Valsblaðið - 24.12.1970, Síða 29
VALSBLAÐIÐ
27
sést bátur koma frá landi og er róið
lífróður á eftir skipinu, sem „lónaði“
þarna rétt fyrir utan, og þar voru á
ferð hinir „týndu synir“ með færeysk-
um ferjumönnum, og allt fór þetta
vel, en aldrei hefur, svo vitað sé, far-
ið orð af þeirra munni um það hvað
tafði!
Á sínum tíma orti séra Friðrik
Friðriksson kvæði, sem var þrjú er-
indi, og gerði það undir göngulagi er-
lendu og varð þetta okkar Valssöngur.
Þessi söngur þjappaði okkur vel sam-
an og sungum við hann þegar við
komum saman við ýmis tækifæri. Við
áttum það til að syngja hann í bún-
ingsherbergjunum áður en við fórum
út á völlinn, og húrruðum þá oft á
eftir. Einu sinni sagði vinur minn
Þorsteinn Einarsson í KR við mig:
Alltaf eruð þið Valsmenn að syngja
KFUM-söngva og svo kemst maður í
„óstuð“!
Einn maður frá þessum árum er
mér ákaflega minnisstæður; hann hét
Kristján Helgason, faðir Einars
Kristjánssonar óperusöngvara og
þeirra systkina. Kynni okkar Kristj-
áns byrjuðu þannig, að þegar ég var í
Félagsprentsmiðjunni, annaðist hann
kyndingu þar og kom þá snemma á
morgnana til að kveikja upp eða
hressa við eldana. Þá kom hann oft
inn til okkar, og spjallaði við okkur
góða stund. Hann var mikill áhuga-
maður um knattspyrnu, og fylgdist
mjög vel með, svo okkur varð oft
skrafdrjúgt um knattspyrnumálin og
leikina. Hann þekkti alla flokka og
horfði á leiki þeirra, var glöggur að
sjá út efnin og hafði gaman af að
fylgjast með þeim. Einhvernveginn
var það svo að hann tók miklu ást-
fóstri við Val, og veit ég ekki hvers
vegna hann gerði það. Hann hafði það
fyrir sið að koma inn í búningsher-
bergið, þegar meistaraflokkur Vals
átti að keppa, tók sér sæti þar sem lít-
ið fór fyrir honum, og hafði sýnilega
gaman af því þegar við fórum að
syngja. Fljótlega tók hann upp á því
að koma með hitabrúsa með rjúkandi
kaffi, til að gefa mér og Jóhannesi í
hálfleik, og hafði með sér tvo bolla.
Hann varð þess fljótt áskynja, að það
voru fleiri sem vildu fá sér hressingu
í hálfleik, og þetta endaði með því að
bollarnir urðu 11, og að þetta varð að
föstum vana í mörg ár, eða meðan
hann lifði, að hann sameinaði hóp-
inn í kringum körfuna, og alla hita-
brúsana, þar sem hver maður hafði
sinn bolla. Hann var eins og skilnings-
ríkur faðir, sem með hjartagæzku
sinni hyglaði drengjunum sínum, sem
voru þreyttir og sveittir að vinna að
hugðarefni hans, knattspyrnunni.
Persónulega var hann sannfærður
um að þetta gerði okkur gott, og ætti
ríkan þátt í því hve vel gekk. Vissu-
lega sameinaði þetta hópinn í hálfleik,
og heitt kaffið gat leyst úr læðingi
orku, sem ef til vill hefði annars ekki
komið fram.
Eitt var það enn sem hafði góð
áhrif á liðið, en það voru „grínistarn-
ir“, sem í tíma og ótíma létu „brand-
arana“ fljúga um, og hirti hver sitt,
en í liðinu á þessum árum voru margir
sem bjuggu yfir mikilli kímnigáfu,
og má þar nefna: Hermann Her-
mannsson, Magnús Bergsteinsson,
Guðmund Sigurðsson, Egil Krist-
björnsson og ýmsa fleiri.
Eitt er það sem ég sakna núna, og
það er hve sjaldan ég heyri Valssöng-
inn sunginn og þá á ég við: „Gangið
fram á svæðið sveinar“, sem er ljóð
séra Friðriks. Kvæðið er meistai'alega
gert, og finnst mér ég lesa út úr því
heilan spennandi kappleik. Valssöng-
inn þurfa allir starfandi Valsmenn að
kunna bæði ljóð og lag. Söngurinn
sameinar, ef hann er sunginn af
áhuga og krafti, þannig var það, þeg-
ar ég var með í þessu, og hann hefur
þennan töframátt ennþá, ef það er
notað.
Eitt „embætti“ hafði ég um langa
hríð meðan ég lék með Val, og það var
að ég var látinn taka vítaspyrnur.
