Valsblaðið - 24.12.1970, Side 10

Valsblaðið - 24.12.1970, Side 10
8 VALSBLAÐIÐ Dansinn dunar, ogr má ekki á milli sjá, hver dug-ar bezt: Hörður Markan, 1‘orstcinn Friðþjófsson og Haildór Einarsson. — VALUR — KR — 2:2. Stjórnarkjör. í lok skýrslu sinnar gat Karl Jeppesen þess að hann gæfi ekki kost á sér til formennsku eða í stjórn deildarinnar. Áður hafði Elías Her- geirsson tilkynnt, að hann ætlaði að hvíla sig um stund, en Elías hefur verið í stjórn deildarinnar síðan hún var stofnuð og stundum formaður. Voru Elíasi þökkuð frábær störf í þágu félagsins um langan tíma. Formaður var síðan kjörinn ein- róma Sigurður Marelsson og aðrir í stjórn: Björn Carlsson, Gísli Sig- urðsson, Svanur Gestsson og Þor- steinn Friðþjófsson. í varastjóm voru kjörnir: Magnús Ólafsson, Lár- us Ögmundsson, og Guðjón Guð- mundsson. Fundurinn var fjölsóttur. Fundarstjóri var Einar Björnsson og fundarritari Steindór Hjörleifsson. V alskeppendur kunnið þið Ijóðlínurnar úr kvæðinu hans Guðmundar Vals Sigurðssonar: „Næsta mann, hvar er hann?“ Notið þið þessi einkunnarorð í leik? UIVGU VALSMENN! Homið' þið stundvíslega lil a*f- inga, <il leikja. til funila, eða fil vinnu, þar sem þið slarfið? Ef svo er, þá eruð þið góðir Vaismenn. IMiII VAl.SMIi.W! I»að er einkenni góðra íþrótia- manna að mögla ekki eða inól- mœla dómara í leik. Hvernig bregzt þú við, ef þér finnst dóm- ari hafa gert þér rangt til? Knattspyrnulögin Vitað er, að árið 1848 voru fyrstu knattspyrnulögin prentuð, og þá í Englandi. Eintak af þessum reglum er ekki til, en það er talið eitt merki- legasta skrefið í þróun knattspyrn- unnar, ekki síðra en stofnun fyrsta reglulega knattspyrnufélagsins í Eng- landi „The forrest Club“ norðaustan við London, um 1850, eða stofnun „Enska knattspyrnusambandsins" 1863. Fyrstu knattspyrnu- félögin. — í Sviss var fyrsta knattspyrnu- félagið stofnað 1882 og hlaut nafn- ið St. Gallen. í þáverandi Austur- ríki-Ungverjalandi var ekki farið að leika knattspyrnu fyrr en 1890 og þá í Prag. í Wien tveim árum síðar. Um sama leyti segir að stofnuð hafi verið félög í: ítalíu, Flórens, Frakk- landi, eða um 1890. I Portúgal var fyrsti knattspyrnuvöllurinn byggð- ur í Lissabon það sama ár, og þrem árum síðar var hafin skipulögð keppni þar í landi. Fyrstu löndin sem tóku að iðka knattspyrnu að enskri fyrirmynd voru Holland og Danmörk 1875. Tíu árum síðar fóru Norðmenn að iðka leikinn og það ár var stofnað félagið Cristiania Fotballklub, og sama ár var fyrsta félagið stofnað í Þýzka- landi, Berliner Fussballklub. Vr skýrslu handknattleiksdeildar 1. Alménnt um starfið. Stjórn deildarinnar, sem kosin var á 10. aðalfundi hennar hinn 22. nóvember 1969 skipti þannig með sér verkum: Aðalstjórn: Formaður: Sigurður Gunnarsson. Varaform: Guðmundur Frímannsson. Gjaldkeri: Garðar Jóhannsson. Ritari: Þórður Sigurðsson. Meðstj.: Geirarður Geirarðsson. Varastjórn: Stefán Gunnarsson. Hrafnhildur Ingólfsdóttir. Gunnsteinn Skúlason. Fundir deildarinnar voru allmargir á starfsárinu og voru allir haldnir á skrifstofu félagsins að Hlíðarenda. Fulltrúi Vals í Handknattleiksráði Reykjavíkur var fyrst Garðar Jóhanns- son 1. varafulltrúi Karl H. Sigurðsson, 2. varafulltrúi Bergur Guðnason. Þegar Garðar var kosinn í stjórn deildarinnar, baðst hann undan því að vera fulltrúi Vals í H. K. R. R„ tók þá Karl H. Sig- urðsson sæti hans þar, en Garðar varð 1. varafulltrúi. Á aðalfundi H. K. R. R. 1970 mættu fyrir Val: Guðmundur Frí- mannsson, Sigurður Gunnarsson, Garðar Jóhannsson, Þórður Sigurðsson og Há- kon Guðmundsson. Á ársþingi H. S. í. 1970 mættu fyrir Val: Guðmundur Frimannsson, Karl H. Sigurðsson og Bergur Guðnason. 2. Æfingar, þjálfun og þjálfarar. Þegar stjórn sú, sem nú skilar af sér störfum, tók við, var þegar búið að ráða þjálfara fyrir veturinn 1969—1970 og voru þeir þessir: Meistara- og I. flokkur karla: Reynir Ólafsson. 2. flokkur karla: Gunnsteinn Skúlason & Stefán Bergsson. 3. flokkur karla: Stefán Gunnarsson & Geirarður Geirarðsson. 4. flokkur karla: Stefán Jóhannsson & Jakob Benediktsson. 6. flokkur karla: Þórarinn Eyþórsson & Þórður Sigurðsson. Meistara- og 1. flokkur kvenna: Þórar- inn Eyþórsson. 2. flokkur kvenna: Guðmundur Frí- mannsson. 3. flokkur kvenna: Sigurjóna Sigurðar- dóttir & Soffía Guðmundsdóttir. Vill stjórnin hér með þakka öllu þessu fólki fyrir ánægjulegt samstarf og það mikla starf sem það hefur lagt fram í starfi deildarinnar. Flokkarnir höfðu æfingatíma svo sem hér segir: Meistara- og I. flokkur karla æfðu tvisvar í viku í Valsheimilinu og einu sinni í viku í Laugardalshöllinni. 2., 3., 4. flokkur karla og 2. og 3. flokk- ur kvenna æfðu tvisvar í viku í Vals- heimilinu og ’5. flokkur karla æfði einu sinni í viku í Valsheimilinu. Meistara- og I. flokkur kvenna æfðu tvisvar í viku í Valsheimilinu. Þannig æfðu flokkar Vals um 21 tíma eða um 900 mínútur í viku hverri yfir vetrar- mánuðina. Æfingum lauk í apríl.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.