Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 21
VALSBLAÐIÐ
19
rétta, þó mundi ég vilja sjá til í
vetur, hvort þetta lagaðist ekki með
auknum áhuga fólksins, og þá þarf
enga breytingu á þessu. Ef þetta
hinsvegar lagast ekki, er ekki ann-
að að jgera en að breyta eitthvað til
um fyrirkomulag. En eins og ég
sagði áðan, að þá er ég það bjart-
sýnn að þetta lagist í vetur, og þá
þurfum við ekki að breyta neinu, og
mér fyndist það æskilegast.
— Hvað um frarrjkvæmdir þarna
upp frá?
Ýmislegt er sem þyrfti að gera,
en til þess höfum við ekkert fjár-
magn, eins og er, en ef við fengjum
lyftu, þá er ég viss um að fólkið
kæmi, og þá fengjum við tekjur,
bæði af henni og svo skálagjaldi, o.
fl. í þessu sambandi vil ég benda á
hvernig til tókst hjá „Kerlingafjalla-
bændum“ er þeir settu upp „traktors-
lyftu“ í Flengingarbrekku í fyrra,
það gaf þeim góðar tekjur, og þó
voru þeir ódýrastir með lyftugjald.
Lyfta er því okkar draumur og
það eina, sem getur lyft þessu nema
þá fólkið sjálft og áhugi þess. Ég
álít, að við verðum ekki samkeppnis-
færir við þau félög, sem hafa fengið
lyftur að skálum sínum, og er svona
mismunun alvarleg fyrir okkur og
frá okkar sjónarmiði óskiljanleg.
— Hvað vilt þú segja um búnað
skíðafólksins yfirleitt ?
— Því miður er þá sögu að segja,
að fólkið kemur það illa útbúið, að
það getur ekki talizt í það búið að
fara út úr bílunum, þó undantekn-
ingar séu á því. Það fer svo út og oft
lenda forsvarsmenn hópa og skál-
anna í vandræðum og erfiðleikum
vegna þessa. Það hefur líka komið
fyrir, að forsvarsmenn skála hafa
rekið fólk heim vegna þess, að það
var ekki forsvaranlega klætt í slíkar
fjallferðir og útivist í vetrarveðri.
Ég vil því brýna fyrir fólki, sem ætl-
ar á skíði, að klæða sig vel, og þar
mæli ég mest með íslenzkum ullar-
fatnaði.
— Hver eru næstu verkefni við
skálann ?
— Við þurfum að setja járn á þak-
ið, og ganga frá skálanum að út-
an. Pallinn fyrir framan skálann
þarf að endurnýja, og svo ýmislegt
inni, en allt strandar þetta á pen-
ingaleysi eins og er. Nú svo er það
lyftan, sem er hugsuð í hlíðinni
gegnt skálanum, annars er hún þann-
ig að hægt er að flytja hana stað úr
stað með lítilli fyrirhöfn.
Nú svo að lokum vildi ég mega
vænta þess, að fólk sækti skálann í
vetur og fengi þannig að sjá svolít-
inn árangur af þessu striti, sem
manni hefur stundum fundizt hálf-
vonlaust. — F. H.
Sigurður Helgrason, formaður í Körfu-
knattleiksdeildinni.
Siquvóur Már Helfiuson:
„Við höfum orðið að
berjast fyrir tilveru
okkar66.
Okkur þótti rétt að ræða svolítið
við hinn nýkjörna formann deildar-
innar, sem áður hafði verið formað-
ur félagsins, K. F. R„ Sigurð Má
Helgason, og hafði hann frá ýmsu
að segja.
— Fyrstu kynni mín af körfu-
knattleik voru þegar hinir banda-
rísku snillingar Globe Trotters komu
hingað. Þeir spjölluðu við mig um
körfuknattleik, hefur víst þótt ég
hafa góða stærð fyrir leikinn. Ég
þurfti að gera það upp við mig hvort
ég færi í ÍR eða KFR, og persónu-
lega hefði ég haft betra af því að
fara í ÍR, því árin hafa sýnt það, að
þjálfunin hefur verið betri í ÍR. Ég
hef þó aldrei viljað skipta, í KFR
hafa alltaf verið náin tengsl milli
okkar.
