Valsblaðið - 24.12.1970, Síða 42

Valsblaðið - 24.12.1970, Síða 42
40 VALSBLAÐIÐ Frímann Hclgason: Valsfjölskyldan ( Valsœttin ) Undanfarin tvö ár höfum við val- ið „Valsfjölskylduna" þannig að þar voru pabbinn og mamraan með syni sína á mismunandi aldri, en höfðu það til síns ágætis að allir voru þeir starfandi í kappliðum Vals, og þá eingöngu miðað við yngri flokkana eða frá öðrum og það niður í 5. c, og snertu þeir þá einnig oft báðar deildirnar: Handknattleik og knatt- spyrnu. Voru þetta vinsælir hóp- ar og vissir kjarnar í tilvéru Vals. Nú fórum við dálítið aðra leið í vali „Valsfjölskyldunnar“,sem eigi að síð- ur er óumdeilanlega „Valsfjölskylda“ þó í dálítið víðtækari merkingu sé. Það mætti líka segja að þetta voru nokkrar fjölskyldur, en þær hafa það sameiginlegt, að allar eru þær bundn- ar saman órofa ættartengslum og kemur þar til viðbótar samruni inn- an Vals. Tvær höfuðstoðir standa undir þessum ágæta ættbálki, en þær eru Ögmundur Guðmundsson og Geir Guðmundsson, og að sjálfsögðu koma hinar ágætu konur þeirra þar við sögu. Ögmundur er sá sem meira legg- ur til málanna, eða fimm syni, sem allir hafa meira eða minna komið við sögu Vals, og svo Geir bróðir hans sem um langan tíma var einn að beztu leikmönnum Vals, og hefur víðar komið við sögu í félaginu, og það er að koma í Ijós, að sonur hans ætlar ekki að verða neinn eftirbátur föður síns í knattspyrnunni. Mér er heldur ekki grunlaust um, að föður- bróðurinn hafi með ágæti sínu á vellinum verið nokkur fyrirmynd bróðursonunum og hvatning til íþróttaiðkana, og Valsnafnið þá hljómað þægilega í eyrum, og orðið kunnugt og kært með tímanum. Þó að Ögmundur stigi fyrstu skref sín í áttina til íþróttanna á litla vell- inum við Melavöllinn, í Valspeysu, þá haslaði hann sér annarsstaðar völl með miklum árangri eða í sund- íþróttinni, og þá sérstaklega í sund- knattleiknum þar sem hann varð margfaldur Islands- og Reykjavíkur- meistari í þeirri grein, og þá sem félagi í Ármanni. Það var því glæsileg fjölskylda, sem var samankomin að Háaleitis- braut 133 eitt kvöldið í nóvember. Slík fjölskylda hlýtur alltaf að vera stolt síns félags, og ekki aðeins það, hún er uppspretta félagslegrar orku, og samheldni. Þar andaði Vals-angan og hlýju til félagsins af allra vörum, og slíkt er mikils virði áhugafélagi eins og Val- ur er. Við kynnum nú þessa „Valsfjöl- skyldu“ fyrir félagsmönnum og les- endum blaðsins, og biðjum hvern og einn að segja örlítið frá ferli sín- um og sambandi sínu við Val, og byrjum á Ögmundi Guðmundssyni: Ögmundur Guðmundsson: — Það fór nú heldur lítið fyrir mínum knattspyrnuferli, það mun hafa verið æft að vori til 1930 á litla vellinum, sem einu sinni var við hliðina á Melavellinum núverandi. Ég var í sveit á sumrin, svo aðstaðan var ekki góð. Um þetta leyti var ég far- inn að æfa sund i Ármanni og fé- lagar mínir líka, en veruleg alvara færðist nú ekki í það fyrr en árið eftir. Við kynntumst Þórarni Magn- ússyni sem var driffjöðrin í sund- inu, og myndaðist þarna í kringum hann dálítill kjarni. Þetta voru sam- hentir strákar og minnist ég þar Hafliða Magnússonar og Jóhanns bróður hans, Stefáns Jónssonar, Gísla Jónssonar o. fl. Ég tók ekki að iðka sundhandknattleik fyrr en eftir Olympíuleikana í Berlín 1936, en þangað fór sundknattleiksflokkur héðan og varð það til mikillar örv- unar fyrir leikinn hér heima. Á árunum 1927 — eða 1928 var byrjað að keppa í sundknattleik, og gefinn bikar til