Valsblaðið - 24.12.1970, Side 33

Valsblaðið - 24.12.1970, Side 33
VALSBLAÐIÐ 31 SigurtlÓM• Sigurtlórsson: Valsdagurinn 1970 Vals-dagurinn var að vanda haidinn síðastliðiö sumar og' heppnaðist eins off fyrr prýðis vel. Veðurpuðirnir, þessi máttarvöld, sem svo oft eru upp á kant við íslenzka íþróttamenn, voru í all sœmilegu skapi þennan dag, enda höfðu þeir hellt úr skál- um reiði sinnar yfir Vals-daginn árið áður, eins og menn eflaust muna. Að Hlíðarenda voru samankomnir þennan dagr, bæði ungrir og aldnir félagrar í Val, foreldrar ungra Vals-manna og ýmsir félagrar úr öðrum íþróttafélögrum til að fylgrjast með ogr læra hvernigr halda á svona félagrsdagr. Við úr ritstjórn Vals-blaðsins löbbuðum þarna um svæðið ogr tókum nokkra gresti tali um Vals-dagrinn ogr annað er við kemur felagrinu ogr fara svör þeirra hér á eftir. Avarp Þórðar Þorkels- sonar, formanns Vals Góðir gestir! Fyrir hönd Knattspyrnufélagsins Valur býð ég ykkur velkomin hingað í dag. Það var á aðalfundi félagsins í árs- byrjun 1968, að hugmyndin að kynn- ingardegi fyrir Val kom fram. Hug- myndinni var vel tekið og samþykkt að koma henni í framkvæmd þá strax um sumarið. Kynningardaginn nefnd- um við ,,Valsdaginn“. Þessi fyrsta tilraun með Valsdaginn tókst mjög vel og var hann einnig haldinn árið 1969. Nú í dag er það því þriðji Vals- dagurinn, sem fram fer og er það von okkar Valsmanna, að hann verði ekki síðri, en þeir tveir, sem áður hafa verið haldnir og munum við í Val stuðla að því, að Valsdagurinn verði árviss viðburður í íþróttalífi borgar- innar. Það eru einkum tvær ástæður fyrir því, að við höldum Valsdag. í fyrsta lagi viljum við kynna þá starfsemi, ætla að hjálpa þér“, sagði ég. „Er yður alvara“, sagði hann eins og undrandi. Svo tókum við hvor undir sinn handlegg á drengnum og drösluðum honum áfram. Georg sagðist eiga heima í Borgargötu 27, en Emil ætti heima í sömu götu númer 50. Svo þrömmuðum við áfram alla hina löngu leið eftir Amager og Kristjánshöfn í ausandi rigningu og drösl- uðurn Emil á milli okkar. Hann hálf svaf stundum og kastaði við og við upp. Það var sama sem engin umferð á götunni. Emil var allur kámaður að framan á föt- um sínum. Þegar við vorum komnir á Hobropláss fór Emil að hressast nokkuð. Við fórum inn á Austurgötu, „Strauið“, sem við íslendingar köllum svo. Allt í einu sagði Georg: „Eigum við ekki held- ur að fara eftir hliðargötu?“ „Því þá, þetta er beinasta leiðin?“ „Já, en þætti yður ekki slæmt að sjást í fylgd með okkur, ef þér skylduð mæta kunningj- um?“ „Nei“, sagði ég, „ég á ekki aðra kunningja en þá, sem mundu skilja, hvað ég væri að gera“. Svo gengum við áfram...... Starfsárin II. bindi. sem fram fer hjá okkur í Val, en hún er að lang mestu leyti fólgin í iðkun knattspyrnu og handknattleiks, auk þess iðkum við badminton og á vet- urna rennum við okkur á skíðum. Nú benda allar líkur til þess, að í haust bætist við ný íþróttagrein við starf- semi félagsins, en það er körfuknatt- leikur. Þannig eykst starfsemin og gerir meiri kröfur til bættrar íþrótta- aðstöðu, bæði úti og inni, og