Við höfum orðið að berjast fyrir
tilveru okkar, stundum gengið vel,
stundum lakar, og allt hefur þetta
bundið okkur saman.
Það, sem batt okkur mest saman,
voru árlegar ferðir norður á Akur-
eyri til keppni, og varð það til þess
einnig að ýta þeim af stað. Yngri
flokkarnir fóru í keppnirferðir til
Laugarvatns, með mjög góðum fé-
lagslegum árangri. Mér er minnis-
stætt atvik úr leik á Laugarvatni,
þar var beitt leikbragði, sem ég hef
aðeins séð hafa Globe Trotters. Einar
Matthíasson einlék út í annað horn-
ið af miklum hraða, og virtist halda
áfram yfir í hitt og einleika af kappi
miklu. Flestallir mótherjanna eltu
hann yfir, því hann átti til að skjóta
mikið úr horninu, en menn sáu það
ekki fyrr en eftir á að hann hafði
skilið knöttinn eftir í fyrra horninu!
Aðeins einn maður tók eftir blekk-
ingunni, tók knöttinn, einlék innað
körfunni og skoraði!
Síðar fórum við keppnisferð til
Vestmannaeyja, sem var í alla staði
hin skemmtilegasta, en því miður
varð ekki áframhald á því.
Það hefur gengið á ýmsu hjá okk-
ur á undanförnum árum, en við höf-
um alltaf haldið vel saman, við höf-
um haldið uppi starfsemi fyrir yngri
flokkana, og býr núverandi meistara-
flokkur að því, og nú eru að koma
fram mjög efnilegir ungir drengir.
Það skal játað að það er erfitt að
slíta þessu félagssambandi við KFR,
og gleyma því að við erum ekki leng-
ur félag, heldur deild í Val, og ein-
hver KFR-ingurinn lét þess getið að
það væri erfitt allt í einu að fara að
hugsa sem Valsmaður! En þetta
kemur allt, bætti hann við.
Ýmsar ástæður lágu til þess að við
fórum að leita fyrir okkur hjá Val,
hvort þar væri hljómgrunnur fyrir
því að við kæmum sem félagar og þá
deild í Val. Var fyrir ári síðan byrj-
að að leita hófanna um þetta. Útlit-
ið hjá okkur var ekki sem bezt. Við
höfðum hvergi félagssvæði, til stóð
að rífa Hálogaland, en þar höfðum
við þó svolítinn geymslukassa fyrir
knetti, en það hús var okkar aðal-
vígi. Það var úr vöndu að ráða, átti
að gefast upp, eða að leita að nýjum
grunni til að starfa á. Það var al-
menn skoðun okkar að halda saman
áfram, og leita að nýjum leiðum, og
þá kom þessi hugmynd upp. Þetta
var ekki sársaukalaust, en þetta var
stórt félag með mikla félagslega að-
stöðu sem okkur hefur alltaf vantað,
þó þetta hafi einhvernveginn bjarg-
azt.
Ég taldi hinsvegar að við legðum
það mikið með okkur til Vals, að við
stæðum á svipuðu stigi og Valur, sem
sagt, við legðum til fólk, en þeir að-
stöðuna. Fyrir okkur vakti að þetta
gæti orðið til eflingar íþróttinni, og
að við gætum haldið áfram að vera
félagar, þó nafnið væri annað.
Stofnfundurinn var svo haldinn í
Félagsheimili Vals 3. okt. eins og fyrr
var getið, og þar sá körfuknattleiks-
deild Vals dagsins ljós, en við kvödd-
um okkar kæra KFR þann sama dag
og geymum að sjálfsögðu margar
góðar minningar frá því félagi.
Stjórn var kosin á fundinum og er
hún þannig skipuð: Sigurður Már
Helgason formaður, Guðmundur
Georgsson varaformaður, en hann er
einn af stofnendunum og var um
langt skeið formaður félagsins bæði
meðan það hét Gosi og eins eftir að
nafninu var breytt. Guðmundur Hall-
grímsson gjaldkeri, Guðmundur Ei-
ríksson bréfritari, Örn Harðarson