Valsblaðið - 24.12.1970, Side 38
36
VALSBLAÐIÐ
stuttar, því það koma oft meira en
þrjú lið á æfingar, og þá verður eitt
liðið að sitja yfir á meðan hin keppa
saman. Mér finnst líka að leikirnir
séu allt of stuttir, hálfleikurinn að-
eins 7 mín.
Það ætti að vera algert lágmark
að leikirnir væru 2x10 mín. Þetta er
svo stutt, að maður áttar sig ekki á
því, þegar gefið er merki um að
leikurinn sé búinn, og ég veit, að
strákarnir í þessum aldursflokki eru
sammála þessu.
Annars hefur þetta ekki gengið
nógu vel í byrjun núna, en ég er
bjartsýnn um að það lagist, þegar
við erum komnir í æfingu, og þetta
eru nú ekki nema tveir leikir, töp-
uðum öðrum, en hinn var jafntefli.
Jón Guð-
mundsson
fyrirliði í 3. fl.
A., knattsp.
Ég mun hafa gengið í Val 1965,
en var áður í Fram. Ástæðan til
þess að ég skipti um félag var sú,
að allir strákarnir í kringum mig,
þar sem ég átti heima, voru í Val.
Ég byrjaði keppnisferil minn í 5.
fl. C., í leik móti KR, og er mér hann
minnistæður fyrir það, að ég skor-
aði fyrsta markið í leiknum. Mér
fannst það ákaflega skemmtilegt.
Annars man ég ekki eftir neinum
sérstæðum atvikum úr leikjum, ég
man og minnist alls þessa, sem var
að gerast í leikjum og á æfingum sem
skemmtilegra stunda.
Næsta ár lék ég með 5. fl. A. og
gekk á ýmsu eins og gengur. Ég
man raunar eftir leik við Víking á
Haustmótinu, því þar börðumst við
eins og við gátum. Liðið var sérstak-
lega samstillt, og var þetta eiginlega
einn af þeim fáu leikjum, sem allir
stóðu þétt saman. Endaði leikur-
inn með jafntefli, 1:1, en það verk-
aði á okkur sem sigur væri, því næst
áður höfðum við tapað fyrir Vík-
ingi 4:0, en í þeim leik fórum við
út á með mikla minnimáttarkennd.
Það gerðum við aftur á móti ekki
í leik við Fylki í sumar, og í bún-
ingsklefanum var mest um það rætt,
hve mörg mörk við skyldum skora,
en það fór nú á aðra leið. Við skor-
uðum ekkert markið en þeir eitt, svo
við töpuðum 1:0.
Við vorum hættulega vissir um
sigur. Við létum okkur þetta að kenn-
ingu veroa í leiknum við KR, sem
var næsti leikur. Ég tel að við höfum
átt þá mjög góðan leik. Ég held
líka, að strákunum hafi þótt nóg
komið og viljað sýna, að þeir gætu
svolítið meira!
Andinn í 3. fl. var mjög góður og
hefur alltaf verið það síðan ég byrj-
aði þar, að vísu þyrftu þeir að vera
meira saman utan vallar. Liðið þarf
að vera samstillt og má ekki skipt-
ast í hópa. Samverustundir leik-
manna sem leika saman eru þeim
nauðsynlegar.
Það er ef til vill rétt að geta þess,
að ég lék með úrvali úr Reykjavík
gegn liðum frá: Akureyri, Akranesi,
F. H. og Keflavík, og urðum við í
úrslitum við Keflavík og unnum 2:1.
Ég hafði heppnina með mér í þess-
um leik, því mér tókst að skora úr-
slitamarkið, það var skemmtilegt og
ég held, að ég hafi aldrei verið
ánægðari eftir leik en þá.
Þó að félagsandinn hafi verið góð-
ur, þá finnst mér að það þyrfti að
halda fleiri fundi, og þeir þyrftu að
vera með vissu millibili allt árið,
þannig að það væri eitthvað fleira en
æfingarnar og leikirnir, sem sam-
einaði okkur, sem sagt meiri fjöl-
breytni í félagslífinu og starfinu.
