Valsblaðið - 24.12.1970, Síða 20
18
VALSBLAÐIÐ
ræddi við Guðmund um starf hand-
knattleiksdeildar á liðnu ári og um
það, sem framundan er.
„Ég tók við formennsku á liðnu
vori vegna þess að Sigurður Guð-
mundsson, sem var kjörinn formað-
ur á síðasta aðalfundi handknatt-
leiksdeildar, veiktist og varð að láta
af formennsku. Hinsvegar var ég bú-
inn að eiga sæti í stjórn deildarinn-
ar sl. 3 ár, svo ég var hnútunum
ekki ókunnur.
— Ertu ánægður með árangur-
inn sl. ár?
— Nei það get ég ekki sagt.
— Þó urðu m.fl. karla og kvenna
Reykjavíkurmeistarar og íslands-
meistarar utanhúss, hvað viltu
meira ?
— Jú, þetta er alveg rétt og vissu-
lega hefur margt gengið vel en ég vil
þá einnig minna þig á að m.fl. kvenna
tapaði íslandsmótinu innanhúss í
fyrsta sinn á 6 árum og m.fl. karla
hreinlega gafst upp í miðju Islands-
mótinu í fyrra vetur. Strákarnir
urðu Reykjavíkurmeistarar og voru
þá bezta liðið án nokkurs vafa, en
svo fellur allt saman hjá þeim á
miðjum vetri í íslandsmótinu. Það
var engin ástæða til að vera með
neina minnimáttarkennd fyrir liðið
og telja allt vonlaust. Hins vegar er
ég mjög ánægður með 3. fl. karla.
Þar var um miklar framfarir að
ræða, sem lauk með því að liðið
varð í efsta sæti í sínum riðli í ís-
landsmótinu ásamt Víkingi, er komst
í úrslit á hagstæðara markaðshlut-
falli. Þarna var um réttan stíganda
að ræða.
— Hver heldur þú að hafi verið
ástæðan fyrir velgengni m.fl. karla
og kvenna í útimótinu?
— Þessir flokkar unnu eingöngu
fyrir það hve vel var æft í vor og
sumar fram að útimótinu. Það var
ekki gefið nema hálfsmánaðar frí
frá því að íslandsmótinu lauk í vor,
þá var aftur tekið til við æfingar.
Eins og þú manst fórum við Reynir
Ólafsson þjálfari á heimsmeistara-
keppnina svo og auðvitað landsliðs-
mennirnir okkar Bjarni og Ólafur.
Við vorum allir sammála er heim
kom að það, sem fyrst og fremst
vantaði hjá okkur í íslenzkum hand-
knattleik, væri meira þrek. Það var
því ákveðið að hefja þrekæfingar án
þess að æfa nokkuð með bolta til að
byrja með. Páll Eiríksson samdi sér-
stakan æfingaseðil fyrir þrekæfing-
arnar, sem svo Reynir stjórnaði
ásamt Jóni Kristjánssyni er var
einskonar framkvæmdastjóri eða
skipuleggjari. Þetta gekk allt mjög
vel og æfingasókn var góð, enda lét
árangurinn ekki á sér standa. En út-
litið var þó allt annað en gott rétt
áður en útimótið hófst. Við lékum
nokkra æfingaleiki og töpuðum þeim,
en svo allt í einu small þetta sam-
an og liðið var í sérflokki í útimót-
inu. Sama sagan var hjá m.fl.
kvenna. Það var æft samfellt frá því
hálfum mánuði eftir Islandsmótið og
þar til útimótið hófst. Bjarni Jóns-
son sá um þjálfun liðsins, en hann
tók við af Þórarni Eyþórssyni, er
fór utan til Danmerkur.
— Hvernig eruð þið á vegi stadd-
ir með þjálfara fyrir yngri flokkana?
