Valsblaðið - 24.12.1970, Page 26
24
VALSBLAÐIÐ
Frímann Hclgason:
Hrólfur Benediktsson, sextugur
„Hátíð er til heilla bezt‘;, segir mál-
tækið og vissulega er það rétt. Innan
fárra mánaða geta Valsfélagar tekið und-
ir þetta máltæki, er þeir minnast 60 ára
afmælis félaga síns.
Hinn 11. maí 1911 er Valur stofnaður,
svo sem kunnugt er. Var hann fjórða
knattspyrnufélagið, sem stofnað var í
Reykjavík og um árabil það yngsta.
Mikið vatn er til sjávar runnið síðan
Valur var stofnaður og margvíslegar eru
þær breytingar síðan það var, bæði er
tekur til starfsemi íþrótta almennt, að-
stöðu til iðkunar þeirra og skilnings þjóð-
félagsins í heild á gildi þeirra.
Vissulega er það talið, að íþróttirnar
eigi ennfremur en áður sérstaklega erindi
við innisetu- og tækniþjóðfélög vorra
tíma. Vinni sérstaklega þarft verk með
því að beina almenningi inn á braut
íþróttanna og rétta þá úr kútnum sem
daglega húka hálfbognir yfir verkefn-
unum, límdir við stóla eða bekki. Einn
þáttur þeirrar hreyfingar, sem hér að
vinnur og hefur unnið um árabil og
nefnd er íþróttahreyfing, er Knattspyrnu-
félagið Valur, sem senn minnist sextíu
ára starfsemi sinnar.
Nefnd hefur verið skipuð til þess að
annast um undirbúning að afmælishald-
inu og hafa yfirumsjón með því. En hér
kemur sannarlega meira til en starf
fárra félagsmanna. Hér verður til að
koma samhent starf allra deildarstjóra,
nefnda og ráða, já allra félaga yngri og
eldri. Eigi vel til að takast og sú hátið,
sem í hönd fer innan Vals, megi verða
félaginu í heild að þeim sóma, sem því
er samboðið, þar sem fortíð og frum-
herjum er þakkað það starf, sem lagt var
í upphafi með þeim trausta grundvelli
sem aldrei haggaðist og framtíðin er
skoðuð í ljósi nútíðarinnar og starfi líð-
andi stundar.
„Starfið er margt en eitt er bræðra-
bandið“, minnist þess félagar góðir, og
„Að hátíð er til heilla bezt“ en því aðeins
verður það að allir leggist á eitt, treysti
bræðrabandið.
Fimmtíu ára afmæli félagsins var mjög
til fyrirmyndar og sóma félaginu, þar
sem fortíð var tengd nútíð og nútíð
framtíð, þannig verða liátíðir til heilla
beztar. Slíkir tímamótaatburðir sem
stórafmæli eiga að vera félagslegur afl-
gjafi til aukinna dáða og verða það, sé
rétt á haldið.
Ungu piltana, sem stofnuðu Val í
KFUM-portinu við Amtmannsstig, hefur
örugglega ekki grunað hvert spor þeir
væru að stíga, og allra sízt það, að þeir
væru að leggja grunn að íþróttafélagi,
í ágústmánuði s. 1. átti Hrólfur
Benediktsson sextugsafmæli. Hann er
öSium eldri Valsmönnum kunnur, og
vafalaust kannast stór hópur af þeim
yngri við Hrólf, þó að hann hafi ekki
verið síðustu árin mikið í sviðsljósinu
hjá félaginu.
Hann var einn af þeim kjarnakörl-
um sem léku í öðrum flokki Vals á ár-
unum rétt fyrir 1930, og hélt svo á-
fram merkilegri sigurgöngu x félaginu
um fjölda ára. Hrólfur var mikill á-
hugamaður um knattspyrnu, tók íþrótt
sína alvai'lega, æfði vel og var baráttu-
maðurinn þegar út í leikina kom.
Hann var alltaf léttur í lund, og
uppörvandi, og Valur var honum kær
og er það ekki síður nú. Hrólfur sat
um alllangt skeið í stjórn Vals og
vann oft í nefndum fyrir félagið og
lá þá ekki á liði sínu.
