Valsblaðið - 24.12.1970, Síða 15

Valsblaðið - 24.12.1970, Síða 15
VALSBLAÐIÐ 13 mynd ekki í fæðingu, heldur verði að veruleika nú eftir áramótin. Einnig var ákveðið að reyna að ná saman öllum stjórnum deildarinnar frá upphafi, og taka myndir af þeim og hafa í þessu albúmi. Á árinu voru útbúin nafnspjöld með nöfnum, heimilisföngum og símanúmer- um allra stjórnarmanna, þjálfara og leikmanna meistaraflokks karla. Þótti þetta hið mesta þarfaþing. Stjórnin ákvað á fundi í janúar s. 1. að bjóða þjálfara meistaraflokks karla Reyni Ólafssyni á HM-keppnina í Frakk- landi, og þáði hann boðið. Þegar hann kom heim hélt hann fund með stjórninni og M.fl. karla og var þar einnig mætt- ur Sigurdór Sigurdórsson, sem var einn- ig á keppninni. Á þessum fundi komu fi'am ýmsar nýjungar varðandi þjálfun og leikskipulag nútíma handknattleiks. Eins og allir vita hélt Þórarinn Ey- þórsson til frænda vorra Dana, þar sem hann vann í banka og slappaði af. I tilefni af því hélt stjórnin honum heið- urssamsæti heima hjá formanni deildar- innar. Á s. 1. sumri vai' haldin mikil íþróttahátíð hér í Reykjavík og var mikið um að vera á iþróttasviðinu þann tíma. í sambandi við hátíðina var ís- landsmótið utanhúss í handknattleik haldið hér í Reykjavík í öllum flokkum. Á starfsárinu urðu miklar sviptingar innan stjórnar deildarinnar. Sigurður Gunnarsson varð að hætta formennsku vegna veikinda og tók Guðmundur Frí- mannsson varaformaður við af honum, en Sigurður varð gjaldkeri. Garðar Jó- hannsson, sem verið hafði gjaldkeri tók við sæti ritara, en Þórður Sigurðsson, sem verið hafði ritari tók sæti varafor- manns, en Geirarður sat sem fastast í meðstjórnandasætinu. 11. Lokaorð. Við, sem nú skilum af okkur störfum, gerum okkur fyllilega grein fyrir því að margt hefur miður farið og einnig margt verið vel gert. Starfið er orðið það viða- mikið, að það kallar á sífellt fleiri starfs- krafta, því verkefnin eru óþrjótandi. Sí- fellt meiri kröfur eru gerðar til flokk- anna, og flokkarnir gera sífellt meiri kröfur til stjórnanna. Sú stjórn, sem nú tekur við, fær mörg verkefni að glíma við á næsta ári. Af- mælisárið fer nú senn í hönd og verða FÉLAGAR! Emi sknl miniil á umlMii) Vnls fyrir TryggiiigiiiniiYstöiYinn h.f. En umlmiT ]iolI n hrfur Valur hnff uml- aufarin ár, o>í jgefiif góiía raun. En syiit er niY meiY nuknu starfi á liessu sviiYi má fjjvra cnn liel ur. I»ai>' jetfi aiY versi Valsfélöiium létt verk niY auka siarfsemi Jiess frá ]ivi sem nú er, og auka ]iannig vcrulega tekjur féljigsins af um- IioiYiuu. Ilér er m. a. um Iiifri-iiY.ilrvfífí- ingar ai> rœöji, svo og juYrjir Iryfífi- ingar. IJ|i|iI ysingnr í Jiessu sam- banili fást lijá formanni félagsins og deililaiina. Bjarni Jónsson ógnandi að vanda, og svipurinn er ekki til að niisskilja! mikil hátíðahöld í sambandi við það. Handknattleiksdeildin á einnig kost á því að fá erlent lið í heimsókn næsta haust. Á þessu sést að næsta stjói’n fær ærinn starfa. Stjórnin vill að lokum þakka öllum þeim, er stutt hafa okkur í starfi: Þjálf- urum, aðalstjórn, stjórnum annarra deilda, hússtjóra, húsverði og síðast en ekki sízt ykkur kæru félagar, þökkum við mjög ánægjulegt samstarf. Að lokum þetta: Stöndum saman með næstu stjórn og gerum 60 ára afmælisái' Vals að sigurári handknattleiksdeildai'. Heill sé handknattleiknum í Val. Frá aðalfundi handknattleiksdeildar fiuðtnundur Fríinannsson en durhosinn forntaður Mikill áhugi meðal unga fólksins Aðalfundur Handknattleiksdeildar- innar var haldinn í Félagsheimilinu 2. desember s.l. Formaður deildar- innar, Guðmundur Frímannsson, flutti skýrslu stjórnarinnar, sem var ýtarleg og bar vott um mikið starf í deildinni á liðnu starfstímabili og verður ekki annað sagt en að góður árangur hafi náðst. Er skýrslan birt annars staðar í blaðinu. Reikninga deildarinnar las Garðar Jóhannsson og urðu miklar umræður um skýrslu og reikninga. Voru fjár- málin efst á baugi og mikið um þau rætt. Setti það mikinn svip á þennan aðalfund hve margir ungir félagar tóku til máls um þau vandamál sem hæst bar. Höfðu þeir sitthvað við gerðir stjórnenda deildarinnar á liðnu ári að athuga og létu það koma fram. Það skemmtilega var, að þetta unga fólk flutti mál sitt algjörlega mál- efnalega og með fullkominni ábyrgð- artilfinningu. Má þar nefna Sigurbjörgu Péturs- dóttur fyrirliða annars flokks, sem auk þess að ræða um fjármál deild- arinnar, taldi nauðsynlegt að vinna að meira félagslífi í félagsheimilinu fyrir unga fólkið í félaginu. Þá ræddi Jón Carlsson er áleitinn, og: tekst að skjóta fram lijá þríbreiðum varnarveggnum.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.