Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 173
166
Jótland og Jótar.
[Skírnir
og öfgalausar umræður um hitt og þetta. En það er ekki
neitt mas út í bláinn. Það er þvert á móti vísindi, þar sem
fylgja verður ákveðnum lögutu, eða ef til vill væri réttara
að orði kveðið, að það sé list. Ekki má sýna neina ósæmi-
lega og ruddalega forvitni utn hluti, er manni koma ekki
við; engu að siður á maður eftir mætti að komast á snoðir
um, hvernig málinu er varið, og jafnframt helzt vita utn
skoðun þess, sem maður talar við. Auðvitað verður að
ræða vandlega hag náungans, einkum síðustu viðburði; en
strangir dómar eru ekki felldir; í mesta lagi látnar í ljósi
varlegar hugleiðingar: »Maður skyldi ætla, að..............«
Engu að síður er greitt vel og vandlega úr málunum. Og
efnin verður að taka fyrir í skynsamlegri röð, svo að hvað
tengist öðru á eðlilegan hátt — alveg þangað til síðast,
er samtalið fær svo eðlilegan enda, að bein kveðja ætti
illa við; síðasta tilsvarið er síðasti tónninn í samhljómnum.
En Jótar eru ekki opinskáir. Meðan þeir skrafa, hlusta
þeir og athuga. — Og menn segja józkum manni því frem-
ur skoðun sína, sem hann er barnslegur, eða að minnsta
kosti virðist vera það.
Stundum er Jótum líka borið á brýn, að þeir séu
»loðnir« (þ. e. tvíræðir í tilsvörum). Það má vel vera, að
þeir tali ekki allt of ljóst og blátt áfram, þegar þeir, sem
þeir eiga við, eru að reyna að veiða þá, t. d. í stjórnmál-
um. En annars segja prestar, kennarar og aðrir embættis-
menn, er þekkja jafnt Eydani sem Jóta, að Jótar láti skoð-
un sína hreint og beint uppi, er þeir hafa athugað gæti-
lega um stund, en það séu Eydanir, sérstaklega Sjálend-
ingar, ekki gjarnir á, hve vel sem þeir annars þekki þann,
sem þeir eiga við.
* *
*
Jafnframt því, að Jótar eru barnslegir, er þeim oftast
gefin róleg íhugun eða forsjá. Megi trúa sumum lýsingum
á enskum hugsunarhætti, þá líkjast Jótar í þessu sem mörgu
öðru frændum sínnm fyrir handan Norðursjó. Þar sem Þjóð-
verjar álitu t. d. annan eins mann og Edward Grey fullan
af illsku og undirhyggju, þykjast þeir, er þekktu hann, vita,