Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 27
VALSBLAÐIÐ
25
fór þá á æfingar hjá fyrsta flokki
(Meistarafl. nú). Einhver hálfkær-
ingur hefur verið í þessu, því ég man
eftir því, að þegar þeir voru að stilla
knettinum upp fyrir sig, þá rukum við
til og spörkuðum knettinum frá þeim.
Þá sárnaði þeim við okkur og skip-
uðu okkur út af vellinum. Þetta sárn-
aði einnig okkur Jóni Jóhannessyni,
því við vorum þó Framarar, og við
létum ekki segja okkur þetta tvisvar,
við fórum beint upp í verzlunina Vísi
til Halldórs Arnasonar (Dolla í Vísi
eins og hann var kallaður) og
báðum hann um að skrifa okkur inn í
Val, sem hann gerði.
Jón komst strax í annan flokk Vals,
en ég er á leið sumarið. Mér er minnis-
stætt þegar Pétur Sigurðsson kom til
mín í prentsmiðjuna og bað mig að
koma aftur í Fram, en ég lét mig ekki,
og þar við sat.
Þó ég ætti heima á Ránargötunni
á þessum árum hafði ég engan sér-
stakan áhuga á KR, þekkti þá ekki.
Eg varð þó var við að þeir voru ekk-
ert hrifnir af því að vita af Vals-
manni þarna vestur fi-á. Það kom
nefnilega nokkrum sinnum fyrir, þeg-
ar móðir mín hafði þvegið búninginn
minn og hengt hann upp til þerris, að
þegar til átti að taka var búið að
klína í hann einhverjum óhreinind-
um, og hafði ég unga KR-inga óneit-
anlega grunaða um að bekkjast þann-
ig við búninginn minn.
Þessi annar flokkur Vals varð mjög
sterkur, og ég held að við höfum varla
tapað leik í þrjú ár meðan ég hafði
aldur til að leika þar. Þetta var sam-
stilltur hópur.
Þjálfarinn okkar á þessum árum
var enginn annar en Jón Sigurðsson
núverandi borgarlæknir. Hann inn-
leiddi það hjá okkur að vera mikið
saman, vera félagar. Og hann lét ekki
sitja við orðin tóm, því hann lét okk-
ur koma heim til sín fyrir kappleiki,
og ef leika átti á laugardegi komum
við saman á föstudagskvöldi. Var þar
drukkið kaffi, borðaðar pönnukökur,
og talað um leikinn. í þá daga var
ekki mikið um kennslubækur til að
fræðast af um knattspyrnu, en Jón
hafði orðið sér úti um erlendar knatt-
spyrnubækur, og var þar mikið af
myndum og teikningum. Þetta skoð-
uðum við og reyndum að átta okkur á
því hverju myndirnar voru að segja
frá, og svo þýddi hann og skýrði fyrir
okkur. Þessir fundir og þessi fræðsla
þjappaði okkur ákaflega mikið sam-
an, og ég er viss um að við bjuggum
lengi að þessum samkomum hjá Jóni.
Þar myndaðist sá kjarni íþróttalega
og félagslega, sem varð undirstaðan
undir velgengni Vals upp úr 1930, og
má segja að hafi staðið síðan, þó sér-
staklega megi nefna tímabilið 1930
til 1945.
Hrólfur Benediktsson
á yngri árum.
Minn fyrsta leik í meistaraflokki
keppti ég 1929, og kom inn fyrir Geir
Ólafsson, sem hafði fótbrotnað í leik,
og þá komu nokkrir fleiri upp úr öðr-
um flokki. Árið eftir eða 1930 voru 7
piltar í meistaraflokki, sem á undan
förnum árum höfðu staðið í hinni
ströngu baráttu í öðrum flokki. Þetta
ár var tekið óvenjulega alvarlega, og
aldrei þessu vant var æft inni allan
veturinn, og voru það áhrif frá Jóni
Sigurðssyni.
Þessir annars flokks leikir Vals og
KR á undanförnum árum vöktu mikla
athygli og þangað streymdi fjöldi á-
horfenda og það jafnvel svo þúsund-
um skipti, þegar mest var. Mér er sér-
staklega minnisstæð úrslit í móti ann-
ars flokks, mig minnir að það hafi
verið 1927. Tvisvar hafði orðið jafn-
tefli, og varð nú að leika enn til úr-
slita. Axel Andrésson hafði dæmt leik-
ina áður, en nú vildu KR-ingar fá er-
lendan dómara af ensku herskipi, sem
lá hér á ytri höfninni, og var það sam-
þykkt. Leikurinn var jafn eins og vant
var og gekk á ýmsu.