—■ Allvel, en þó vantar okkur
fleira fólk til starfa í kringum hvern
flokk. Það er ekki nóg að hafa bara
einn þjálfara fyrir hvern flokk, það
þarf að hafa að minnsta kosti 2—3
aðra menn í kringum þetta, og því
vantar okkur tilfinnanlega fleira fólk
til starfa. Þjálfarinn á að geta stað-
ið fyrir utan völlinn á æfingum og
sagt mönnum til, en annar á að
dæma leikinn sem fram fer. Svo þarf
menn til að boða leikfólkið á leiki og
það þarf að sjá um búninga og margt
fleira. Mest af þessum störfum lend-
ir á stjórninni, en að mínu viti er
það ekki hennar starf að sjá um
þessa hluti. Hún á að geta staðið
fyrir utan daglegar annir við æfing-
ar og annað því um líkt og helgað
sig skipulagsstarfi og framtíðar-
áætlunum, sem því miður hefur ekki
verið hægt til þessa, en er bráðnauð-
synlegt. Það lifir ekkert félagslíf
eða deild innan íþróttafélags ef
stjórnin getur aldrei gert meira en
að fleyta málunum frá degi til dags.
Þarna þarf að verða breyting á, en
hún gerist ekki nema fleira fólk fá-
ist til starfa innan deildarinnar.
— Segðu mér, Guðmundur, þið er-
uð auðvitað vellríkir hjá hand-
knattleiksdeildinni ?
— Nei, vinur minn, við erum sára
fátækir, við erum svo fátækir, að ég
veit ekki hvernig við fleytum þessu
áfram. Við urðum fyrir miklu fjár-
hagslegu áfalli með þátttöku kvenna-
liðsins í Evrópukeppninni í fyrra og
erum alls ekki búnir að ná okkur
eftir það. Aðal tekjur okkar eru af
„getraununum" og æfinga- og félags-
gjöldum, en þeir peningar, sem af
þessu fást, duga heldur skammt. Þá
ber þess einnig að geta að við borg-
um meira í þjálfaralaun nú en við
höfum áður gert, en sjálfsagt flýtur
þetta áfram sem hingað til.
— Vill þá nokkur koma og æfa hjá
svona fátækum mönnum?
— Já, það vantar sko ekki, og þar
erum við ríkir. Á æfingum hjá yngri
flokkunum eru þetta 25 upp í 40
manns á æfingum og við þurfum
ekki að kvíða framtíðinni í hand-
knattleiksdeild Vals hvað mannval
snertir. Ef við fáum fleira fólk til
starfa og meiri peninga þá verður
ekkert að hjá okkur og ég hef von
um að þessu verði kippt í lag. —
S.dór.
„Sá er sterkastur sem stendur einn“ segir
Ibsen einhversstaðar. Eitthvað svipað má
segja um Stefán Hallgrrímsson formann
Skíðadeildarinnar.
SIviiín IBnlli/ríni sson :
„Eg er óvenju
bjartsýnn“
Við spjölluðum dálítið við Stefán
Hallgrímsson, sem með ótrúlegum
áhuga og elju hefur síðustu árin ver-
ið forustumaður deildarinnar, og með
dugnaði haldið í horfinu, þrátt fyrir
lítinn sem engan áhuga félagsmanna
á því sem þar hefur verið að gerast,
eða öllu heldur hvað hægt væri að
gera. Þrautseigja Stefáns ætti að
vera öðrum hvatning til þess að
koma með og nota sér þá möguleika
sem Valur hefur þarna fyrir félags-
menn sína, bæði vetur og sumar.
Og þegar Stefán er spurður um
það, hvernig honum lítist á framtíð-
ina, segir hann hress í bragði:
— Ég er eiginlega óvenju bjart-
sýnn núna, ég held að það sé að verða
á þessu breyting til batnaðar. í því
sambandi vil ég benda á að um næstu
helgi er í ráði að annar flokkur
kvenna fari uppeftir, og ennfremur
annar flokkur karla í handknattleik.
Þá hafa körfuknattleiksmennirnir
talað við okkur um dvöl þarna upp-
frá, og ef skriðan fer af stað þá von-
um við, að hún hlaði utan á sig.
Hvað segir þú um það, Stefán, að
breyta fyrirkomulagi deildarinnar,
þannig að deildir félagsins tilnefni
mann í stjórn Skíðaskálans, og
stjórn félagsins skipi svo oddamann,
sem formann, eða hann kosinn á að-
alfundi, með það fyrir augum að fá
almennara starf í gang innan félags-
ins þar sem skálinn yrði einskonar
miðstöð ?
— Ég veit nú ekki hvað skal segja.
Það getur vel verið að þetta væri það