Valsblaðið - 24.12.1970, Qupperneq 31

Valsblaðið - 24.12.1970, Qupperneq 31
VALSBLAÐIÐ 29 inum, bæði neðarlega og innarlega. Má segja, að þetta hafi ekki verið langt frá „annexíu" Valsmanna á þeim árum. Ég eignaðist líka þarna marga góða vini úr röðum Vals- manna, svo það er ekki að undra, þótt ég klappaði og hrópaði með því félagi í byrjun. Ég dáðist að öll- um þessum íþróttastjörnum á þess- um árum og eignaðist góða kunn- ingja úr öðrum félögum, og þá ekki síst úr Vesturbænum. Því var það þegar ég fór að starfa með Val á sínum tíma, að menn fóru að spyrja mig hvernig á þessu stæði, þú, sem ert KR-ingur, Björn! Satt að segja hefur knattspyrnan alltaf átt hug minn allan, seitt mig til sín sem áhorfanda, en ekki orðið svo lánsamur að verða hinn virki þátttakandi í sparkinu, gallinn var sá. •— Hvernig vildi það svo til, að þú fórst að starfa fyrir Val, eftir að hafa aðeins verið áhorfandi bæði hér á Vellinum og á stórleikjum í Kaup- mannahöfn og víðar og árin orðin þó nokkuð mörg, sem þú áttir að baki? — Ég held að ég hafi aldrei orð- ið eins undrandi og þegar ég áttaði mig á því, að ég var orðinn formaður í Knattspyrnudeild Vals! Ég held, að það hafi verið það und- arlegasta, sem fyrir mig hefur kom- ið á lífsleiðinni. Tildrögin til þessa voru svo skrýtinn kapítuli, að ég er ekkert ákafur í að segja frá því, menn mundu halda, að þetta væri allt saman tilbúningur, ef ég segði í öll- um atriðum, hvernig það gekk til. Ég datt inn í þetta án þess að hafa hug- mynd um, ef svo mætti segja, og var orðinn formaður í stórri knatt- spyrnudeild án þess að vita mitt rjúkandi ráð! Það er kannske rétt að ljósta upp um manninn, sem á sökina á því, að ýta mér með snörum aðgerðum inn í þetta, án þess að ég vissi, hvað var eiginlega að gerast, en það var Úlfar Þórðarson. Við vorum leik- bræður og vinir, og höfðum skemmt okkur saman í hlaupum, og ýmsu, og keppt saman, og þykist hann hafa unnið, en ég held, að það sé vitleysa, ég hlýt að hafa unnið! Hann mun hafa verið fenginn til að tala við mig, og er mér ekki grun- laust um, að það hafi gert mest að menn höfðu séð mig ákaflega oft á Vellinum horfanda á fótbolta. Þeir hafa hugsað sem svo: Hann er ákaf- lega spenntur, hann er sjálfsagt með bakteríuna, og sjálfsagt að tala við hann. En smeykur er ég um það, að það hafi verið mikið neyðarbrauð að far- ið var út í þetta. Nú, svo var það að Úlfar gerði mér boð að koma á lækningastofuna til sín. Hann þyrfti Afmœliskveðja Björn Carlsson 60 ára. Einatt bregðast æviskrár, yfirbuga vitið. Þær segja þig hafa í 60 ár sólargeisla litið. Yfirburða æskuranns enn í dag færð notið. Carlsson oft við kappafans, hefur keppt og sigra hlotið. Þú hefur aldrei lotið lágt, hvar ljósin björtu skína, sjá þeir sem að horfa hátt heillastjörnu þína. Það mun vera margra mál, mannheill frá þér stafar. Því við skulum við þína skál þamba í botn án tafar. Frá Árna Féturssyni og fjölskyldu. að tala við mig, sem ég og gerði. Hann var ekki orðmargur í það sinn. „Sæll og blessaður, gamli vinur“, sagði hann, „þú þarft að koma á fund á miðvikudaginn kemur, það er framhaldsaðalfundur í knatt- spyrnudeildinni, það á að kjósa þig sem formann þar, kosningin er ör- ugg þú verður kosinn, enginn vafi á því, það er búið að ganga frá því“. „Já, einmitt", segi ég, og vissi ekk- ert hvaðan á mig stóð veðrið. Ég átti ekki von á þessu. Við Úlfar höfðum ekki rætt saman í langan tíma. „Svo var það annað“, sagði