Eftir fullan leiktíma var enn jafn-
tefli, og enn var framlengt. Þá skeður
það að dæmd er aukaspyrna á mark-
teig á KR. Röðuðu þeir sér þá allir á
marklínu, og við vorum þar líka flestir
nálægir. Óskar Jónsson, sem var mið-
herji, var látinn taka spyrnuna, sem
lítið varð úr, en þegar hann hafði
hreyft knöttinn má segja að fylking-
ar hafi sigið saman, með knöttinn á
milli sín, og endaði það með því að
KR-ingar urðu undan að láta, og hnik-
aðist knötturinn þannig inn í mark
KR og sigruðum við þar með! Ég
varð satt að segja undrandi á því að
dómarinn skyldi ekki stöðva þessi
átök, sem vafalaust hafa ekki líkzt
knattspyrnu.
Veturinn 1929—30 æfði ég leikfimi
hjá Jóni Þorsteinssyni með það fyrir
augum að taka þátt í hópsýningu á
Þingvöllum á Alþingishátiðinni. í
maí varð ég fyrir þeirri óheppni að
hásinin slitnaði illa. Fékk þó ótrú-
lega fljótt lækningu, en þorði ekki að
að halda áfram leikfiminni, en hallaði
mér heldur að knattspyraunni, og
lagði áherzlu á það að geta keppt með
Val um sumarið. Hinsvegar hafði ég
mjög gott af þessum leikfimisæfing-
um hjá Jóni, og komu þær mér að
góðu haldi síðar.
íslandsmótið á þessu vori verður
mér alltaf minnisstæðast allra móta
og þá sérstaklega úrslitaleikurinn.
Æfingarnar allan veturinn, sú félags-
lega samheldni og sú spenna, sem var
í þessum samstillta hóp, verður mér
alltaf minnisstætt tímabil. Ég minn-
ist líka þegar við fórum til séra Frið-
riks upp í KFUM fyrir leikina og þá
sérstaklega fyrir úrslitaleikinn við
KR. Hann talaði vinsamlega og hvetj-
andi til okkar og það hafði mjög góð
áhrif á okkur. Síðan gengum við í
fylkingu suður á völl og séra Friðrik
með okkur. Hann hafði aldrei séð Val
vinna leik, og nú var spurningin hvort
það heppnaðist í þetta sinn.
Leikurinn var mjög spennandi, jafn
og tvísýnn. Okkur var öllum ljóst að
við lékum á móti sterku liði og því
urðum við hver og einn að gera sem
hægt var til að standast þá. Má nefna
úr liði KR menn eins og „tríóið“
Hansa-—Steina—Gísla, allt bráðsnjall-
ir leikmenn. Þessai'a manna varð að
gæta sem mögulegt var, og kom það
í minn hlut að gæta Hans Kragh. Ólaf-
ur Sigurðsson fékk aftur að hugsa um
Gísla, og var það ekki auðvelt verk. En
Ólafur truflaði hann oft undarlega vel,
og einkenndist það oft af því hve lag-
inn hann var að krækja knettinum af
Gísla, án þess að hrófla með hrind-
ingum við honum. Á þessu kunni ég
ekki iag, varð að ganga inní mennina
sem ég átti við. Mér er alltaf minnis-
stætt úrslitamarkið sem Jóhannes
Bergsteinsson gerði, í fyrsta lagi að
Valur hafði nú fengið forustu, og í
annan stað hve markið var skemmti-
lega skorað, með hreinu skoti í blá-
hornið, óverjandi fyrir markmanninn.
Eftir leikinn var mikill ys og þys
á vellinum, og fagnaðarlæti Valsunn-
enda mikil, og nú hafði séra Friðrik
séð Val sigra. Þegar leik var lokið og
úrslit kunn, reis maður úr sæti sínu
ekki langt frá séra Friðrik, og kallar
kröftugri röddu útyfir mannf jöldann :
„Hafið þið heyrt það, Valur er ís-
landsmeistari!“ og lætur síðan fólkið
hi'ópa ferfalt húrra fyrir Val. Maður
þessi var Sigurjón Pétursson frá Ála-
fossi. Síðan var okkur afhentur bik-
arinn, og að því loknu fórum við til
séra Friðriks og tókum í hendina á
honum, og það leyndi sér ekki gleði-
svipurinn á andliti hans.
Þetta var nokkuð óvæntur sigur, en
þó hafði Valur verið í úrslitum nokkr-
um sinnum á undanförnum árum, en
KR-ingarnir voru búnir að sigra í