Valsblaðið - 24.12.1970, Side 22

Valsblaðið - 24.12.1970, Side 22
20 VALSBLAÐIÐ ritari. Hann er gamall félagsmaður, sem um langt skeið hefur ekki haft aðstöðu til að vera með en langaði alltaf í félagslífið og kom nú með. í varastjórn eru: Ölafur Torlacíus, (þjálfari meistaraflokks), Torfi Magnússon og Þórir Magnússon. Á fundinum var rætt um ýms þau mál sem varðar starfið á komandi ári, s. s. búninga í samræmi við fé- lagsbúning Vals, upplýst var að ráðn- ir hefðu verið þjálfarar, þeir Þórir Arinbjarnar og Einar Matthíasson, sem eru mjög færir og kunna sitt fag. Þá var rætt um tíma þá sem deildin þyrfti að fá og gæti fengið. Okkur til mikillar ánægju var okkur tilkynnt á fundinum að við mundum geta fengið 2 tíma í íþróttahúsi Vals á viku. Okkur var sagt, þegar um- ræður fóru fram við Val að við gæt- um enga tíma fengið í húsi félagsins, en mér finnst að Valsmenn hafi brugðizt vel við þessu nýja ,,barni“ sínu, og gert mikið meira en lofað var, og vonir standa til að enn geti úr rætzt. Ég legg mikið upp úr þvi að fá tíma í húsi Vals, því þar er um að ræða hin félagslegu tengsl sér- staklega gagnvart yngri mönnunum, að þeir geti sagt að þeir séu að fara á æfingu til Vals, en ekki í t. d. Álftamýrarskólann .... — Nú ert þú kominn þarna, setið stofnfund, tekið á málum sem Vals- maður, komið á fund aðalstjórnar Vals sem fullgildur aðili, hvernig lízt þér nú á framtíðina? — Þetta virðist allt leika í lyndi, framtíðin allt of björt. Fyrstaleikinn, sem meistaraflokkur leikur á haust- móti KKRR vinnum við. Næsti leikur er æfingaleikur og vinnst hann einn- ig. í mig er hringt daglega og spurt um æfingatíma fyrir ungt fólk, meira að segja sunnan úr Garðahreppi, svo það er engu að kvíða með framtíðina, meðan unga fólkið sækir okkur, og við höfum eins góða kennara og hjá okkur starfa nú. Áhrifin af fyrsta fundi mínum með aðalstjórn Vals að mínum dómi mjög þægileg. Ég mætti þar velvilja og skilningi, og ég er viss um að þegar ég og við höfum kynnzt öllum fé- lags- og heimilisvenjum, að þá ætti þetta að geta fallið saman í eina heild. Við munum gera okkar bezta, og takist okkur að nýta aðstöðuna hjá Val vona ég að „Ljóti andar- unginn“ geti orðið að fallegum fugli er fram líða stundir. F. H. UIVGIJ VALSMKW! Vcl klicddir incnn cru ofl ncfnd- ir snvrf imcnui. Lf þið komiA i Valsliúningi vkkiir lircinum og slroknuin til leiks liljófid |ii)V sama licifi. og Valur og |iid liafiA liciA- ii r af. Örn Ingólfsson formaður Badmintondeildar. Örn Ingólfsson: „Valsmenn á öllum aldri œttu að iðka badminton“ „Valsmenn á öllum aldri ættu að iðka badminton". Eftir aðalfundinn hittum við að máli hinn nýkjörna formann, sem einnig hefur annazt störf formanns síðan Sigurður Tryggvason hvarf af landi burt. Lá honum sitthvað á hjarta og fer ýmislegt af því hér á eftir: Eins og fram kemur í skýrslunni var þátttaka minni í mótum en í fyrra, og stafar það vafalaust af því m. a. að Badmintonsambandið samþykkti að fella niður fyrsta flokk, en þessu hefur nú góðu heilli verið breytt aftur. Unglingastarfinu hefur greinilega hrakað, og mun aðalorsökin vera sú, að þegar deildin er stofnuð, koma til okkar unglingar, sem voru í Val, en léku og æfðu með TBR. Þegar það kemur svo til að þeir hafa ekki nógu sterka leikmenn innan Vals og hætta að taka framförum. Og þess vegna fara þeir aftur til TBR, sem einnig hafa ef til vill betri þjálfara. Nú er unnið að því að fá einn sér- stakan mann til þess að sjá um unglingaþáttinn í deildinni. Eins og er höfum við engan þjálfara, en von- um að fá Rafn Viggosson eftir ára- mótin. Með því að fá sérstakan mann til að sjá um unglingana hyggjumst við rétta þá starfsemi við. Ég er ekk- ert ákaflega óánægður með þetta. Mér finnst að það þurfi að þróast innan frá, og að við ölum upp okk- ar menn. Við viljum líka vinna að því að ná til eldri Valsmanna og fá þá inn í félagslífið aftur og þá meira í leik, og raunar allra sem þurfa á þjálfun að halda í félaginu. Ég er þeirrar skoðunar, að Valsmenn ættu að sitja fyrir um útlán valla í hús- inu, og ef svo skipaðist, að til okkar sæktu ungir menn úr öðrum grein- um félagsins, þá hafa þeir komizt í kynni við leikinn og geta þá haldið áfram, þegar þeir hafa hætt keppni en vilja hreyfa sig, og þá hefur það sýnt sig að badminton er vinsælt. Við höfum færri tíma til að selja inn á, og það þýðir minni tekjur og þá minna unglingastarf á komandi starfsári. Við eins og aðrar deildir félagsins leggjum áherzlu á afmælisárið, og reyna að gera það sem veglegast og höfum í hyggju að efna til móta af því tilefni. Ég vildi taka það fram hér, að badmintoníþróttin var mikið heppin að fá Pétur Nikulásson sem formann fyrir sambandið, því hann hefur starfað mikið fyrir Badmintonsam- bandið og lyft því upp og íþróttinni. í sambandi við heldur slaka fund- arsókn á aðalfundum í Val, vildi ég láta það koma fram að það bæri að harma það að stjórnin skyldi guggna á frumvarpinu um Fulltrúafund. Þá finnst mér sem vanti meiri festu í þá starfsemi sem byrjað var á í félaginu fyrir nokkru, að ná sam- an öllum stjórnum, nefndum félags- ins til fundar, og ræða hin almennu mál, sem efst eru á baugi á hverjum tíma. Þetta fór vel af stað, en hefur ekki staðizt, því miður. Þetta bind- ur þá saman sem vinna að málum félagsins, á hinum ýmsu sviðum. F. H. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var fyrst ieikin 1930. Fór hún fram í Uruguay. Mörg lönd voru það, sem ekki höfðu efni á því að vera þar í 3 mánuði, en Frakkland var þó eitt þeirra. Þeir léku við Argentínu í fyrsta leikn- um, og var leikurinn stöðvaður 6 mínút- um of fljótt. Úr dómarans hafði flýtt sér svona. Þótti þeim súrt í broti að fá ekki að leika fullan ieiktíma eftir alla þessa bið! Þeir fengu þó að leika þessar G mínútur í viðbót, en þó ekki fyrr en þeir voru búnir að klæða sig í sparifötin, þá fóru þeir aftur í franska búninginn og léku þessar 6 mínútur! Árið 1863 er töfraár knattspyrnunnar, og það ár- tal er að sjálfsögðu bundið við England eins og svo margt í knattspyrnunni. Það ár var ákveðið, að hvert keppnislið í knattspyrnu skyldi vera 11 manns, og að við miðja báða enda vallarins skyldi vera mark.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.