Úlfar, sem hann vildi benda mér á, svona í leiðinni, en það væru nú smá- munir einir. Það væru sem sagt eng- ir þjálfarar ráðnir ennþá (það var komið fram í janúar), en ég hefði algerlega frjálsar hendur með þá! Komdu svo á miðvikudaginn og þú verður kosinn“. Ég þakkaði fyrir gott boð, gat ekkert sagt og kvaddi í skyndingu, því margir biðu. Þegar ég kom út, fór ég að geta hugsað svolítið skýrar og nánar, en þá var ekki hægt að ná tali af honum, hann var bundinn við sína sjúklinga. Allt stóð heima, sem Úlfar hafði sagt mér: Ég fór á fundinn, og ég var kosinn! Hvað sem öðru líður, þá verð ég að viðurkenna, að Úlfar hefur sjálfsagt gert rétt að sumu leyti hvað mig snertir, ég hafði gott af þessu, ég hafði ánægju af þessu, þegar út í það var komið, og ég kem aldrei til með að sjá eftir þeim tíma, sem ég var þarna við þessi störf. Ég kynntist þarna mörgum indæl- ismönnum, og eignaðist þar góða vini, sem ég vildi ekki missa núna fyrir nokkurn mun. Ég fann það þessi tvö ár, sem ég var formaður í deildinni, að ég var ekki nógu sterkur til að standa í þessu, enda kominn af létt- asta skeiði, en hugsaði mér að hætta, og vera aðeins með, og það hef ég reynt að gera síðan. Ég held að mað- ur eigi erfitt með að losa síg við þetta, þegar maður er einu sinni kominn út í það. — Hvað er þér eftirminnilegast frá þeim tíma, sem þú varst for- maður í deildinni? Ég held að ég geti svarað því ákaf- lega fljótt, ég held, að þegar dreng- irnir urðu Bikar-meistarar í meist- araflokki, hafi það glatt mig meira en allt annað. Það var mikið fyrir því haft og gekk ekki of vel framan af, en þetta var gert með svo mikilli prýði og dugnaði á elsknlegan hátt, að ég held, að þeir hefðu ekki getað fært mér neina gjöf betri. .... Því má skjóta hér inn, að það gekk milli manna, að það hefði í rauninni verið Björn Carlsson, sem vann bikarinn með ræðu, sem hann flutti yfir keppendum kvöldið áður en úrslitaleikurinn fór fram! Og Björn heldur áfram: Þeir gerðu það heldur ekki endasleppt, því næsta ár urðu þeir Islandsmeist- arar, og þarnæst líka. Hafi maður eitthvað unnið að þessum árangri, þá held ég, að það sé að fullu greitt með þessum dýrmætu sigrum. — Er nokkuð annað, sem þér er eftirminnilegt og kært frá þessum tíma? Það er að sjálfsögðu ýmislegt, sem vert væri að minnast á, en ég held, að mér sé það kærkomnast, hvað mér var tekið frábærlega vel, þegar ég kom að deiidinni algjörlega ókunnur, þó að ég ætti nokkra kunn- ingja í Val, ókunnugur málum fé- lagsins og ókunnur leikmönnum öll- um, en allir þessir menn með tölu hjálpuðu mér á alla lund. — Minnist þú nokkurra leiðinlegra atvika eða yfirþyrmandi atburða frá þessum tíma?. — Ég minnist engra leiðinlegra atvika úr leik eða frá starfi. Leikir tapast og vinnast, knattspyrnan er þannig. Helzt var að maður var leiður, ef maður vissi að betur var hægt að gera í leik, en ég vil ekki rifja neinn sérstakan atburð upp í því sambandi. Ég vil þó minnast á það, að vera má að það hafi farið illa með heilsu mína að horfa á og fylgjast með úr- slitum Vals og Keflavíkur í íslands- móti þar sem leika varð tvo úrslita- leiki í sama móti, sem ekki mun hafa skeð áður, að ég bezt veit. Þeir voru svo spennandi og jafnir, að ekki mátti á milli sjá, og ég held að hjart- að hafi nær stanzað í fleirum en Birni Carlssyni við að horfa á þá leiki! Minnist heldur aldrei að svo hafi verið mjótt á mununum í báð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.