Ég tel líka æskileg smá ferðalög
út um landið með viðkomu á stöð-
um, þar sem drengir eru sem vilja
keppa við lið frá Val. Við fórum eina
slíka ferð til ísafjarðar í sumar, og
var það mjög skemmtileg ferð.
Ég held að það væri til mikilla
bóta, ef komið væri upp í sambandi
við æfingasvæði Vals einföldum
tækjum til að auka tækni strákanna
og leikni með knöttinn. Ég held líka,
að það væri betra að byrja á vorin
með útiæfingum, ef veður leyfði.
Mér fellur vel við Lárus sem þjálf-
ara, hann er rólegur en þó hóflega
ákveðinn.
Ég vona svo bara, að strákarnir
haldi áfram að æfa og að félagið
haldi áfram að eflast og vaxa.
Örn
Gunnarsson
fyrirliði í 3. fl.
B, knattsp.
Þegar ég fluttist í Hlíðarnar gerð-
ist ég félagi í Val. Löngu áður hafði
ég byrjað að sparka bolta og var
hann aðalleikfang mitt. Ég vissi af
Valsvellinum, og að það var stutt að
fara á hann, en ég var ekkert æstur
í það. En svo vildi það til einu sinni,
að ég fylgdist með félaga mínum,
sem var að fara á æfingu, en ætlaði
alls ekki að vera með, og þegar ég
er beðinn um að vera í öðru liðinu,
ætlaði ég ekki að fást til þess. Loks
lét ég til leiðast og fannst þetta þá
ofsagaman og hef verið með síðan.
Ég byrjaði að keppa með 5. fl. C., þá
11 ára. Ég var svo heppinn að vera
með í 5. fl. A., þegar við urðum að
leika þrjá leiki til úrslita, það verður
mér alltaf minnistætt, líka vegna
þess að við unnum að síðustu.
f sumar hefur þetta gengið vel hjá
okkur, urðum Reykjavíkurmeistarar
og Miðsumarsmeistarar. Strákarnir
hafa haldið vel saman, og allt þetta
má þakka Lárusi þjálfaranum okk-
ar. Það munaði litlu að við yrðum
Haustmeistarar líka. Markatalan hjá
okkur í þessari sveit var okkur mjög
hliðstæð eða 46 gegn 6. Við töpuðum
ekki neinum leik, en gerðum 3 jafn-
tefli við Víking, þeir voru erfiðastir,
og 1 við KR.
Einna eftirminnilegasti leikurinn
í sumar var við Fram á Valsvellinum.
Það var hörkurok og illviðri. Við lék-
um undan vindi í fyrri hálfleik, og
tókst okkur ekki að skora nema 2
mörk, og vorum smeykir um að það
mundi ekki duga, þegar Framarar
hefðu vindinn með sér. En öllum á
óvart skoruðu þeir ekkert mark, en
við bættum 2 við! Þetta var óvænt,
að vinna með 4:0.
Þetta hefur verið skemmtilegt
sumar, andinn góður á æfingunum,
en þar fyrir utan var ekki mikið um
að vera, þó höfðum við tvö mynda-
kvöld, og var það skemmtilegt. Strák-
arnir vilja að það séu haldnir fleiri
fundir, og ég vona að það verði, þeg-
ar Félagsheimilið eignast sýningar-
vél.
Það var mjög gaman að för flokk-
anna til Laugarvatns í sumar, og
hefði þar mátt vera lengri viðdvöl,
en það voru 2 dagar á hvern flokk.
Þá vil ég geta þess, að Lárus kom
með ýmislegt, sem hann kynntist á
þjálfaranámskeiði í Danmörku, sem
við höfðum mikið gott af að kynnast,
og mætti vera meira af slíku. Vona ég
að strákarnir haldi saman og æfi
vel í vetur og hætti ekki, þá ætti
þetta að geta orðið gott næsta sumar.
Garðar
Kjartansson
fyrirliði í 2. fl.
knattsp.
Undanfarin ár hef ég verið í hand-
knattleiknum á veturna. Á s.l. vetri
breytti ég til og tók reglulega þátt í
knattspyrnuæfingunum inni. Ég varð