í tilefni af þessu afmæli hans þótti
rétt að ræða við hann smástund og
fá hann til að segja dálítið frá veru
sinni í Val, og því sem á daga hans
dreif, meðan hann keppti þar, lifði og
hrærðist, hvaðan hann kom og hvers-
vegna hann gekk í Val. Hrólfi sagðist
þannig frá:
— Ég er Isfirðingur að uppruna,
fæddur þar 23. ágúst 1910, og var þar
til 12 ára aldurs. Ég stundaði þar lítið
knattspyrnu, fór alltaf í sveit á sumr-
um, gat þó á vorin verið svolítið með,
og var þá oftast í mai’ki. Ég minnist
þess að ég iðkaði mikið leikfimi undir
handleiðslu Gunnars Andrew, og varð
úr þessu hálfgerður úrvalsflokkur. Er
til mynd af þessum hópi, sem nú fyrir
nokkru var dregin sérstaklega fi'am í
tilefni af stórafmæli Harðar, en ég
var félagi þar. Ég tel að í leikfimi
þessari hafi ég fengið mjög góða und-
ii’stöðu í íþróttum.
Árið 1921 fluttist ég til Reykjavíkur.
Þangað höfðu farið á undan mér tveir
leikfélagar mínir, þeir Jón Jóhannes-
sem er tímar liðu fram, yrði eitt meðal
stæltustu félaga á því sviði.
En hér sannast það sem oftar, að eng-
inn veit á hverri stundu mælir og glaður
er góður vilji og sigursæll. Ungu pilt-
arnir voru glaðir í sinni trú og tryggir
sinni iþróttaköllun, félagslegur grund-
völlur þeirra var traustur. Valsmenn hafa
margs að minnast og þakka á sextugs-
afmælinu. Minnast þeirra sem fyrstir
hófu merkið og fjölda annarra lífs og
liðinna, sem hafa á liðnum áratugum lagt
sitt af mörkum til að gera Val að því for-
ystufélagi ísl. íþróttahreyfingar, sem
hann er í dag, bæði félagslega og iþrótta-
lega.
Hrólfur Benediktsson 60 ára.
son fimleikameistari síðar og badmin-
tonmeistari, og Sveinn Helgason heild-
sali. Þegar ég kom til Reykjavíkur, þá
voru þeir staddir á bryggjunni, og það
fyrsta sem þeir sögðu við mig er: „Nú
gengur þú í Fram“. Ég hafði séð
Fram leika á ísafirði árið áður, ef ég
man rétt, hafði þá aldrei séð félag úr
Reykjavík keppa fyr, og þótti mikið til
koma, og því ekki að ganga í Fram, og
gerði það. Ég þekkti þá ekkert til ann-
arra félaga hér. Ég æfði svo með Fram
næstu 3 árin og keppti með þeim. Á
þessum árum voru Framararnir sterk-
ir í fyrsta aldursflokki, svo af bar, en
minna hugsað um yngri flokkana. Við
æfðum þá á gamla vellinum, en Vals-
menn voru þar skammt frá og höfðu
þeir fataskipti í gryf junni, og fengum
við þá stundum að nota hana líka, og
æfa.
Árangurinn varð því heldur slakur,
og minnist ég þess ekki að hafa unnið
leik í þriðja flokki á þessum árum,
nema einu sinni. Var það Víkingur á
síðasta mótinu sem ég tók þátt í í
þeim flokki, og lauk leiknum með 5:0
að mig minnir Fram í vil. Þessi sigur
vakti þvílíka gleði meðal Framara og
við vorum bornir eins og hetjur útaf
vellinum, og þeir Pétur Sigurðsson
háskólaritari og Tryggvi Magnússon
fóru með okkur á „Kafé Rosenberg"
sem kallað var og veittu okkur þar
súkkulaði og kökur af mikilli rausn.
Vonuðum við nú að nú mundum við
fara að fá æfingar og þjálfara. Næsta
vor var ég kominn í annan flokk og