Valsblaðið - 24.12.1970, Page 19

Valsblaðið - 24.12.1970, Page 19
VALSBLAÐIÐ 17 Frímann llclfiason: „Okkur vantar þjálfara- ráð — og fleiri velli“ scqir Karl Jcppcscn, fyrrv. forni. hnaítspi/rnudci 1 dnr Karl Jeppesen, fyrrv. form. knattspyrnud. •— Ert þú ánægður með árangur- inn hjá flokknum yfirleitt? — Ég gerði mér vonir um að fá ennþá betri útkomu, en ég er samt ánægður með það, hún er hlutfalls- lega betri en í fyrra, við unnum núna 9 mót en 6 í fyrra. Að því leyti er ég ánægður, en það má alltaf gera betur, og hefði eflaust mátt gera betur í sumar með meira aðhaldi. Nú er ég ekki að segja að þjálfar- arnir hafi ekki staðið í sínu stykki, heldur hitt að stjórn deildarinnar hefði getað aðstoðað betur við þjálf- unina. — Hvað væri það helzt utan- vallar, sem hægt væri að gera, til þess að ná betri árangri? — Ég held að það væri ákaflega mikilvægt, að auka enn þessa fundi, sem við höfum verið með, auka fé- lagsstarf drengjanna. Að vísu er margt, sem glepur unga manninn í dag, en við þurfum að auka þetta félagslíf meðal drengjanna, og það gefur ekki minni árangur heldur en margar æfingar, að stunda félags- lífið og kynnast hver öðrum. Allir þurfa að þekkjast vel, sem eiga að leika saman í flokksliði, og það ger- ist ekki nóg á æfingum, þeir þurfa að koma saman í annan tíma og spjalla saman, um daginn og veg- inn og fótboltann. Þessvegna vil ég segja að fundir, sem við höfum verið að reyna að koma á, eru alveg nauð- synlegir, og það er eflaust margt fleira, sem mætti gera til að bæta árangurinn. — Hvað segir þú um að gert verði meira að því að safna saman flokk- um uppi í Skíðaskála Vals að sumr- inu til og í annan tíma? — Þetta ræddum við oft á stjórn- arfundum á s.l. keppnistímabili, en það er nú orðið svo með þessi mót sem við tökum þátt í, að þau eru orðin svo mörg og leikirnir margir, og margir þeirra fara fram um helg- ar, að tími er lítill sem enginn, eða svo var það á s.l. sumri, en þá var nú óvenjumikið um að vera. Kapp- leikjabókin kom ekki út fyrr en seint og síðarmeir, svo ekki var hægt að styðjast við hana um skipulag á ferðum flokkanna milli móta og leikja. Ég held að það væri ákaflega mikill fengur að fara með drengina þangað uppeftir og notfæra sér þann stað. Við ætluðum að fara með fimmta flokk uppeftir, en það var ekki hægt að koma því við, vegna leikja hjá drengjunum, leikir um allar helgar. — Mundir þú telja hyggilegt að endurskoða mótafyrirkomulag í yngri flokkunum fyrir Reykjavík og landið allt? — Ég held það vafalaust, þó að ég hafi ekki lagt það nákvæmlega nið- ur fyrir mér. Meðan drengirnir þurfa að leika 20 til 30 leiki á þessu stutta sumri okkar, segir það sig sjálft, að um tíma til annarra starfa er ekki að ræða. Aðalatriðið er ekki að keppa, það verður að æfa dreng- ina og kenna þeim listir leiksins, og það er ekki tími til þess þegar alltaf er verið að keppa. Við þurfum því að skipuleggja þessi mót öðruvísi en verið hefur, ekki sízt vegna þess að félögunum fjölgar stöðugt. Eftir reynslu okkar af Laugavatni, álít ég, að það sé staður, sem við þurfum að nota okkur. Fara þangað með alla flokka, og vera þar lengur en s.l. sumar, ekki minna en viku. Þar kemur félagslega kynningin. — Er eitthvað í aðstöðunni hjá okkur að Hlíðarenda, sem gæti verið betra og hvað væri það helzt? — Vellirnir okkar eru of fáir til þess að hægt sé að koma öllum flokk- unum fyrir á eðlilegum tíma, eða þannig reyndist okkur það, þegar við byrjuðum í júní s.l. Þetta lagaðist, þegar grasvöllurinn kom í gagn, en þá vaknar spurningin, hvort hann sé ekki ofnotaður og það sé orsök- in fyrir ástandi hans nú. í rauninni þarf ekki svona stóra velli, dálitlir skikar og blettir koma í góðar þarfir eins og t. d. blettur- inn við heimkeyrsluna. Þá vantar nokkurskonar þjálfara- ráð, sem gæfi meira samband milli þjálfaranna og stjórnarinnar. Þetta átti að reyna í sumar, en það rann út í sandinn, en reglulegir fundir þessara aðila gætu hjálpað. — Var þetta meira verk en þú bjóst við, Karl? — Já, tvímælalaust, og krafðist miklu meiri tíma en ég hafði gert ráð fyrir. Þó svo að ég hafi verið ákaflega heppinn með samstarfs- menn, og það voru þeir, sem hafa bjargað mér í gegnum þetta tíma- bil. Formannsstarf í knattspyrnu- deild Vals er það mikilvægt, að sá, sem gegnir því, getur ekki haft margt annað á sinni könnu. Fyrir mig var þetta erfitt af þeim ástæð- um, að ég vann víða, hafði ekki síma, var bíllaus og því of margskiptur. Ég gat því ekki tekizt á við þetta eins og ég hefði viljað og óskað, og harma ég það, en eins og fyrr sagði hjálpuðu samstarfsmenn mínir vel uppá sakirnar, bæði stjórnarmenn og þjálfarar. GuiVnnindur Frímannsson formaður Handknattleiksdoildar. „Okkur vantar fleira starfsfólk“ scyir liuiYinundur Fríni an n sson fo nn aiYu r liandhnattlcilisdcildar Það er ekki komið að tómum kof- anum, þegar rætt er við Guðmund Frímannsson hinn ötula formann handknattleiksdeildarinnar og spurt um starfsemi deildarinnar og hvað framundan sé. Það er í sjálfu sér ekki óvenjulegt að hitta fyrir unga menn með ákveðnar skoðanir á hlutunum, en það er öllu óvenjulegra, þegar þeir hafa ákveðnar lausnir á vanda- málunum á takteinum og það svo, að engin leið er til annars en að fallast á að þær séu réttar. Þannig fór að minnsta kosti fyrir mér, þegar ég

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.