Valsblaðið - 24.12.1970, Page 40

Valsblaðið - 24.12.1970, Page 40
38 VALSBLAÐIÐ Sigurbjörg- Pétursdóttir fyrirliði í 2. fi. kvenna Val voru þau, að ég átti vinkonu, sem var í Val, og sagði hún við mig eitt sinn að ég skyldi bara koma og reyna þetta, sem ég og gerði. Mér þótti svo gaman að ég hélt áfram og sé ekki eftir því. Strax um veturinn fór ég að keppa og var í marki. Það var nú ekki ætl- un mín að fara í markið og ílendast þar. En það var einu sinni á æfingu að það vildi engin af stelpunum fara í mark, svo ég sagði sem svo að það gerði ekkert til þótt ég reyndi það. Þetta varð til þess að Þórarinn spyr mig, hvort ég vilji ekki vera þar áfram. Mér fannst þetta fjarstæðu- kennt, en það varð þó úr að ég hélt þessu áfram. Margt heíur skemmtilegt skeð þennan stutta tíma, sem ég hef iðk- að handknattleikinn. Ég minnist t. d. leiks við Fram í móti, þegar þriðji flokkur var að byrja og ekki keppt um bikar. Okkar lið var komið með eitt mark yfir og stutt til leiksloka. Þá er það að ein Fram-stúlkan ein- leikur fram, og reyndi þá ein stúlk- an í vörninni að hindra hana og halda henni, þá hleyp ég fram eins og til að hjálpa henni, en það hefði ég ekki átt að gera, því þá sá Fram- stúlkan sér leik á borði og kastar boltanum rólega yfir mig. Þannig endaði leikurinn með jafntefli, og það er framlengt, og enn er jafnt, en þar sem úrslitin skiptu ekki máli vorum við látnar hætta, það þótti of mikið á okkur lagt að láta okkur halda lengur áfram. Þá man ég þegar við lékum við KR eitt sinn, leikurinn var ákaflega jafn. Við vorum mjög slappar í þeim leik, og mig minnir að það hafi verið jafntefli, 5:5, þegar langt var liðið á leik. Þá er dæmt vítakast á KR, en þegar átti að taka vítakastið voru stelpurnar svo taugaóstyrkar, að engin vildi taka það, þar kemur þó að ein reynir, en boltinn fór beint á markmanninn! en við töpuðum leikn- um 6:5. Þá var mikil spenna í Reykjavík- urmótinu í fyrra. Ef við hefðum unnið Víking hefðum við unnið mót- ið, en ef það yrði tap voru þrjú fé- lögin: Valur, Fram og Víkingur jöfn, svo liðin urðu að leika aftur. Þetta var voða spenna. Við vorum mjög ákveðnar allar saman, og svo fóru leikar, að við unnum báða leikina. Þetta var stór- kostlegt og skemmtilegt. Þá er mér minnistætt FH-mótið, þar sem við unnum okkar riðil, og mættum stúlk- unum frá Njarðvík í úrslitum. Þær voru miklu stærri og þrosk- aðri en við, en þó var leikurinn jafn og tvísýnn allan tíman og það svo, að tvisvar varð að framlengja. Loks fengu þær víti á okkur, og tókst þá að komast yfir og unnu á því. Ég er svolítið byrjuð að leika með meistaraflokki, var í marki í íslands- mótinu úti í sumar og í Gróttumót- inu, lékum við Jóna til skiptis í mark- inu. Mér finnst það stórkostlegt að vera búin að fá tvo verðlaunapeninga fyrir sigur í mótum, eiginlega ótrú- legt. Ég skal játa það, að mér leið alveg hræðilega fyrir úrslitaleikinn í ís- landsmótinu, ég var ein taugahrúga! Sama var að segja þegar ég fór í markið, þar sem Jóna hafði byrjað og fengið mörk. Ég hugsaði sem svo að það yrði laglegt, þegar ég færi í markið, og ég var svo taugaóstyrk að þegar í mig var kallað, ætlaði ég ekki að geta staðið upp! 1 öðrum flokknum núna eru marg- ar mjög efnilegar stúlkur og skemmtilegar. Flestar þeirra ættu að geta náð langt, ef þær æfa og halda saman. Mér