að keppa um, og vann Ægir hann til eignar, en þá féll leikurinn niður um skeið. Erfitt var með æfingar, oftast farið upp að Álafossi og æft í uppistöðunni þar fyrir ofan verksmiðjuna. Svo þegar Sundhöllin kom lagaðist aðstaðan mikið. Mér er minnistæð keppnin 1938, vor- um þá nærri búnir að vinna, töpuð- um með aðeins einu marki, og trúð- um ekki að við værum svona góðir! Næsta ár unnum við svo öllum á óvart, og frá 1941 unnum við flest öll mót að mig minnir meðan ég var í þessu, en ég hætti 1952. Ég lék alltaf í marki, og einu sinni man ég eftir sérkennilegu atviki, þar sem ég hafði heppnina með mér. Jónas Halldórsson hinn snjalli sundmaður var kominn innfyrir alla og í dauða- færi, eins og það er kallað, aðeins rúman meter frá markinu og skaut þaðan heljarskoti. Mín viðbrögð voru aðeins þau að fálma eitthvað út í loftið, og fann auðvitað engan bolta, en ég varð var við að boltinn flaug á milli stanganna fyrir aftan hnakkann á mér, og hirti hann síðan á línunni, eftir að hann hafði fa.rið úr stönginni, sem Jónas skaut í yfir í hina og þaðan aftur í stöngina, sem hann kom í fyrst! Af hverju heldur þú að þínir synir hafi hallast svona mikið að íþrótt- um? Ég veit ekki, það er ef til vill í ættinni, nú svo er það nú þannig, að allir strákar hafa gaman af að leika sér að knetti. Líka getur verið að áhrifa hafi gætt frá Geir bróður mínum, sem lék í meistaraflokki Vals. Hinsvegar hvatti ég þá aldrei eða latti beint, þetta hefur komið svona af sjálfu sér. Ég sé sannar- lega ekki eftir því að þeir hafa hall- azt að þessu, maður veit þá hvar þeir eru á meðan, og það er betra að vita af þeim á æfingu, en að hafa ekki hugmynd um hvar þeir halda sig. Þó að þeir stanzi einhversstað- ar á leiðinni eru þeir með töskuna með sér, og hún er ágætur föru- nautur. Halldóra Pálmarsdóttir: Húsmóðirin á þessu fjölmenna Valsmanna-heimili, kona Ögmund- ar, er Halldóra Pálmarsdóttir, glað- leg og hressileg kona, sem virðist ekki hafa látið örtröð handknatt- leiks og knattspyrnu á heimilinu auka sér hrukkur eða andlegs kulda í viðmóti, að viðbættum ákafa bónd- ans í sundknattleikinn í nær tvo ára- tugi. Og þegar hún er spurð um eigin þátttöku í íþróttum og viðhorf henn- ar til áhuga drengjanna, svarar hún? — Ég get nú ekki sagt, að ég hafi iðkað íþróttir, þó var ég í gamia daga í Ármanni, og það vildi nú einhvern veginn svo til að ég kepptí einu sinni í frjálsum íþróttum, eða í hlaupum og þótti bara gaman að bví, og ef það hefði verið eitthvert líf í frjálsum íþróttum á þeim árum, sér- staklega frjálsum íþróttum, þá hefði ég æft, því mér þótti miklu meira gaman að vera í þeim en öðr- um íþróttum, en það var ekkert þá, sem heitið gat. Hefur ekki verið erfitt að sjá um fatnað á æfingar og leiki fyrir svona stóran hóp af strákum? Nei, nei, en þetta krefur að sjálfsögðu meiri þvottar vegna þessa, og það má segja, að þegar ég var laus við bleyj- urnar, tók þetta við. Stundum hefur það komið fyrir, að maður hefur orðið að sauma buxur á siðustu stundu fyrir leiki! En þetta hefur gengið allt ágæt- lega, og ég er ákaflega ánægð með að þeir skyldu fara út í þetta, maður veit þá hvar þeir eru meðan þeir eru á æfingum og leikjum. Þetta er þeirra áhugamál, og hef ég látið þá sjálfráða um þetta, hvorki hvatt þá eða latt. — Hefur þú farið oft til að horfa á þá í keppni? — Nei, það hef ég aldrei gert, það er alltaf eins og það sé nóg annað að

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.