Valsblaðið - 24.12.1970, Side 5

Valsblaðið - 24.12.1970, Side 5
VALSBLAÐIÐ 3 - STARFIÐ ER MARGT - IJr skýrslu aðalstjórnar í eftirfarandi greinargerð er drep- ið á ýmis atriði í félagsmálum Vals og meginþætti á útlíðandi kjörtíma- bili, sem aðalstjórnin hefur látið sig skipta sérstaklega. En sú stjórn, sem senn skilar af sér störfum, var kjörin á aðalfundi félagsins, sem haldinn var 8. apríl s.l. og var skipan hennar þannig: Formaður Þórður Þorkelsson, Þór- arinn Eyþórsson varaformaður, Ein- ar Björnsson ritari, Friðjón Frið- jónsson gjaldkeri, Jón Kristjánsson bréfritari. Auk hinna kjörnu stjórn- armeðlima, eiga lögum samkvæmt sæti í stjórninni, formenn deilda. Karl Jeppesen form. Knattspyrnu- deildar, Guðmundur Frímannsson formaður Handknattleiksdeildar, for- maður Badmintondeildar Sigurður Tryggvason, formaður Skíðadeildar Stefán Hallgrímsson. Varamenn voru kjörnir á aðalfundi, þeir: Bergur Guðnason og Sigurður Guðmunds- son. Svo sem getið var í skýrslu aðal- stjórnar s.l. ár, var stækkun lands- ins að Hlíðarenda eitt meginmál stjórnarinnar þá. Lausn þessa máls er enn ekki fyrir hendi en núverandi stjórn hefur unnið að henni af full- um krafti, m. a. viðræðum við þar að eigandi borgarstarfsmenn, eink- um þó borgarverkfræðing. En við hann áttu viðræður f. h. Vals for- maðurinn og fyrrv. formaður Ægir Ferdínandsson, en málið bar fyrst á góma í stjórnartíð hans. Þá ræddi formaður og við íþróttafulltrúa rík- isins um málið. Samþykkt var að fá Guðm. Kr. Guðmundsson arkitekt til að skipuleggja svæði Vals og gæta hagsmuna félagsins í sambandi við stækkun félagssvæðisins. Getraunastarfsemin hélt áfram á árinu með svipuðu fyrirkomulagi og áður. Samkvæmt upplýsingum munu tekjur Getraunanna hafa orðið frá 1. maí 1969 til 31. maí 1970 um 20 milljónir en sala Vals um % milljón króna að frádregnum sölulaunum. Trúnaðarmaður Vals í sambandi við Getraunirnar var Friðjón Friðjóns- son. Deildir félagsins önnuðust sölu seðlanna, hver um sig og hlutu ágóða í samræmi við söluna, hverju sinni. Á árinu sendi stjórnin út skrá til félaganna um þau fyrirtæki sem tekið hafa að sér umboð fyrir Val í sambandi við getraunirnar, en þau eru nær 50 talsins. Svo sem venja hefur verið um ára- bil, var „opið hús“ að Hlíðarenda hinn 11. maí á stofndegi Vals. Að þessu sinni komu þar á annajð hundr- að gestir á tímabilinu frá kl. 4—6 e. h. bæði félagar Vals og annarra fé- laga í borginni svo og formenn heild- arsamtaka íþróttahreyfingarinnar, m. a. formaður KSÍ o. fl. Þórður Þor- kelsson formaður Vals bauð gesti velkomna með ræðu, og minntist sér- staklega Jóhanns Eyjólfssonar fyrrv. formanns og starfa hans fyrir Val, en hann átti nýlega 50 ára afmæli á s.l. ári og af því tilefni sæmdi hann Jóhann gullhnöppum Vals, með merki félagsins. Á árinu var efnt til Valsdags, og er þetta í þriðja sinni, sem það er gert. Var dagurinn haldinn hátíðleg- ur hinn 16. ágúst og með svipuðu sniði og áður. Veður var gott og margt manna lagði leið sína að Hlíð- arenda þenna dag. Formaður setti hátíðina með ræðu. Á öðrum stað í blaðinu er skýrt nánar bæði í máli og myndum frá deginum. Nefndin, sem sá um „daginn" var þannig skip- uð: Jón Kristjánsson formaður, Frí- mann Helgason, Karl Jeppesen, Guð- mundur Frímannsson, Þorvaldur Jón- asson, Stefán Árnason og Sigurður Marelsson. Á árinu sá loks dagsins ljós marg- umræddur bæklingur um starfsemi Vals og kom hann út svo sem ætlað var, á dönsku og ensku. Er þetta gert fyrst og fremst þeim til hagræðis, sem sjá um að svara erlendum fyr- irspurnir um félagið. Einar Björns- son og Jón Kristjánsson sáu um út- gáfuna, sem er hin snyrtilegasta og Val til sóma, svo sem vera ber. Um gang mála í sambandi við knatt- spyrnuna og handknattleikinn vísast til skýrslu þessara deilda. En þess skal getið að eitt íslandsmót vannst og var það 5. fl. Vals, sem þar sigr- aði og var þetta eina íslandsmótið í knattspyrnu, sem Reykjavíkurfélög- in unnu á árinu. En í handknattleik sigruðu meistaraflokkar karla og kvenna sjöunda árið í röð. Samsæti fyrir sigurvegarana var haldið eftir leikina að Hlíðarenda. Formaður Skíðadeildar Stefán Hallgrímsson upplýsti að til stæði að byggja skíðalyftur í námunda við skíðaskála félaganna. Er það Skíða- ráð Reykjavíkur, sem frumkvæði mun hafa að þessu. Áætlað er að kostnaður við þetta verði um 250 þús- und krónur. Borgin myndi ábyrgjast lán hér að lútandi. Samþykkt var að athuga um möguleika Vals til að fá eina slíka lyftu við skála sinn. Var hér um 6 lyftur að ræða sem borgin ábyrgðist. Er til kom var svo lyftum þessum úthlutað tveimur á hvert hinna þriggja félaga, KR, lR og Ár- manns. Samþykkt var að formaður og ritari ættu viðræður við borgar- stjóra um mál þetta og var svo gert. Tók borgarstjóri mjög vinsamlega í málaleitan Vals, en taldi sig alls ókunnan málinu og var honum tjáð það, að Valsmenn tækju það óstinnt upp að vera þannig afskiptir, eins og allt útlit væri nú fyrir, ef hin þrjú áðurnefndu félög hyggðust sölsa undir sig allar þær 6 lyftur, sem til boða stæðu með borgarábyrgð, og ættu bó sum þeirra lyftur fyrir. Á árinu var stofnað til körfuknatt- leiksdeildar innan félagsins eftir ósk Körfuknattleiksfélags Reykjavíkur, um að gerast deild innan Vals. Var mál þetta ítarlega rætt innan stjórn- arinnar og deildastjórna, einnig lagt fyrir Fulltrúaráðið og loks boðað til auka-aðalfundar, þar sem það var samþykkt. Formaður deildarinnar er Sigurður Helgason. Valsblaðið kom út svo sem að und- anförnu og með líku sniði og sömu stjórn. Á árinu áttu nokkrir félagar Vals merkisafmæli: Sigurbjörn Þorkels- son varð 85 ára, Filippus Guðmunds- son (stofnandi) 75 ára í fyrra, Þor- kell Ingvarsson 65 ára, Hrólfur Bene- diktsson 60 ára, Björn Carlsson 60 Þórður Porkelsson, formaður Vals.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.