þykir gaman að vera með í þessu og ætla að halda áfram eins lengi og ég get. Ég er sem sagt ánægð með Val og æfingarnar og þjálfarana, en Stefán Sandholt æfir meistaraflokkinn en Jón Karlsson æfir annan flokkinn. Mér finnst, að félagslífið gæti ver- ið fjölbreyttara en það er. Það þyrftu að vera fleiri fundir og skemmtanir, þar sem hægt er að dansa, krakkarnir mundu kynnast betur, ef gert væri meira að slíkum fundum. f fyrra voru nokkrir köku- fundir, sem við kölluðum, og var það ágætt. Svo vona ég að allt gangi vel í vetur og að félagslífið verði gott, því það gefur árangur. Grímur Sæmundsen, fyrirliði í 3. fl. karla, hundkn.l. Ég var víst lítið meira en 6 ára, þegar ég fór að fást við það að sparka bolta, og undi víst vel við það. Svo liðu nokkur ár þangað til að ég gekk í Val. Ég spurði bróður minn, sem var nokkuð eldri en ég og stundaði æfingar í Val, hvort ég mundi fá að keppa, ef ég gengi í Val. Var hann ekki seinn til svars: Já, í D-liðinu. Ég var mjög ánægð- ur með það, gekk í Val og æfði af miklu kappi. Loks komst ég að þeirri voðalegu staðreynd, að ég fengi ekki að keppa, það var nefni- lega ekkert mót fyrir D-liðið! Þetta var mikið áfall fyrir mig, en ég gafst samt ekki upp og hélt áfram að æfa. Þar kom þó að ég var valinn sem varamaður í 5. fl. C., og fannst mér það hörkuupphefð! Næsta sumar kemst ég svo í 5. fl. B. svo nú fór þetta að líta allt betur úr fyrir mér, og næstu tvö árin var ég í 5. fl. A. og varð íslandsmeistari síðara árið. Margt var skemmtilegt á þessum ár- um, en það skemmtilegasta var að verða íslandsmeistari, en það kom ekki af sjálfu sér, því við urðum að keppa þrisvar við Víking, og til þess að auka árangurinn æfðum við oft tvær aukaæfingar í viku. Þegar ég er 12 ára byrja ég svo á handknattleiknum, og er þá undir handleiðslu Stefáns Bergssonar. 3. fl. byrjaði heldur illa s.l. ár. Til að byrja með vorum við alltaf neðstir í mótum og allir töluðu um það, hvað við værum lélegir. En þrátt fyrir þetta héldum við ákaf- lega vel saman, og þetta fór að koma í ljós, þegar leið á veturinn, þá fór- um við að ná meiri samstillingu. í liðinu voru engar stjörnur, vorum bara rétt meðalmenn, en félagsand- inn var alveg frábær, og hef ég satt að segja aldrei kynnzt öðru eins. Þegar svo kemur að íslandsmótinu, lendum við í riðli með Reykjavíkur- félögunum. Þá bregður svo við, að við vinnum hvern leikinn af öðrum, og farnir að gera okkur miklar von- ir. Við unnum Fram, sem okkur þótti stórkostlegt, og allt leit vel út. í næstsíðasta leik mótsins kemur svo reiðarslagið. Við töpum fyrir KR 8:7, en það var ekki gert ráð fyrir því. Síðasti leikurinn var svo við Víking, og stóðu leikar þannig, að við urðum að vinna með 5 marka mun til þess að sigra. Við höfðum nú ekki mikla trú á að okkur tækist það, en við vor- um staðráðnir í því að vinna Víking og sýna hverjir væru í rauninni bezt- ir, og með því hugarfari fórum við í leikinn. Þetta er ákaflega jafnt og langt er liðið á leikinn og standa leik- ar þá 5:5. Þá er það að annar bak- vörðurinn kemst inn í sendingu og einleikur af miklum ákafa upp að marki Víkings. Tveir varnarmenn þeirra hanga í honum, þegar hann hoppar upp til að skjóta, og í móti honum kemur svo markmaðurinn æð- andi, en einhvernveginn tekst honum

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.