Valsblaðið - 24.12.1970, Qupperneq 14

Valsblaðið - 24.12.1970, Qupperneq 14
12 VALSBLAÐIÐ 6. Evrópukeppni kvenna. Það kemur einnig fram í skýrslu síð- ustu stjórnar, að meistaraflokkur kvenna tók þátt í Evrópukeppni kvenna 1969 og drógust gegn pólsku meisturunum Aka- demicki Zwiazek Sportowy. Eins og þar segir tókst, fyrir eindæma liðlegheit pólska sendiráðsins hérlendis, að fá pólsku stúlkurnar til að leika báða leik- ina hér. Leikirnir fóru fram þann 29. og 30. sept. og lauk þeim þannig að fyrri leikinn unnu pólsku stúlkurnar með 19 mörkum gegn 14, en hinn síðari unnu Valsstúlkurnar verðskuldað með 13 mörkum gegn 11. Pólska liðið greiddi all- an ferðakostnað hingað, en Valui' greiddi uppihaldið hér og allan kostnað dómaranna sem komu frá Noregi. Þrátt fyrir það að svo hagstæðir samningar höfðu náðst við Pólverjana, var um 100 þúsund króna halli á heimsókninni og er það augljóst dæmi þess, hve litlu fylgi kvennahandknattleikur á að fagna á Is- landi. Móttökunefnd sú er undirbjó komu stúlknanna til Islands var skipuð þann- ig: Formaður Ægir Ferdinandsson og aðrir: Friðjón B. Friðjónsson, Jón Kristjánsson, Þórarinn Eyþórsson, Garð- ar Jóhannsson, Guðmundur Frímanns- son og Guðbjörg Arnadóttir og vill stjórnin hér með færa þeim og öðrum, sem aðstoðuðu við heimsóknina, beztu þakkir fyi'ir fórnfúst starf. Keppendun- um vill stjórnin einnig þakka þeirra hlut og óska þeim til hamingju með árangur- inn og vonar að þær fái seinna tækifæri til að spreyta sig á erlendum liðum. 7. Valsdagurinn. Eins og undanfarin ár var Valsdagur- inn haldinn um miðjan ágúst og tókst hann mjög vel, og var veður hið fegursta allan daginn. Eins og áður var aðalmark- mið dagsins að kynna foreldrum starf yngri flokka félagsins. 8. Viðurkenningar. Stjórn deildarinnar ákvað á árinu að veita viðurkenningar fyrir unnin mót í yngri flokkunum. Var ákveðið að veita árituð viðurkenningarskjöl fyrir unnið Reykjavíkurmót, en verðlaunapeninga fyrir unnið landsmót. Var 1. og 2. flokki Frá vinstri: Elín Kristjánsdóttir nieð bikar 2. fl. úr Reykjavíkurmóti 1969, Sigríður Sigurðardóttir með bikar úr Reykjavíkurmóti 1969, Ragnheiður Lárusdóttir með bik- ar úr Islandsmóti úti 1970 og Ólöf Sigurðardóttir með bikar úr 1. fl. Rvíkurmóti 1969. Hermann Gunnarsson, Erla Magnús- dóttir og Halldór Halldórsson. 9. Fjármálin. Það mun koma í ljós í reikningum deildarinnar, að fjárhagur deildarinnar er ekki sem skyldi. Þótt sala getrauna- seðla hafi gengið mjög vel á árinu og gefið okkur talsvert í kassann, þá vant- ar töluvert á að hægt sé að ná endunum saman. Sá skellur sem deildin varð fyrir í Evrópukeppni kvenna var okkur þung- ur baggi, en nú loksins höfum við hreinsað hann af okkur. Aðrir fastir tekjuliðir deildarinnar, þ. e. æfingagjöld og árgjöld innheimtust ekki nógu vel, t. d. er innheimta árgjalda alveg í lág- marki þetta árið. Það er einnig geig- vænleg þróun, sem á sér stað í sambandi við húsaleiguna í Valsheimilinu. Þessi tala stækkai' ár frá ári og ef svo held- ur áfram, sem nú gerir, þá getur illa fai'ið. Það er því nauðsynlegt fyrir deild- ina að hreinsa þetta upp í eitt skipti fyrir öll og reyna að greiða þetta jafn- óðum. Annað er það sem líka er vert að gefa gaum, og það eru þjálfaralaunin. I þessum reikningum eru þau ef til vill ekki mikil, en næsta ár tvöfaldast þau að minnsta kosti. Það verður því enn eitt árið, sem fer í að ná upp fjárhagnum í aeildinni, og væri það mjög vel þegið að allir tækju sig nú saman um að koma þessu á hreint í eitt skipti fyrir öll. 10. Ýmislegt. Eitt af þeim málum, sem stjórnin hefur mikið rætt um, er að koma á myndaalbúmi, sem hefur að geyma myndir af öllum flokkum deildarinnar, á hverjum tíma. Hefur það verið hug- mynd okkar, að allir sem æfa, séu á myndinni, en ekki aðeins þeir, sem leika í kappliðinu. Vonandi deyr þessi hug- Meistarafl. kvenna, Reykjavíkurmeistarar 1969. — Bergljót Davíðsdóttir, Guðbjörg Egilsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Ragnheiður Lárusdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir, Hrafn- hildur Ingólfsdóttir, Guðmundur Frímannsson, Björg Guðmundsdóttir, Anna B. Jó- hannesdóttir, Oddrún Oddgeirsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Sigurjóna Sigurðardótt- ir, Soffía Guðmundsdóttir. — Á myndina vantar Sigrúnu Guðmundsdóttur. kvenna afhent viðurkenningarskjöl fyrir unnin R-mót, en engir verðlaunapening- ar voru afhentir á árinu. Þá ákvað stjórnin að veita þeim leikmönnum er leika 200 leiki í M.fl. áletraðan bikar, og þeim leikmönnum er leika 100 leiki í M.fl. litla styttu sem viðurkenningu frá deildinni. A árshátið félagsins voru eft- irtaldir leikmenn og konur heiðruð. Valur Benediktsson fyrir 100 og 200 leiki, en aðrir fyrir 100 leiki: Bergur Guðnason, Sigríður Sigurðardóttir, Jón B. Ólafsson, Sigurhans Hjartarson, Guð- björg Arnadóttir, Gunnsteinn Skúlason, Stefán Sandholt, Geir Hjartarson, Jón Agústsson, Agúst Ögmundsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Finnbogi Kristjánsson, Sigurður Dagsson, Þórður Þorkelsson,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.