Þetta reyndi á taugarnar, og þá sér-
staklega ef mikið var í húfi, leik-sigur
eða mót-sigur. Minnist ég einnar víta-
spyrnu þar sem ég „brenndi af“ og við
töpuðum móti, það var sárt. Ég man
líka að við unnum mót á vítaspyrnu,
sem ég tók, svo þetta gekk á ýmsu
með vítaspyrnurnar. Ég hafði þann
hátt á yfirleitt að læða knettin-
um öðruhvorumegin við markmann-
inn, en sparkaði ekki af afli, eins og
margir gera, en þetta reyndi alltaf á,
og ofaná það bættist svo kvölin, þegar
maður „brenndi af“!
— Já, ég er bjartsýnn með meist-
araflokkinn eins og hann er núna í lok
keppnistímabilsins. Hins vegar skal
ég játa að ég var mjög svartsýnn
langt fram eftir sumri. Ég skyldi ekk-
ert í því hvað þetta var komið langt
niður, eftir að hafa verið á toppnum
eða við toppinn fyrir tveimur árum.
Ég horfði á nokkra leiki og m. a.
jafnteflisleik við KR þar sem mér
fannst flest vera öðruvísi en það átti
að vera. En svo var ég svo heppinn að
sjá leik Vals við Akureyri á Laugar-
dalsvellinum, ljómandi skemmtilegan
leik og vel leikinn. Ég hafði aldrei séð
þessa stráka, og ákvað nú að koma inn
til þeirra í hálfleik, en það hafði ég
ekki gert í mörg ár, og þekkti þá því
ekki. Ég var kátur og glaður yfir
þessari breytingu, og fannst að ég
yrði að segja þeim frá því hve þetta
væri gott hjá þeim. Ég fékk leyfi
Árna Njálssonar til að koma inn, og
svo sagði ég nokkur orð við þá, dáð-
ist að samleik þeirra, og baráttuvilja.
Áður en ég yfirgaf búningsherbergið
sagði Árni Njálsson nokkur hvatning-
arorð til þeirra, áður en þeir fóru út,
og ég verð að segja það, að ég hef ekki
heyrt betri hvatningu en Árni flutti
þarna. Þegar ég kom inn og sá þessa
pilta voru þetta allt ungir menn, stói'ir
og glæsilegir á að líta, aðeins einn
í styttra lagi, og hefði það ekki þótt
mikið í gamla daga!
Ég hef horft á leiki liðsins eftir það
og mér finnst þetta alveg sérstaklega
efnilegir piltar sem skipa meistara-
flokkinn, og kemur þar til dugnaður,
leikni og skilningur á því hvað knatt-
spyrna er. Ég er því mjög bjartsýnn
með framtíð Vals, og trúi á góðan ár-
angur hjá þessu unga efnilega liði.
Að lokum vildi ég segja, að það væri
gaman að vera ungur aftur, og geta
leikið sér við þær aðstæður sem
knattspyrnumenn hafa núna.
Ég er ánægður með starfið í Val
eins og ég sé það. Það er alltaf eitt-
hvað að gerast, og nú nýlega búið að
stofna körfuknattleiksdeild. Sjálfur
er ég þannig, að þótt ég komi ekki
nærri daglegu striti í félaginu, þá eru
þess áhyggjur mínar áhyggjur, og
gleði þess mín gleði. Mér er sagt að
það eigi að færa út kvíarnar á Hlíðar-
enda, gera fleiri velli til þess að geta
tekið á móti fleiri æskumönnum til
æfinga. Þetta er allt í framfaraátt.
Og það er ósk mín til félagsins að það
haldi alltaf áfram að efla fólkið inn-
an sinna vébanda að íþrótt og dáð,
sagði þessi aldni knattspyrnukappi að
lokum.
Að endingu má geta þess að Hrólf-
ur hefur verið mikill áhugamaður um
ferðalög á fjöllum uppi, og stundað
skíðaferðir. Hann tók á sínum tíma
þátt í skíðagöngu á skíðamótum hér
sunnanlands, og ennfremur sást hann
í svigbrautum landsmóta á bernsku-
árum þeirrar íþróttar hér á landi.
Hér eru Hrólfi færðar þakkir fyrir
gott starf fyrir Val á liðnum árum,
og árnað heilla með sextugsafmælið.
F. H.
Ert þú góður samherji
í leik?
Ef sending til þín frá samherja mis-
heppnast, og þú brettir í brýrnar, og
hreytir úr þér hnjóðsyrði, ert þú lélag-
ur samherji.
Ef þú lætur ekkert á þig fá, og segir:
„Allt I lagi, betra næst“, þá ert þú góður
samherji, sem hjálpar félaga þínum að
jafna sig á þessum mistökum, því enginn
hefur fundið eins til og hann.