er ein- mitt í undirbúningi stækkun íþrótta- svæðisins og bygging annars íþrótta- húss. í öðru lagi viljum við reyna að ná til foreldra þeirra unglinga, sem iðka íþróttir í Val. Við væntum þess, að foreldrarnir komi hingað, einmitt í dag, með börnum sínum, sjái ungling- ana í keppni og æfingum og komist þannig í nánari snertingu við sjálfan leikinn. Foreldrarnir skilja þannig betur áhuga unglinganna á íþrótt sinni. Við, sem störfum að íþrótta- málum, erum ekki undrandi yfir áhuga unglinganna, en það er álit okkar, að þeir sem ekki hafa komizt í snertingu við íþróttir eða íþrótta- starfsemi hafi farið mikils á mis. Af eigin reynslu get ég fullyrt það, að sá sem einu sinni byrjar í alvöru að iðka íþróttir og tekur þátt í starf- semi íþróttafélags, getur tæplega slitið sig frá þessum dásamlegu leikj- um, þetta verður hluti af lífi manns. Við viljum einnig gefa öllum Vals- unnendum og öðrum, sem áhuga hafa á íþróttum, tækifæri til að kynnast íþróttastarfseminni, að ógleymdum eldri Valsmönnum, sem fá hér tæki- færi til að rifja upp gömul kynni af Val og sjá hvert stefnt er. Nú í dag gefst ykkur, góðir gestir, tækifæri til að kynnast Val. Þið mun- uð sjá knattspyrnu-, handknattleiks- og badmintonkeppni og æfingar. Ykk- ur gefst tækifæri til að skoða íþrótta- svæði félagsins, íþróttahús, félags- heimili og skrifstofu. Við, sem erum í forsvari fyrir Val í dag, væntum þess, að þið verðið einhvers vísari um það umfangsmikla starf, sem hér er unnið, af fórnfúsum einstaklingum, sem mikið leggja á sig fyrir áhuga- mál sitt. Við gerum okkur ljóst, að ýmislegt mætti betur fara og alltaf er eitthvað til að lagfæra og endur- bæta, en það er sameiginlegt mark- mið okkar allra að halda áfram upp- byggingu Vals, auka og endurbæta það, sem eldri Valsmenn höfðu svo mikinn stórhug til að hrinda í fram- kvæmd og skapa þannig betri skil- yrði fyrir æsku okkar ágæta lands, til iðkunar íþrótta og allrar tóm- stundaiðju, en það stendur ekki á æskunni að koma og rétta hjálpar- hönd, ef henni er vel og skynsamlega stjórnað. Ég mun ekki ræða tilhögun Vals- dagsins í einstökum atriðum, það mun kynnir dagsins gera, auk þess hafið þið vonandi öll fengið prentaða dagskrá, sem auðveldar ykkur að fylgjast með því, sem fram fer. Þar er einnig að finna nokkrar upplýsing- ar úr sögu Vals. Ég vil nota tækifærið og þakka íþróttafólki úr öðrum félögum fyrir þeirra þátt í þessum Valsdegi, án ykkar væri enginn Valsdagur. Ég þakka undirbúningsnefndinni fyrir undirbúning og framkvæmd á þessum þriðja Valsdegi svo og öðrum Valsmönnum, sem stuðlað hafa að því að gera Valsdag að veruleika. Ég vænti þess að allir þeir, sem hingað koma í dag, hafi bæði ánægju og gagn af komunni. Og ég segi að lokum, Góða skemmtun. „Valsdagurinn er til fyrirmyndarí( Tuluó vió Thcódór Úshars- son. á hlaupum Tlieodór Óskarsson. „Sjáðu til, ég segi aldrei neitt nema það allra bezta um Val, enda er ég fæddur Vals-maður, uppalinn í Val og lék með félaginu í gegnum alla flokka og hef aldrei leikið með öðru

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.