Valsblaðið - 24.12.1970, Qupperneq 4
2
VALSBLAÐIÐ
Það var dýrleg stund er Frelsarinn fœddist.
SiSan hafa milljónir manna meSal hverrar
kynsloöar kornið hljóðlega til hans, þegar
dimmt var í huga, til dð öðlast frið — til að
eignast Ijós og kraft til að bera lífsbyrðarnar,
sem oft verða svo þungar og erfiðar, — og koma
þeir enn.
Enn kveikja menn jólaljós viðsvegar á jörðu.
Enn lifir í brjóstum þeirra djúp þrá eftir feg-
urri og betri heimi.
Ennþá berst hin undursamlega rödd hans til
allra, ungra sem gamalla: „Hver, sem fylgir
mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa
lífsins ljós“.
V er sigurmerki kristinna manna. V er einnig
fyrsti stafur á orðinu Valur.
Mœttu allir Valsmenn og unnendur félags-
ins sameinast á þessari hátíð við jötu jólabarns-
ins og fá nýjan kraft og nýja djörfung, — fram
til sigurs í innra og ytra skilningi.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.
ForsíÖumyndin
Islandsmeistarar í knatt-
spyrnu 1970, 5. fl. A.
Það er oft nokkuð erfitt að velja
mynd á forsíðu blaðsins, því mörg
sjónarmið koma til og mat á því,
sem gerzt hefur á árinu. Það þykir
alltaf nokkur heiðurssess að vera
settur á forsíðu, og því verður sá eða
þeir að hafa unnið sér mikið til ágæt-
is, til að komast þangað. Erfiðleik-
arnir eru mestir, þegar margir eða
fleiri en einn hafa staðið sig það vel
að vera taldir þess verðugir að
skreyta forsíðuna. Að þessu sinni var
sannarlega um fleiri en einn að ræða
sem hafa unnið til þess heiðurs og
koma þá fyrst til íslandsmeistararnir
í handknattleik úti.
Það var vel af sér vikið að stöðva
14 ára sigurgöngu hinna ágætu F.H.-
inga, sem í lengri tíma hefur blandað
sér í baráttuna um efsta sætið en
nokkurt annað félag hér á landi. I
annan stað voru það F.H.-ingar, sem
unnu þennan titil af Val fyrir 14 ár-
um.
í fyrra var þessi sami flokkur á
forsíðunni með mikið til sömu mönn-
um og sannar þetta raunar góða
frammistöðu flokksins að undan-
förnu, sem við getum verið hreyk-
in af.
Meistaraflokkur kvenna kom einn-
ig til greina með þrjú unnin mót á
árinu, sem var góð frammistaða.
Þriðji aðilinn, sem til greina kom,
voru íslandsmeistarar Vals í fimmta
flokki, og þegar betur er að gætt eru
það einu Islandsmeistararnir í hin-
um eiginlegu íslandsmótum (Bikar-
keppnin ekki meðtalin), sem voru úr
Reykjavík.
Allir aðrir meistaratitlar fóru út
á land, og voru Vestmannaeyingar
þar ágengastir.
Fyrir 20 árum eða svo, var það
viðburður ef sigurvegara í íslands-
mótum var að finna utan Reykjavík-
ur. Nú hefur þetta snúizt alveg við,
aðeins einn bikar varð eftir í Reykja-
vík í sumar.
Okkur fannst því verðugt að setja
5. flokkinn á heiðursstaðinn í blað-
inu, sem nokkurt þakklæti fyrir að
hafa í þessum flokki haldið uppi
heiðri Reykjavíkur og Vals auðvitað.
Nöfn þessara ágætu meistara eins
og þeir eru á myndinni:
Fremri röð frá vinstri: Ásmund-
ur P. Ásmundsson, Hilmar Harðar-
son, Hörður Harðarson, Pétur G.
Ormslev fyrirliði, Sævar Jónsson, AI-
bert Guðmundsson, Gunnar Finn-
björnsson. Aftari röð frá vinstri:
Björn Hafsteinsson þjálfari, Magnús
Erlingsson, Brynjar Níelsson, Ingólf-
ur Kristjánsson, Friðrik Egilsson,
Guðmundur Ásgeirsson, Hilmar Hilm-
arsson, Rafn Sigurðsson, Hafsteinn
Andrésson, Guðmundur Kjartansson,
Róbert Jónsson þjálfari.
Hátíðahöld í sambandi
við 60 ára afmœli Vals
Sem kunnugt er verður Valur 60 ára
á næsta ári eða nánar til tekið 11 maí.
Af þessu tilefni hefur félagið og deildir
þess ákveðið að gera sér svolítinn daga-
mun, og efna til afmælismóta í þeim
greinum, sem félagið hefur á stefnuskrá
sinni. Hafa deildirnar gert sér nokkra
grein fyrir þessu, þó enn sé ekki hægt
að tímasetja neitt nákvæmlega i þeim
greinum, sem tilskilin leyfi verða að vera
fyrir hendi, um hús, velli og tíma. Fer
hér á eftir það, sem deildirnar hafa
helzt látið sér detta í hug um slík há-
tíðahöld:
Skíðadeildin: Innanfélagsmót sem fram
færi á Páskadag, við Skíðaskála Vals.
Badminton: Komið verði á móti í fyrsta
fl. og í yngri flokkunum, og ennfremur
innanfélagsmóti í febrúar og marz.
Handknattleiksdeildin: Efnt verði til
Hraðmóts í meistarafl. karla og kvenna í
marz, og í yngri flokkunum um svipað
leyti. Heimsókn næsta haust yrði þáttur
í þessum hátíðahöldum.
Köriuknattleiksdeildin: Unnið er að
því að koma af stað hraðmóti fyrir meist-
araflokk, og skjóta þar inn leikjum í
fyrsta flokki, öðrum og þriðja. Áhugi
er og á að koma af stað móti fyrir
„minni boIta“.
Knattspyrnudeildin: Rætt hefur verið
um að koma á hraðkeppni innanhúss fyrir
meistaraflokk. Þegar líður á veturinn.
Afmælisleik í maí í meistaraflokki og
afmælisleiki í hinum ýmsu flokkum og
sveitum yngri flokkanna.
Heimsókn Brumunddalen IL. í öðrum
flokki (Noregsmeistarar) falli inn í þenn-
an hátíðaramma, en gert er ráð fyrir að
þeir komi hingað í júní—júlí.
Stjórn félagsins hefur ákveðið að efna
til mikils hófs í sambandi við afmælið,
og mun það verða í marz n. k., ef allt
fer að óskum.
Þá er gert ráð fyrir að 11. maí verði
„opið hús“ að Hlíðarenda, svipað og ver-
ið hefur.
Áætlað er að afmælisblað komi út í
lok ársins.
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR
Óskar öllum félögum sínum, vinum og lceppinautum
gleðilegra jóla og farsœls komandi árs.
Hittumst heil á nýju ári í leilc og sparfi fyrir hugsjón
íþróttahreyfingarinnar.
___________________________________________________________