Valsblaðið - 24.12.1970, Side 28
26
VALSBLAÐIÐ
Reykjavíkurmeistarar 1932. Eitt at' hinum sigursælu liðum, þegar Hróli'ur lék með.
Aftari röð f. v. Agrnar Breiðfjörð, Hrólfur Benediktsson, Pétur Kiistinsson, Jón
Eiríksson, Ólafur Sigurðsson, Frímann Helgason, Óskar Jónsson, Gísli Kærnested.
Fremri röð f. v. Kristjón ísaksson, Hólmgeir Jónsson, Jón Kristbjörnsson,
Jóhannes Bergsteinsson og Björn Sigurðsson.
móti þessu 4 ár í röð, og tefldi því
fram mun reyndari mönnum en Val-
ur. Mörgum eldri KR-ingum féll þetta
mjög þungt, og minnist ég tveggja
sem ég var kunnugur, að þeir heilsuðu
mér ekki á eftir. Þó barizt væri hart
á vellinum, voru KR-piltarnir alltaf
góðir kunningjar manns utan vallar,
og áttum við margar glaðar stundir
saman.
Margt skemmtilegt kom á eftir
þessu, en þetta verður alltaf efst í
huganum þegar ég lít til baka yfir
keppnisferil minn hjá Val.
Á þessum árum voru ekki miklar
breytingar á liðinu, enda var það
ungt að árum. Frá þessum tíma eru
mér minnisstæðir leikmenn hjá Val,
eins og Agnar Breiðfjörð, sem var
leikinn og duglegur og fljótur, sem
skapaði oft hættu.
Hann var bezti útherjinn hér þá.
Jón Eiríksson hægri útherjinn var
mjög leikinn, og fljótur að átta sig á
samleiksmöguleikum, þó hann hefði
ekki hraða Agnars. Hann gaf alveg
sérstaklega góða bolta fyrir markið.
Agnar var einnig nákvæmur í spörk-
um, og átti það til að skora mörk
beint úr horni, og kom það nokkrum
sinnum fyrir. Björn Sigurðsson var
mjög leikinn með knöttinn, og lék
menn oft grátt.
Mér þótti oft gott að vita af Frí-
manni fyrir aftan mig, því ég var
ekki fljótur að hlaupa, og átti ég þá
til að kalla til hans og segja honum
að skalla yfir þá, og byrja svo nýtt
áhlaup. Jóhannes var snjall knatt-
spyrnumaður og gat bæði leikið í
sókn og vörn, og hafði næmt auga
fyrir samleik.
Þetta voru allt léttir og kraftmiklir
strákar, með mikla samheldni og
dugnað.
Þessi áratugur milli 1930 og 1940
var skemmtilegt tímabil, og margar
minningar frá þeim árum. Margir
leikjanna voru eftirminnilegir og þá
sérstaklega leikirnir við KR, enda
voru þeir oftast í úrslitum við okkur
bæði í íslands- og Reykjavíkurmótum,
þó er erfitt að draga einhvern leikinn
sérstaklega út úr, baráttan var alltaf
hörð.
Einn leikur er mér alltaf minnis-
stæður, sem ég lék með úrvali sem
keppti 1934. Vorum við fimm Vals-
menn í liði þessu. Leikar fóru þannig
að úrvalið vann með 5 mörkum gegn
engu, en það mun hafa verið í fyrsta
sinn, sem Islendingar sigruðu erlent
lið hér heima. Það var dálítið sérstætt,
að allir framlínumennirnir skoruðu
sitt markið hver, en þeir sem þar léku
þá voru: Jón Sigurðsson, Hans Kragh,
Þorsteinn Einarsson, Gísli Guðmunds-
son og Agnar Breiðfjörð. I þessum
leik fékk ég það hlutverk að gæta hins
snjalla knattspyi’numanns Dana, Thiel-
sen. Ég hafði fengið þau fyrirmæli
að fara ekki meter frá honum, og tók
ég þetta bókstaflega, og varð til þess
að ég gekk inn í manninn, og þá segir
hann: „Du spiller som en Hest“! Hann
undi þessu illa og fór inn á miðjuna, en
miðherjinn fór út á kantinn, og þá
skiptum við Björgvin Schram. Þá er
kallað til Thielsen: „Pass pá Hesten"!
Ekki undi hann þar lengi og fór á
sinn stað, en hann skoraði ekki mark
í leiknu'm. Var oft í þetta vitnað og
brosað að þessum aðförum, sem báðir
sluppu þó ómeiddir út úr.
Mér verður lengi minnisstæð Fær-
eyjaförin, þar sem við kepptum við
Færeyinga, en það var fyrsta keppni
íslenzks knattspyrnuliðs á erlendri
grund, en það var 1930. Erlendur Ó.
Pétursson var fararstjóri og Axel
Andrésson þjálfari og dómari. Frá
Val voru 5 leikmenn í þessum hópi,
eða: Jón Eiríksson, Hólmgeir Jóns-
son, Jón Kristbjörnsson, Agnar Breið-
fjörð og ég. Við unnum þennan fyrsta
,,landsleik“ eins og við nefndum hann
með einu marki gegn engu. Markið
skoraði Þorsteinn Einarsson með
skalla, en meðan leikurinn fór fram
var myrkaþoka, og stríddum við Steina
með því að hann hefði notað sínar
gömlu brellur, og ýtt aðeins við
knettinum innfyrir með puttunum í
skjóli þokunnar!
Móttökurnar voru svo einstæðar að
ég hef aldrei notið slíks og hef þó víða
farið. Þegar við komum til Þórshafnar
og skipið lagðist upp að bryggjunni
var þar fyrir stór lúðrasveit, sem lék
án afláts okkur til heiðurs, eins og hér
væru þjóðhöfðingjar á ferð.
Fólkið sýndi okkur sérstaka vin-
semd, og oft kom það fyrir þegar við
komum í verzlanir og þurftum að
kaupa smávegis var ekki um að ræða
borgun, eða ef maður þurfti að láta
gera við skóna sína þá fengum við
ekki að greiða neitt fyrir það.
Mér er alltaf dálitið minnisstætt
atvik, sem við sáum og má kalla
stjórnmálalegs eðlis. í sambandi við
sjálfstæðisbaráttu sína höfðu þeir
gert sér sérstakan fána og voru að
koma honum á framfæri þegar tæki-
færi gáfust. Páll Patursson hafði
komið fána þessum fyrir í þinghús-
inu, á áberandi stað, en svo komu aðr-
ir sém ekki felldu sig við þetta og
tóku hann niður, og horfðum við á
þetta. Allt gerðist þetta með ró og
spekt, en minnti svolítið á baráttuna
hér um hvítbláa fánann, sem kom við
sögu í sjálfstæðisbaráttu okkar hér
heima á sínum tíma.
Því má bæta hér við, að næsta ár
var undirritaður ásamt mörgum Vals-
mönnum á ferð í Þórshöfn, og keppt-
um þar einn leik á leið okkar til Dan-
merkur. Það fór ekki fram hjá okkur
að Hrólfur og fleiri þeirra Vals-
manna, sem voru þar árið áður voru
vinsælir þarna í Þórshöfn, og vonandi
er ekki verið að ljósta upp neinu
leyndarmáli þó sagt sé frá því núna,
að þeir týndust eftir leikinn, og
fundust ekki. Skipið var farið frá
hafnarbakkanum, en fór rólega. Loks