuna, að einstakir menn yrktu kvæði eða
gæfu út bækur eftir sjálfa sig? Átti þá samvinnan og
saineignin ekki sama rétt á sér á andlegum sviðum sem
annarsstaðar? Skáldskapur og listir áttu auðvitað að verða
sameignarfyrirtæki svo sem allt annað! Og brátt spruttu
upp orðasmiðjur (Laboratoria) þar sem margir orð-blöndu-
fræðingar (Wortchemiker) lögðu saman í samvinnu-skáld-
skap, og má nærri geta, hvilíkur árangurinn hefir orðið
af þeim iðnaði. í rússneskuin almanökum kvað nú vera
fjöldi kvæða, sem undirrituð eru t. d.: Flokkur 32 skálda,
Flokkur 14 skálda, Skáldaflokkur þorpsins Rjasan o. s. frv.
Þá voru og stofnaðir skólar til þess að ala upp skáld og
rithöfunda alls konar. Einna nafkunnastur varð Brjussoff■
skólinn. Eftir eins árs starf útskrifuðust þaðan 36 skáld.
Mikill hluti Bolsjevíka afneitar blátt áfram þeim „borgara-
lega hleypidómi", að einn einstaklingur hafi nokkra
verulega yfirburði fram yfir hina. Allir geti lœrt allt, og